Tekist á um gróðursetningu trjáa: „Þetta er svo mikil svikamylla“ Máni Snær Þorláksson skrifar 15. febrúar 2023 07:00 Jón Gunnar (til vinstri) og Reynir (til hægri) eru á öndverðum meiði þegar kemur að gróðursetningu trjáa. Vísir/Kolviður Fyrrverandi forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands gagnrýnir að gróðursetning trjáa sé seld undir þeim forsendum að með því sé verið að kolefnisjafna. Stjórnarformaður Kolviðar segir skýrt tekið fram að það taki tíma fyrir trén að kolefnisjafna og að gróðursetning sé sannarlega betra en að gera ekki neitt. Jón Gunnar Ottósson, fyrrverandi forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands, vill meina að um falskar forsendur sé að ræða þegar félög eins og Kolviður selja gróðursetningu á trjám og tala um kolefnisjöfnun. Hann segir kolefnisjöfnunina ekki eiga sér stað fyrr en áratugum eftir að trén eru gróðursett. „Ef hún á sér einhvern tímann stað þá mun það ekki gerast fyrr en eftir fimmtíu til hundrað ár,“ segir Jón Gunnar í samtali við Vísi. Hann hugsar til kaupa á aflátsbréfum í þessu samhengi. „Það kemur aldrei skýrt fram að þessi kolefnisjöfnun, ef hún á sér einhvern tímann stað, mun ekki gerast fyrr en eftir fimmtíu til hundrað ár. Þetta er svo mikil svikamylla sem er í gangi. Ég segi að þeir séu að selja gróðursetningu en þeir eru ekki að selja kolefnisjöfnun.“ „Væri betra að gera ekki neitt?“ Reynir Kristinsson, stjórnarformaður Kolviðar, segir þó að það sé skýrt tekið fram að kolefnisjöfnunin taki tíma. „Í öllum okkar samningum við fyrirtæki, og á heimasíðunni, þá gerum við þeim grein fyrir því að þetta tekur þennan tíma. Við erum að reikna að þetta taki fimmtíu ár í heildina en þetta byrjar náttúrulega að binda eitthvað smá og síðan kemur þetta meira,“ segir Reynir. „Við reiknum okkur fimmtíu ára tíma og gerum fyrirtækjunum grein fyrir því að þetta eru væntarbindingar. Þetta er eins og ef þú ert að fara að byggja hús. Þú kaupir og borgar en það er ekkert hús komið, þú veist að það kemur hús eftir tvö til fimm ár, eitthvað svoleiðis. Við gerum fyrirtækjunum mjög vel grein fyrir þessu.“ Reynir segir að Kolviður vinni að því að fá vottun á verkefnum sínum með vottunarfyrirtækinu Bureau Veritas sem staðsett er í London. „Lengra komumst við ekki og ég hef nú stundum spurt svona menn eins og Jón:„ Væri betra að gera ekki neitt?“ Ég er nú svona þeim megin að segja að það hljóti nú að vera betra að gera eitthvað en það er ekkert sem bindur í rauntíma. Það er alveg sama hvort það sé skógrækt, votlendi sem var eða Carbfix eða eitthvað svoleiðis – allt tekur þetta tíma. Það eina sem getur gert eitthvað í rauntíma er að loka fyrir losun, það er eina rauntíma aðgerðin,“ segir Reynir. Hvað er kolefnisjöfnun? Áður en lengra er haldið er kannski ágætt að skoða hugtakið kolsefnisjöfnun. Í lögum um loftslagsmál er kolefnisjöfnun skilgreind svo: „Þegar aðili hlutast til um aðgerðir annars aðila til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og/eða binda kolefni úr andrúmslofti og notar staðfestingu á slíkum samdrætti eða bindingu til að jafna út sína eigin losun að hluta eða öllu leyti“. Losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum veldur loftslagsbreytingum og afleiðingar þessara breytinga á jörðinni eru meðal annars þær að jöklar bráðna, yfirborð sjávar hækkar, vistkerfi raskast og öfgar í veðurfari aukast. Auk þess verða breytingar á lífsskilyrðum í sjó vegna breytinga á straumum, sýrustigi og seltu. Ekki er hægt að vita með vissu allar þær afleiðingar sem loftslagsbreytingar hafa á mannkynið en það er ljóst að aukin losun gróðurhúsalofttegunda raskar því jafnvægi sem annars var til staðar fyrir iðnbyltingu. Fram kemur á vef Umhverfisstofnunar að með nokkurri einföldun megi segja að kolefnisjöfnun felist í því að einstaklingar eða lögaðilar bæti fyrir eigin losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) með því að fjármagna verkefni sem annars vegar koma í veg fyrir losun á samsvarandi magni GHL annars staðar og hins vegar fjarlægja samsvarandi magn GHL úr andrúmsloftinu. Bíllinn kominn í urðun áður en hann er kolefnisjafnaður Jón Gunnar fullyrðir að fyrstu árin eftir gróðursetninguna eigi sér í rauninni stað aukin losun á kolefni. „Fyrstu árin, miðað við þessa jarðvinnslu sem þeir nota, þá eru þeir að auka losunina og fyrstu tíu árin verulega. Þannig að nettólosunin er neikvæð fyrstu tíu árin, ef ekki lengur,“ segir hann. Máli sínu til stuðnings sendi hann myndina sem sjá má hér fyrir neðan. „Myndin sýnir mjög greinilega hvernig þeir tæta upp jörðina,“ segir hann. Jón Gunnar segir myndina sýna hvernig farið er með jörðina.Aðsend „Bílinn og allt þetta er búið að afskrá og komið í urðun einhvers staðar, og jafnvel einstaklingarnir sjálfir, áður en þetta fer að tikka.“ Reynir þvertekur fyrir þessar fullyrðingar Jóns Gunnars: „Það er þá þegar það var verið að grafa ofan í skurðina, moka og rífa upp alla moldina og svoleiðis. Þetta er bara rangt, þetta grær á örstuttum tíma, þetta tekur engin tíu ár. Það eru þá einhverjar aðrar mælingar sem hann er með heldur en við erum með hjá okkur. Því við erum að bera á og þetta hverfur bara á þremur, fjórum árum ef ekki fyrr. Þannig við vísum því nú á bug, þetta er bara ekki rétt.“ Finnst verst hvernig landið er valið Einnig gagnrýnir Jón Gunnar valið á landinu undir skóginn. „Það sem mér finnst verst í þessu er að þegar þeir eru að velja land undir skógrækt þá eru þeir ekki að horfa til hluta eins og mikilvægra fuglasvæða, ásýnd lands, menningarminja eða neitt slíkt,“ segir hann. „Þeir vaða alltaf í bestu löndin eins og á myndinni sem er frá Lyngdalsheiðinni. Þar eru erlendir aðilar að kaupa sér einhverjar kolefniseiningar og tæta í sundur jörðina. Þetta er besta fuglasvæði heiðarinnar. Þetta stangast bæði á við náttúruverndarlög og alþjóðlega samninga út í eitt. Það er verið að brjóta þessar skuldbindingar sem við erum með varðandi að vernda ákveðna fuglastofna, vernda líffræðilega fjölbreytni, menningarminjar og annað.“ Reynir vísar þessu einnig á bug og segir að passað sé upp á þetta allt saman. „Því við fáum ekkert framkvæmdaleyfi, við þurfum að fá framkvæmdaleyfi frá sveitarfélaginu og skipulagsyfirvöldum, nema við gerum grein fyrir öllum minjum, gömlum leiðum, slóðum og öllu svona,“ segir hann. „Varðandi fugla þá svo sem veit ég ekki um það. Það er allavega þannig að þegar það er kominn skógur þá er mikill fuglasöngur.“ „Það er fínt að fá báðar hliðar“ Þrátt fyrir að Jón Gunnar sé ósáttur með forsendur sölunnar á gróðursetningu trjánna þá er hann samt sem áður ánægður með að verið sé að gróðursetja tré. Gott sé að kaupa gróðursetningu en að það þurfi að vera gert á réttum forsendum og með skynsemi. Eins er Reynir ánægður með að umræða um þessi mál eigi sér stað. „Það er fínt að fá báðar hliðar,“ segir hann. Loftslagsmál Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Tengdar fréttir „Auðvitað horfum við fyrst í eigin barm“ Stjórnarformaður Votlendissjóðs segir afköst sjóðsins á síðasta ári óásættanleg. Stjórnendur líti í eigin barm nú þegar verulega hefur verið dregið úr rekstri sjóðsins og framtíð hans í uppnámi. Hún hefur þó enn tröllatrú á vísindunum að baki verkefninu. 2. febrúar 2023 07:01 Mikil vonbrigði hjá Votlendissjóði og Einar hættir störfum Stjórn Votlendissjóðs og framkvæmdastjóri hafa ákveðið að draga úr rekstri sjóðsins. Ástæðan er sögð skortur á jörðum til endurheimtar votlendis og áhrif krafna um vottun á fjármögnun verkefna. Þar til alþjóðleg vottun kolefniseininga sjóðsins er í höfn verður dregið úr rekstrinum. 1. febrúar 2023 10:31 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Biden náðar son sinn Erlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Fleiri fréttir Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Sjá meira
Jón Gunnar Ottósson, fyrrverandi forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands, vill meina að um falskar forsendur sé að ræða þegar félög eins og Kolviður selja gróðursetningu á trjám og tala um kolefnisjöfnun. Hann segir kolefnisjöfnunina ekki eiga sér stað fyrr en áratugum eftir að trén eru gróðursett. „Ef hún á sér einhvern tímann stað þá mun það ekki gerast fyrr en eftir fimmtíu til hundrað ár,“ segir Jón Gunnar í samtali við Vísi. Hann hugsar til kaupa á aflátsbréfum í þessu samhengi. „Það kemur aldrei skýrt fram að þessi kolefnisjöfnun, ef hún á sér einhvern tímann stað, mun ekki gerast fyrr en eftir fimmtíu til hundrað ár. Þetta er svo mikil svikamylla sem er í gangi. Ég segi að þeir séu að selja gróðursetningu en þeir eru ekki að selja kolefnisjöfnun.“ „Væri betra að gera ekki neitt?“ Reynir Kristinsson, stjórnarformaður Kolviðar, segir þó að það sé skýrt tekið fram að kolefnisjöfnunin taki tíma. „Í öllum okkar samningum við fyrirtæki, og á heimasíðunni, þá gerum við þeim grein fyrir því að þetta tekur þennan tíma. Við erum að reikna að þetta taki fimmtíu ár í heildina en þetta byrjar náttúrulega að binda eitthvað smá og síðan kemur þetta meira,“ segir Reynir. „Við reiknum okkur fimmtíu ára tíma og gerum fyrirtækjunum grein fyrir því að þetta eru væntarbindingar. Þetta er eins og ef þú ert að fara að byggja hús. Þú kaupir og borgar en það er ekkert hús komið, þú veist að það kemur hús eftir tvö til fimm ár, eitthvað svoleiðis. Við gerum fyrirtækjunum mjög vel grein fyrir þessu.“ Reynir segir að Kolviður vinni að því að fá vottun á verkefnum sínum með vottunarfyrirtækinu Bureau Veritas sem staðsett er í London. „Lengra komumst við ekki og ég hef nú stundum spurt svona menn eins og Jón:„ Væri betra að gera ekki neitt?“ Ég er nú svona þeim megin að segja að það hljóti nú að vera betra að gera eitthvað en það er ekkert sem bindur í rauntíma. Það er alveg sama hvort það sé skógrækt, votlendi sem var eða Carbfix eða eitthvað svoleiðis – allt tekur þetta tíma. Það eina sem getur gert eitthvað í rauntíma er að loka fyrir losun, það er eina rauntíma aðgerðin,“ segir Reynir. Hvað er kolefnisjöfnun? Áður en lengra er haldið er kannski ágætt að skoða hugtakið kolsefnisjöfnun. Í lögum um loftslagsmál er kolefnisjöfnun skilgreind svo: „Þegar aðili hlutast til um aðgerðir annars aðila til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og/eða binda kolefni úr andrúmslofti og notar staðfestingu á slíkum samdrætti eða bindingu til að jafna út sína eigin losun að hluta eða öllu leyti“. Losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum veldur loftslagsbreytingum og afleiðingar þessara breytinga á jörðinni eru meðal annars þær að jöklar bráðna, yfirborð sjávar hækkar, vistkerfi raskast og öfgar í veðurfari aukast. Auk þess verða breytingar á lífsskilyrðum í sjó vegna breytinga á straumum, sýrustigi og seltu. Ekki er hægt að vita með vissu allar þær afleiðingar sem loftslagsbreytingar hafa á mannkynið en það er ljóst að aukin losun gróðurhúsalofttegunda raskar því jafnvægi sem annars var til staðar fyrir iðnbyltingu. Fram kemur á vef Umhverfisstofnunar að með nokkurri einföldun megi segja að kolefnisjöfnun felist í því að einstaklingar eða lögaðilar bæti fyrir eigin losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) með því að fjármagna verkefni sem annars vegar koma í veg fyrir losun á samsvarandi magni GHL annars staðar og hins vegar fjarlægja samsvarandi magn GHL úr andrúmsloftinu. Bíllinn kominn í urðun áður en hann er kolefnisjafnaður Jón Gunnar fullyrðir að fyrstu árin eftir gróðursetninguna eigi sér í rauninni stað aukin losun á kolefni. „Fyrstu árin, miðað við þessa jarðvinnslu sem þeir nota, þá eru þeir að auka losunina og fyrstu tíu árin verulega. Þannig að nettólosunin er neikvæð fyrstu tíu árin, ef ekki lengur,“ segir hann. Máli sínu til stuðnings sendi hann myndina sem sjá má hér fyrir neðan. „Myndin sýnir mjög greinilega hvernig þeir tæta upp jörðina,“ segir hann. Jón Gunnar segir myndina sýna hvernig farið er með jörðina.Aðsend „Bílinn og allt þetta er búið að afskrá og komið í urðun einhvers staðar, og jafnvel einstaklingarnir sjálfir, áður en þetta fer að tikka.“ Reynir þvertekur fyrir þessar fullyrðingar Jóns Gunnars: „Það er þá þegar það var verið að grafa ofan í skurðina, moka og rífa upp alla moldina og svoleiðis. Þetta er bara rangt, þetta grær á örstuttum tíma, þetta tekur engin tíu ár. Það eru þá einhverjar aðrar mælingar sem hann er með heldur en við erum með hjá okkur. Því við erum að bera á og þetta hverfur bara á þremur, fjórum árum ef ekki fyrr. Þannig við vísum því nú á bug, þetta er bara ekki rétt.“ Finnst verst hvernig landið er valið Einnig gagnrýnir Jón Gunnar valið á landinu undir skóginn. „Það sem mér finnst verst í þessu er að þegar þeir eru að velja land undir skógrækt þá eru þeir ekki að horfa til hluta eins og mikilvægra fuglasvæða, ásýnd lands, menningarminja eða neitt slíkt,“ segir hann. „Þeir vaða alltaf í bestu löndin eins og á myndinni sem er frá Lyngdalsheiðinni. Þar eru erlendir aðilar að kaupa sér einhverjar kolefniseiningar og tæta í sundur jörðina. Þetta er besta fuglasvæði heiðarinnar. Þetta stangast bæði á við náttúruverndarlög og alþjóðlega samninga út í eitt. Það er verið að brjóta þessar skuldbindingar sem við erum með varðandi að vernda ákveðna fuglastofna, vernda líffræðilega fjölbreytni, menningarminjar og annað.“ Reynir vísar þessu einnig á bug og segir að passað sé upp á þetta allt saman. „Því við fáum ekkert framkvæmdaleyfi, við þurfum að fá framkvæmdaleyfi frá sveitarfélaginu og skipulagsyfirvöldum, nema við gerum grein fyrir öllum minjum, gömlum leiðum, slóðum og öllu svona,“ segir hann. „Varðandi fugla þá svo sem veit ég ekki um það. Það er allavega þannig að þegar það er kominn skógur þá er mikill fuglasöngur.“ „Það er fínt að fá báðar hliðar“ Þrátt fyrir að Jón Gunnar sé ósáttur með forsendur sölunnar á gróðursetningu trjánna þá er hann samt sem áður ánægður með að verið sé að gróðursetja tré. Gott sé að kaupa gróðursetningu en að það þurfi að vera gert á réttum forsendum og með skynsemi. Eins er Reynir ánægður með að umræða um þessi mál eigi sér stað. „Það er fínt að fá báðar hliðar,“ segir hann.
Loftslagsmál Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Tengdar fréttir „Auðvitað horfum við fyrst í eigin barm“ Stjórnarformaður Votlendissjóðs segir afköst sjóðsins á síðasta ári óásættanleg. Stjórnendur líti í eigin barm nú þegar verulega hefur verið dregið úr rekstri sjóðsins og framtíð hans í uppnámi. Hún hefur þó enn tröllatrú á vísindunum að baki verkefninu. 2. febrúar 2023 07:01 Mikil vonbrigði hjá Votlendissjóði og Einar hættir störfum Stjórn Votlendissjóðs og framkvæmdastjóri hafa ákveðið að draga úr rekstri sjóðsins. Ástæðan er sögð skortur á jörðum til endurheimtar votlendis og áhrif krafna um vottun á fjármögnun verkefna. Þar til alþjóðleg vottun kolefniseininga sjóðsins er í höfn verður dregið úr rekstrinum. 1. febrúar 2023 10:31 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Biden náðar son sinn Erlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Fleiri fréttir Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Sjá meira
„Auðvitað horfum við fyrst í eigin barm“ Stjórnarformaður Votlendissjóðs segir afköst sjóðsins á síðasta ári óásættanleg. Stjórnendur líti í eigin barm nú þegar verulega hefur verið dregið úr rekstri sjóðsins og framtíð hans í uppnámi. Hún hefur þó enn tröllatrú á vísindunum að baki verkefninu. 2. febrúar 2023 07:01
Mikil vonbrigði hjá Votlendissjóði og Einar hættir störfum Stjórn Votlendissjóðs og framkvæmdastjóri hafa ákveðið að draga úr rekstri sjóðsins. Ástæðan er sögð skortur á jörðum til endurheimtar votlendis og áhrif krafna um vottun á fjármögnun verkefna. Þar til alþjóðleg vottun kolefniseininga sjóðsins er í höfn verður dregið úr rekstrinum. 1. febrúar 2023 10:31