Formaður KKÍ segir orð leikmanna hafa misskilist Valur Páll Eiríksson skrifar 25. ágúst 2022 11:30 Hannes S. Jónsson segir þá staðreynd að Spánn sé að fara á EM en ekki Ísland hafa allt að segja um undirbúning liðanna. Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, segir orð leikmanna íslenska karlalandsliðsins um undirbúning Íslands fyrir stórtap gegn Spáni í undankeppni HM í gærkvöld hafa misskilist. Spánverjum hafi þá gefist lengri tími til undirbúnings vegna reglna frá Alþjóðlega körfuknattleikssambandinu, FIBA, sökum þess að þeir eru á leið á EM í næstu viku. Ísland tapaði leiknum ytra með 30 stiga mun, 87-57, en Spánverjar mættu vel drillaðir til leiks þar sem þeir hafa verið saman við æfingar í um mánuð og spilað þónokkra æfingaleiki á þeim tíma. Ísland kom til samanburðar saman fyrir þremur dögum. Elvar Már Friðriksson og Tryggvi Snær Hlinason komu báðir inn á muninn á undirbúningi í viðtali við RÚV eftir leik. Eftir það skapaðist töluverð umræða á netheimum þar sem skortur á undirbúningi hjá íslenska liðinu var gagnrýndur. „Þeir búnir að æfa í mánuð og spila fullt af æfingaleikjum en við vorum að koma saman fyrir þremur dögum og áttum langt ferðalag. Þannig að undirbúningurinn var stuttur og lappirnar svolítið þungar,“ sagði Elvar Már við RÚV. „Það er náttúrulega erfitt að bera sig saman við lið sem er búið að æfa í mánuð á meðan við komum saman fyrir þremur dögum. Þó maður vilji ekki nota það sem afsökun, þá er erfitt að segja, við höfum ekki spilað leik frá því í síðasta landsleik. Það er erfitt að stilla sig saman strax,“ sagði Tryggvi Snær við RÚV. Fyrrum landsliðsmaðurinn Matthías Orri Sigurðarson greip þann bolta á lofti í settinu hjá RÚV í kringum leik gærkvöldsins hvar hann sagði: „Þetta er alveg magnað. Það er augljóst að leikmenn eru ekkert sáttir við þetta,“ Orðin hafi misskilist „Ég held að orð þeirra hafi aðeins misskilist.“ segir Hannes. „Menn þurfa að átta sig á því að Spánn er að fara að spila á EuroBasket eftir næstu viku sem er búinn að vera undirbúningur fyrir. 22 þjóðir af 24 sem eru í þessari undankeppni sem er núna í gangi fyrir HM eru að fara á EuroBasket og undirbúningur þeirra þjóða hefur miðast við það,“ en Ísland og Svíþjóð eru einu tvær þjóðirnar sem eru að keppa á þessu stigi undankeppninnar fyrir HM sem ekki verða með á EuroBasket sem hefst í næstu viku. Hannes segir KKÍ hafa boðist æfingaleikur um miðjan júlí, sem hafi verið of snemmt fyrir þetta verkefni. „Í mars fengum við boð um einn æfingaleik um miðjan júlí, en ég held að öllum hafi fundist það allt of snemmt, að hafa það mánuði fyrir,“ segir Hannes. Refsast fyrir það að vera ekki á leið á EM Munurinn á undirbúningi Íslands og Spánar fyrir landsleik gærkvöldsins hafi því litast af því að Spánn er á leið á Evrópumótið í næstu viku. Þar af leiðandi fékk spænska liðið töluvert lengri glugga til undirbúnings en Ísland, sem er ekki á leið á mótið, í samræmi við alþjóðlegar reglur frá Alþjóðlega körfuknattleikssambandinu, FIBA. „Þrír af þessum leikmönnum sem spiluðu í gær hefðu ekkert getað verið með. Þetta er mikið prógram yfir allt árið og það sem þjálfararnir voru að reyna að gera núna er að hleypa þeim í smá frí með fjölskyldum sínum, en að sjálfsögðu voru leikmenn að æfa sjálfir. Af því að við erum ekki að fara á EuroBasket þá opnast okkar alþjóðlegi gluggi ekki fyrr en síðasta laugardag,“ en leikmennirnir sem Hannes vísar til eru Tryggvi Snær Hlinason, Styrmir Snær Þrastarson og Hilmar Pétursson. „Ef við hefðum verið að fara [á EM] og vitað það í mars, alveg eins og hinar 22 þjóðirnar sem eru að fara, þá hefði undirbúningur okkar verið með allt öðrum hætti og tekið æfingaleiki við hinar þjóðirnar sem eru að fara þangað. Þær hafa spilað sína leiki út af EM en ekki vegna þess að þær eru að fara í þessa tvo leiki í undankeppni HM,“ segir Hannes. Landslið karla í körfubolta HM 2023 í körfubolta Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Sjá meira
Ísland tapaði leiknum ytra með 30 stiga mun, 87-57, en Spánverjar mættu vel drillaðir til leiks þar sem þeir hafa verið saman við æfingar í um mánuð og spilað þónokkra æfingaleiki á þeim tíma. Ísland kom til samanburðar saman fyrir þremur dögum. Elvar Már Friðriksson og Tryggvi Snær Hlinason komu báðir inn á muninn á undirbúningi í viðtali við RÚV eftir leik. Eftir það skapaðist töluverð umræða á netheimum þar sem skortur á undirbúningi hjá íslenska liðinu var gagnrýndur. „Þeir búnir að æfa í mánuð og spila fullt af æfingaleikjum en við vorum að koma saman fyrir þremur dögum og áttum langt ferðalag. Þannig að undirbúningurinn var stuttur og lappirnar svolítið þungar,“ sagði Elvar Már við RÚV. „Það er náttúrulega erfitt að bera sig saman við lið sem er búið að æfa í mánuð á meðan við komum saman fyrir þremur dögum. Þó maður vilji ekki nota það sem afsökun, þá er erfitt að segja, við höfum ekki spilað leik frá því í síðasta landsleik. Það er erfitt að stilla sig saman strax,“ sagði Tryggvi Snær við RÚV. Fyrrum landsliðsmaðurinn Matthías Orri Sigurðarson greip þann bolta á lofti í settinu hjá RÚV í kringum leik gærkvöldsins hvar hann sagði: „Þetta er alveg magnað. Það er augljóst að leikmenn eru ekkert sáttir við þetta,“ Orðin hafi misskilist „Ég held að orð þeirra hafi aðeins misskilist.“ segir Hannes. „Menn þurfa að átta sig á því að Spánn er að fara að spila á EuroBasket eftir næstu viku sem er búinn að vera undirbúningur fyrir. 22 þjóðir af 24 sem eru í þessari undankeppni sem er núna í gangi fyrir HM eru að fara á EuroBasket og undirbúningur þeirra þjóða hefur miðast við það,“ en Ísland og Svíþjóð eru einu tvær þjóðirnar sem eru að keppa á þessu stigi undankeppninnar fyrir HM sem ekki verða með á EuroBasket sem hefst í næstu viku. Hannes segir KKÍ hafa boðist æfingaleikur um miðjan júlí, sem hafi verið of snemmt fyrir þetta verkefni. „Í mars fengum við boð um einn æfingaleik um miðjan júlí, en ég held að öllum hafi fundist það allt of snemmt, að hafa það mánuði fyrir,“ segir Hannes. Refsast fyrir það að vera ekki á leið á EM Munurinn á undirbúningi Íslands og Spánar fyrir landsleik gærkvöldsins hafi því litast af því að Spánn er á leið á Evrópumótið í næstu viku. Þar af leiðandi fékk spænska liðið töluvert lengri glugga til undirbúnings en Ísland, sem er ekki á leið á mótið, í samræmi við alþjóðlegar reglur frá Alþjóðlega körfuknattleikssambandinu, FIBA. „Þrír af þessum leikmönnum sem spiluðu í gær hefðu ekkert getað verið með. Þetta er mikið prógram yfir allt árið og það sem þjálfararnir voru að reyna að gera núna er að hleypa þeim í smá frí með fjölskyldum sínum, en að sjálfsögðu voru leikmenn að æfa sjálfir. Af því að við erum ekki að fara á EuroBasket þá opnast okkar alþjóðlegi gluggi ekki fyrr en síðasta laugardag,“ en leikmennirnir sem Hannes vísar til eru Tryggvi Snær Hlinason, Styrmir Snær Þrastarson og Hilmar Pétursson. „Ef við hefðum verið að fara [á EM] og vitað það í mars, alveg eins og hinar 22 þjóðirnar sem eru að fara, þá hefði undirbúningur okkar verið með allt öðrum hætti og tekið æfingaleiki við hinar þjóðirnar sem eru að fara þangað. Þær hafa spilað sína leiki út af EM en ekki vegna þess að þær eru að fara í þessa tvo leiki í undankeppni HM,“ segir Hannes.
Landslið karla í körfubolta HM 2023 í körfubolta Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti