Viðreisn hefur ekki áhyggjur Snorri Másson skrifar 6. apríl 2022 12:04 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Oddviti Viðreisnar í Reykjavík kveðst ekki hafa áhyggjur af löku gengi flokksins í könnun Maskínu fyrir fréttastofu í gær. Öllu heldur sé þetta hvatning til að spila góða sókn í kosningabaráttunni fram undan. Meirihlutinn í Reykjavík er fallinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Við síðustu sveitarstjórnarkosningar féll meirihluti Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna - en reisti sig við með Viðreisn. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar, segir flokkinn skýran með að hann gangi óbundinn til kosninga. „Það hefur gengið mjög vel hjá þessum meirihluta og eins og ég hef sagt áður, ef meirihlutinn heldur er ekki óeðlilegt og kurteisi að byrja að tala saman. En við göngum alveg frjáls og getum unnið bæði til hægri og vinstri - sem við höfum líka gert allt þetta kjörtímabil,“ segir Þórdís Lóa. Síðast náði Viðreisn tveimur fulltrúum inn en nú mælist aðeins oddvitinn inni - á grundvelli 5,7% fylgis. Fylgið mældist 8,6% í mars. Þórdís Lóa segir kosningabarátttuna rétt hafna, og að fylgið sé greinilega á töluverðri hreyfingu. „Svo man ég líka eftir því að vorið 2018 mældumst við með fjögur prósent fylgi á svipuðum tíma en enduðum í tæpum níu. Þannig að þetta er bara sókn fram undan og er bara ágætis áminning um að bretta upp ermar. Ég hef nú trú á að þetta verði mikið fjör. Fljótlega eftir páska fer kosningabaráttan af stað,“ segir Þórdís Lóa. Framsókn er í sókn og mælist með þrjá menn inni. „Ég held að við getum unnið með öllum. Framsókn var með okkur í síðustu kosningabaráttu og það fór vel á með okkur. Mér finnst gaman að sjá að Framsókn er í sókn, það er ekkert óeðlilegt við það. Við eigum hins vegar eftir að sjá hver stefnumálin verða hjá þeim flokki eins og öðrum,“ segir Þórdís Lóa. Rætt var við borgarstjóra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og sýnt frá niðurstöðum skoðanakönnunarinnar: Framsóknarflokkurinn er á miklu flugi og fengi 14 prósent atkvæða nú en Viðreisn tapar 2,5 prósentustigum frá kosningum og fengi 5,7 prósent. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn bæti sig frá síðustu könnun er hann töluvert frá síðustu kosningaúrslitum og fengi 25,5 prósent nú. Flokkur fólksins mælist með 3,8 prósent en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig og mælist nú með 8,4 prósent. Miðflokkurinn er vart mælanlegur með 0,6 prósent og Píratar eru enn yfir kjörfylgi með 11,4 prósent. Samfylkingin sækir á frá síðustu könnun og mælist nú með sama fylgi og íkosningunum 2018 og Vinstri græn eru einnig á svipuðum slóðum og kosningunum 2018 með 4,4 prósent. Ef þetta yrðu úrslitin í maí vantaði núverandi meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar einn borgarfulltrúa til að geta endurnýjað meirihluta sinn. Þeir fengju samanlagt 11 borgarfulltrúa af 23 og núverandi minnihluta flokkar tólf fulltrúa. Viðreisn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Fleiri fréttir Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Sjá meira
Meirihlutinn í Reykjavík er fallinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Við síðustu sveitarstjórnarkosningar féll meirihluti Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna - en reisti sig við með Viðreisn. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar, segir flokkinn skýran með að hann gangi óbundinn til kosninga. „Það hefur gengið mjög vel hjá þessum meirihluta og eins og ég hef sagt áður, ef meirihlutinn heldur er ekki óeðlilegt og kurteisi að byrja að tala saman. En við göngum alveg frjáls og getum unnið bæði til hægri og vinstri - sem við höfum líka gert allt þetta kjörtímabil,“ segir Þórdís Lóa. Síðast náði Viðreisn tveimur fulltrúum inn en nú mælist aðeins oddvitinn inni - á grundvelli 5,7% fylgis. Fylgið mældist 8,6% í mars. Þórdís Lóa segir kosningabarátttuna rétt hafna, og að fylgið sé greinilega á töluverðri hreyfingu. „Svo man ég líka eftir því að vorið 2018 mældumst við með fjögur prósent fylgi á svipuðum tíma en enduðum í tæpum níu. Þannig að þetta er bara sókn fram undan og er bara ágætis áminning um að bretta upp ermar. Ég hef nú trú á að þetta verði mikið fjör. Fljótlega eftir páska fer kosningabaráttan af stað,“ segir Þórdís Lóa. Framsókn er í sókn og mælist með þrjá menn inni. „Ég held að við getum unnið með öllum. Framsókn var með okkur í síðustu kosningabaráttu og það fór vel á með okkur. Mér finnst gaman að sjá að Framsókn er í sókn, það er ekkert óeðlilegt við það. Við eigum hins vegar eftir að sjá hver stefnumálin verða hjá þeim flokki eins og öðrum,“ segir Þórdís Lóa. Rætt var við borgarstjóra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og sýnt frá niðurstöðum skoðanakönnunarinnar: Framsóknarflokkurinn er á miklu flugi og fengi 14 prósent atkvæða nú en Viðreisn tapar 2,5 prósentustigum frá kosningum og fengi 5,7 prósent. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn bæti sig frá síðustu könnun er hann töluvert frá síðustu kosningaúrslitum og fengi 25,5 prósent nú. Flokkur fólksins mælist með 3,8 prósent en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig og mælist nú með 8,4 prósent. Miðflokkurinn er vart mælanlegur með 0,6 prósent og Píratar eru enn yfir kjörfylgi með 11,4 prósent. Samfylkingin sækir á frá síðustu könnun og mælist nú með sama fylgi og íkosningunum 2018 og Vinstri græn eru einnig á svipuðum slóðum og kosningunum 2018 með 4,4 prósent. Ef þetta yrðu úrslitin í maí vantaði núverandi meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar einn borgarfulltrúa til að geta endurnýjað meirihluta sinn. Þeir fengju samanlagt 11 borgarfulltrúa af 23 og núverandi minnihluta flokkar tólf fulltrúa.
Viðreisn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Fleiri fréttir Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Sjá meira