„Þetta lið verður geggjað þegar við komum aftur í Olís-deildina“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. mars 2022 21:35 Sebastian Alexandersson ræðir við sína menn. Vísir/Vilhelm Eftir tíu marka tap á Selfossi í kvöld er HK fallið úr Olís-deild karla í handbolta. Sebastian Alexandersson, þjálfari liðsins, segir að úrslitin gefi rétta mynd af leiknum sem var spilaður, en er þó bjartsýnn á framhaldið þrátt fyrir allt. „Já, 100 prósent. Við erum búnir að spila 18 leiki og erum þar af búnir að taka tvo hauskúpuleiki þar sem við höfum bara verið slakir á öllum vígstöðum. Þetta var annar af þeim,“ sagði Basti að leikslokum. „Við fengum rosalega lítið út úr vörn og sókn og við höfum ekki gert svona marga tæknifeila síðan í október. Við höfum verið með svona að meðaltali sex til átta í seinustu kannski tíu leikjum og þetta eru gríðarleg vonbrigði. En þessir leikir koma hjá öllum liðum inn á milli. Því miður kom hann í kvöld hjá okkur og Selfoss þurfti í raun og veru ekkert að hafa fyrir þessu. Þannig að já, þessi úrslit gefa alveg klárlega hárrétta mynd af leiknum.“ Þrátt fyrir þessi orð þjálfarans þá voru HK-ingar inni í leiknum lengi vel. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, en Selfyssingar sigldu fram úr í síðari hálfleik. Basti segir að bæði hafi liðið verið að gera mikið af tæknifeilum og klikka á dauðafærum og það hafi farið með leikinn. „Við náttúrulega gerum aragrúa af tæknifeilum í fyrri hálfleik, það er klárt. En við vorum líka að fara með aragrúa af dauðafærum. Hann [Vilius Rasimas] var ekkert að verja þetta með höndunum. Hann var ekkert að hafa fyrir því að verja þetta. Við skutum bara í brjóstkassann og magann á honum og hann er stór.“ „Kannski fór það eitthvað rangt í okkur að það vantaði nokkra lykilmenn hjá þeim en það er líka búið að vanta lykilmenn hjá okkur í allan vetur þannig að það á ekki að vera nein afsökun. Við vorum bara slakir í dag og við verðum bara að taka það á kassann og mæta tilbúnir í næsta leik. Við höfum sýnt frábæran karakter í vetur og ég á ekki von á öðru en að við verðum klárir í að svara fyrir þetta á sunnudaginn.“ Þegar viðtalið við Basta var tekið hafði Grótta fjögurra marka forystu gegn Stjörnunni þegar nokkrar mínútur voru eftir. Grótta vann að lokum leikinn, 30-27, en þau úrslit þýða að HK-ingar eru fallnir úr Olís-deildinni. „Ég held að það sé alveg búið að vera viðbúið í einhvern tíma. Við erum búnir að missa af nokkrum dauðafærum til þess að halda okkur uppi. Við eigum að vera búnir að vinna báða leikina við Aftureldingu og Fram. Við áttum ekki að gera jafntefli á móti ÍBV og spurningamerki hvort við áttum að gera jafntefli við Hauka, en jú jú, við náðum svo sem í gott stig þar.“ „En það höfðu nú ekki margir trú á þessu liði í vetur og við erum búnir að gefa deildinni miklu fleiri góða leiki en flestir gerðu ráð fyrir. Við erum búnir að sýna betri frammistöðu en mörg af liðunum sem eru fyrir ofan okkur svona heilt yfir þó að stigin hafi ekki komið. Tíminn er vinur okkar og ég held að það sýni bara ótrúlega trú og ánægju leikmanna að við erum að fara niður, en það sýnir að við erum að gera eitthvað rétt því að við erum bara að fara að missa einn leikmann. Við erum kannski ekki að vinna inni á vellinum, en við erum klárlega að vinna utan vallar. Þetta lið verður geggjað þegar við komum aftur í Olís-deildina,“ sagði Basti að lokum. Olís-deild karla HK Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - HK 33-23 | Selfyssingar sigldu fram úr á lokametrunum Selfyssingar unnu öruggan tíu marka sigur er liðið tók á móti HK í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 33-23. 23. mars 2022 20:53 Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Fleiri fréttir Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Sjá meira
„Já, 100 prósent. Við erum búnir að spila 18 leiki og erum þar af búnir að taka tvo hauskúpuleiki þar sem við höfum bara verið slakir á öllum vígstöðum. Þetta var annar af þeim,“ sagði Basti að leikslokum. „Við fengum rosalega lítið út úr vörn og sókn og við höfum ekki gert svona marga tæknifeila síðan í október. Við höfum verið með svona að meðaltali sex til átta í seinustu kannski tíu leikjum og þetta eru gríðarleg vonbrigði. En þessir leikir koma hjá öllum liðum inn á milli. Því miður kom hann í kvöld hjá okkur og Selfoss þurfti í raun og veru ekkert að hafa fyrir þessu. Þannig að já, þessi úrslit gefa alveg klárlega hárrétta mynd af leiknum.“ Þrátt fyrir þessi orð þjálfarans þá voru HK-ingar inni í leiknum lengi vel. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, en Selfyssingar sigldu fram úr í síðari hálfleik. Basti segir að bæði hafi liðið verið að gera mikið af tæknifeilum og klikka á dauðafærum og það hafi farið með leikinn. „Við náttúrulega gerum aragrúa af tæknifeilum í fyrri hálfleik, það er klárt. En við vorum líka að fara með aragrúa af dauðafærum. Hann [Vilius Rasimas] var ekkert að verja þetta með höndunum. Hann var ekkert að hafa fyrir því að verja þetta. Við skutum bara í brjóstkassann og magann á honum og hann er stór.“ „Kannski fór það eitthvað rangt í okkur að það vantaði nokkra lykilmenn hjá þeim en það er líka búið að vanta lykilmenn hjá okkur í allan vetur þannig að það á ekki að vera nein afsökun. Við vorum bara slakir í dag og við verðum bara að taka það á kassann og mæta tilbúnir í næsta leik. Við höfum sýnt frábæran karakter í vetur og ég á ekki von á öðru en að við verðum klárir í að svara fyrir þetta á sunnudaginn.“ Þegar viðtalið við Basta var tekið hafði Grótta fjögurra marka forystu gegn Stjörnunni þegar nokkrar mínútur voru eftir. Grótta vann að lokum leikinn, 30-27, en þau úrslit þýða að HK-ingar eru fallnir úr Olís-deildinni. „Ég held að það sé alveg búið að vera viðbúið í einhvern tíma. Við erum búnir að missa af nokkrum dauðafærum til þess að halda okkur uppi. Við eigum að vera búnir að vinna báða leikina við Aftureldingu og Fram. Við áttum ekki að gera jafntefli á móti ÍBV og spurningamerki hvort við áttum að gera jafntefli við Hauka, en jú jú, við náðum svo sem í gott stig þar.“ „En það höfðu nú ekki margir trú á þessu liði í vetur og við erum búnir að gefa deildinni miklu fleiri góða leiki en flestir gerðu ráð fyrir. Við erum búnir að sýna betri frammistöðu en mörg af liðunum sem eru fyrir ofan okkur svona heilt yfir þó að stigin hafi ekki komið. Tíminn er vinur okkar og ég held að það sýni bara ótrúlega trú og ánægju leikmanna að við erum að fara niður, en það sýnir að við erum að gera eitthvað rétt því að við erum bara að fara að missa einn leikmann. Við erum kannski ekki að vinna inni á vellinum, en við erum klárlega að vinna utan vallar. Þetta lið verður geggjað þegar við komum aftur í Olís-deildina,“ sagði Basti að lokum.
Olís-deild karla HK Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - HK 33-23 | Selfyssingar sigldu fram úr á lokametrunum Selfyssingar unnu öruggan tíu marka sigur er liðið tók á móti HK í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 33-23. 23. mars 2022 20:53 Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Fleiri fréttir Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - HK 33-23 | Selfyssingar sigldu fram úr á lokametrunum Selfyssingar unnu öruggan tíu marka sigur er liðið tók á móti HK í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 33-23. 23. mars 2022 20:53
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik