Jónatan um brotthvarf sitt frá KA: „Engin dramatík í þessu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. desember 2022 07:01 Jónatan Magnússon mun ekki stýra KA á næstu leiktíð. VÍSIR/VILHELM Jónatan Magnússon mun hætta sem þjálfari KA í Olís deild karla í handbolta að tímabilinu loknu. Jónatan segir ástæðuna einfalda, hann hafi verið lengi með liðið og tími til kominn að fá inn ferskt blóð. Að sama skapi segir hann að arftaki sinn muni taka við góðu búi enda sé vel staðið að öllu hjá KA. Á dögunum var greint frá því að Jónatan myndi hætta sem þjálfari KA að tímabilinu loknu. Samningur hans við félagið rennur þá út en það kom samt sem áður á óvart að tilkynning sem þessi bærist þegar tímabilið væri rétt hálfnað. Þjálfarinn fráfarandi fór yfir stöðu mála og af hverju hann ákvað að opinbera að hann væri að hætta með liðið sem situr í 10. sæti með 9 stig, fjórum stigum frá sæti í úrslitakeppninni. „Fyrst og fremst af því ég er búinn að vera með liðið lengi og samningurinn minn er búinn núna í sumar. Tók því þá ákvörðun að halda ekki áfram. Fannst upplagt að láta alla vita svo menn geti undirbúið bæði liðið og leikmenn fyrir nýjan þjálfara. Aðallega þess vegna sem ég ákvað að vera tímanlega með þetta.“ „Ekkert sem er í hendi. Lét stjórnina vita að ég vildi ekki halda áfram og ætla svo að sjá hvort það séu önnur verkefni sem koma. Hef verið í tveimur störfum hjá KA þar sem ég hef líka verið með yngri flokkana en þetta er svolítið opið hjá mér akkúrat núna.“ Ekki hættur að þjálfa „Það er ekki stefnan, alls ekki. Þetta var sjötta árið mitt í meistaraflokks þjálfun hérna fyrir norðan og mér fannst kominn tími til að hleypa öðrum að því eins og menn vita erum við með skemmtilegt lið og efnilega stráka að koma upp. Væri mjög gott fyrir leikmennina að fá ferskt blóð inn.“ Um viðskilnaðinn Jónatan er KA maður mikill.Vísir/Hulda Margrét „Það er engin dramatík í þessu. Ég hefði alveg getað beðið með að tilkynna stjórn og leikmönnum þangað til samningurinn klárast í vor en við höfum unnið þetta mjög vel saman síðan ég kom inn. Verið opnir með allt svo mér fannst betra fyrir alla að vera tímanlega með það. Vonandi gefur þetta innblástur til að enda þetta samstarf mitt við meistaraflokkinn vel.“ „Er í miðju tímabili með liðið og er mjög metnaðargjarn að reyna enda þetta vel. Er búinn að vera lengi í KA og það er engin sérstök tilfinning, er með metnað til að klára þetta almennilega.“ Staðan hjá KA „Sem félag hefur verið mikill meðbyr með okkur undanfarin ár. Tímabilið í ár er bara hálfnað þannig það er ekki hægt að svara til um það enn.“ „Hingað til hefur þetta verið mikill uppgangur hjá meistaraflokkunum báðum og yngri flokkum. Félagið er á frábærum stað og það er mikil eftirvænting og björt framtíð af því við tengjumst stelpunum. Ótrúlega margir ungir og efnilegir leikmenn hjá KA og KA/Þór ásamt frábærum leikmönnum í meistaraflokkunum þannig ég kvíði framtíðinni ekki neitt.“ „Ég myndi segja það að þetta er spennandi lið að taka við,“ sagði Jónatan Magnússon að endingu. Klippa: Jónatan Þór Magnússon, fráfarandi þjálfari KA: Engin dramatík í þessu Handbolti Olís-deild karla KA Akureyri Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Fleiri fréttir Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Sjá meira
Á dögunum var greint frá því að Jónatan myndi hætta sem þjálfari KA að tímabilinu loknu. Samningur hans við félagið rennur þá út en það kom samt sem áður á óvart að tilkynning sem þessi bærist þegar tímabilið væri rétt hálfnað. Þjálfarinn fráfarandi fór yfir stöðu mála og af hverju hann ákvað að opinbera að hann væri að hætta með liðið sem situr í 10. sæti með 9 stig, fjórum stigum frá sæti í úrslitakeppninni. „Fyrst og fremst af því ég er búinn að vera með liðið lengi og samningurinn minn er búinn núna í sumar. Tók því þá ákvörðun að halda ekki áfram. Fannst upplagt að láta alla vita svo menn geti undirbúið bæði liðið og leikmenn fyrir nýjan þjálfara. Aðallega þess vegna sem ég ákvað að vera tímanlega með þetta.“ „Ekkert sem er í hendi. Lét stjórnina vita að ég vildi ekki halda áfram og ætla svo að sjá hvort það séu önnur verkefni sem koma. Hef verið í tveimur störfum hjá KA þar sem ég hef líka verið með yngri flokkana en þetta er svolítið opið hjá mér akkúrat núna.“ Ekki hættur að þjálfa „Það er ekki stefnan, alls ekki. Þetta var sjötta árið mitt í meistaraflokks þjálfun hérna fyrir norðan og mér fannst kominn tími til að hleypa öðrum að því eins og menn vita erum við með skemmtilegt lið og efnilega stráka að koma upp. Væri mjög gott fyrir leikmennina að fá ferskt blóð inn.“ Um viðskilnaðinn Jónatan er KA maður mikill.Vísir/Hulda Margrét „Það er engin dramatík í þessu. Ég hefði alveg getað beðið með að tilkynna stjórn og leikmönnum þangað til samningurinn klárast í vor en við höfum unnið þetta mjög vel saman síðan ég kom inn. Verið opnir með allt svo mér fannst betra fyrir alla að vera tímanlega með það. Vonandi gefur þetta innblástur til að enda þetta samstarf mitt við meistaraflokkinn vel.“ „Er í miðju tímabili með liðið og er mjög metnaðargjarn að reyna enda þetta vel. Er búinn að vera lengi í KA og það er engin sérstök tilfinning, er með metnað til að klára þetta almennilega.“ Staðan hjá KA „Sem félag hefur verið mikill meðbyr með okkur undanfarin ár. Tímabilið í ár er bara hálfnað þannig það er ekki hægt að svara til um það enn.“ „Hingað til hefur þetta verið mikill uppgangur hjá meistaraflokkunum báðum og yngri flokkum. Félagið er á frábærum stað og það er mikil eftirvænting og björt framtíð af því við tengjumst stelpunum. Ótrúlega margir ungir og efnilegir leikmenn hjá KA og KA/Þór ásamt frábærum leikmönnum í meistaraflokkunum þannig ég kvíði framtíðinni ekki neitt.“ „Ég myndi segja það að þetta er spennandi lið að taka við,“ sagði Jónatan Magnússon að endingu. Klippa: Jónatan Þór Magnússon, fráfarandi þjálfari KA: Engin dramatík í þessu
Handbolti Olís-deild karla KA Akureyri Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Fleiri fréttir Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik