Umfjöllun og myndir: Ísland - Spánn 61-80 | Fínt veganesti í leikinn mikilvæga Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. febrúar 2023 22:32 Tryggvi Snær Hlinason var stigahæstur í íslenska liðinu í kvöld með 13 stig. Vísir/Hulda Margrét Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mátti þola 19 stiga tap er liðið tók á móti heims- og Evrópumeisturum Spánar í undankeppni HM í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 61-80, en íslenska liðið mætir Georgíu ytra í mun mikilvægari leik næstkomandi sunnudag. Vísir/Hulda Margrét Spánverjar mættu ekki með sitt sterkasta lið til leiks, enda eru heims- og Evrópumeistararnir fyrir löngu búnir að tryggja sér sæti á HM og leikurinn í kvöld því ekki sá mikilvægasti í sögu spænska landsliðsins. Þrátt fyrir það var vitað mál að verkefnið yrði erfitt, enda er varalið Spánverja troðfullt af rúmlega frambærilegum körfuboltamönnum. Tryggvi Snær Hlinason umkringdur spænskum varnarmönnum.Vísir/Hulda Margrét Íslenska liðið átti í stökustu vandræðum með að finna glufur á spænsku vörninni strax frá upphafi leiks, en íslenska vörnin stóð þó vel stóra hluta í fyrri hálfleik og því var ekkert sérstaklega mikið skorað. Tryggvi Snær Hlinason skoraði fyrstu stig leiksins með fallegri troðslu, en það var líka í eina skiptið sem íslenska liðið hafði forystuna í leiknum. Spánverjar náðu þó aldrei meira en fimm stiga forskoti í fyrsta leikhluta, en að honum loknum var staðan 19-22, Spánverjum í vil. Vísir/Hulda Margrét Áfram stóðu báðar varnir sína plikt í öðrum leikhluta og fá stig fóru á töfluna. Íslenska liðið náði að jafna metin í 29-29 um miðjan leikhlutann, en þá tóku Spánverjar við sér, skoruðu tólf stig gegn tveimur stigum Íslands og unnu sér inn tíu stiga forskot. Sá munur hélst út hálfleikinn og staðan var 33-43 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Íslenska liðið stóð ágætlega í því spænska lengst af í síðari hálfleik, án þess þó að setja einverja teljandi pressu á það. Ísland náði að minnka muninn niður í sex til sjö stig í tví- eða þrígang, en þá virtust Spánverjarnir eiga til aukagír sem þeir gátu sett í til að endurheimta öruggt forskot. Vísir/Hulda Margrét Spánverjar leiddu með 14 stigum þegar þriðja leikhluta lauk, og sá munur breyttist lítið í lokaleikhlutanum. Þrátt fyrir nokkrar góðar rispur íslensku strákanna var sigur Spánverja í raun aldrei í hættu og niðurstaðan varð 19 stiga tap gegn heims- og Evrópumeisturunum, 61-80. Tryggvi Snær Hlinason var stigahæsti leikmaður íslenska liðsins með 13 stig í kvöld, en átta þeirra skoraði hann í fyrsta leikhluta. Næstur var Jón Axel Guðmundsson með 11 og þeir Ægir Þór Steinarsson og Sigtryggur Arnar Björnsson skoruðu 10 hvor. Vísir/Hulda Margrét Íslenska liðið situr sem fyrr í fjórða sæti L-riðils. Liðið er með 13 stig, einu stigi minna en Georgía sem situr í þriðja sæti. Efstu þrjú liðin vinna sér inn þátttökurétt á HM og því er leikur Íslands og Georgíu næstkomandi sunnudag hreinn úrslitaleikur um laust sæti á HM. Þá má að lokum minnast á það að á sama tíma unnu Ítalir tíu stiga sigur gegn Úkraínu, 85-75. Af hverju er verið að minnast á það í umfjöllun um leik Íslands og Spánar? Jú, því að það þýðir að íslenska liðið þarf ekki að hafa áhyggjur af því að vinna Georgíu með tuttugu stigum eða meira á sunnudaginn. Fjögurra stiga sigur nægir Íslandi til að tryggja sér sæti á HM. HM 2023 í körfubolta
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mátti þola 19 stiga tap er liðið tók á móti heims- og Evrópumeisturum Spánar í undankeppni HM í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 61-80, en íslenska liðið mætir Georgíu ytra í mun mikilvægari leik næstkomandi sunnudag. Vísir/Hulda Margrét Spánverjar mættu ekki með sitt sterkasta lið til leiks, enda eru heims- og Evrópumeistararnir fyrir löngu búnir að tryggja sér sæti á HM og leikurinn í kvöld því ekki sá mikilvægasti í sögu spænska landsliðsins. Þrátt fyrir það var vitað mál að verkefnið yrði erfitt, enda er varalið Spánverja troðfullt af rúmlega frambærilegum körfuboltamönnum. Tryggvi Snær Hlinason umkringdur spænskum varnarmönnum.Vísir/Hulda Margrét Íslenska liðið átti í stökustu vandræðum með að finna glufur á spænsku vörninni strax frá upphafi leiks, en íslenska vörnin stóð þó vel stóra hluta í fyrri hálfleik og því var ekkert sérstaklega mikið skorað. Tryggvi Snær Hlinason skoraði fyrstu stig leiksins með fallegri troðslu, en það var líka í eina skiptið sem íslenska liðið hafði forystuna í leiknum. Spánverjar náðu þó aldrei meira en fimm stiga forskoti í fyrsta leikhluta, en að honum loknum var staðan 19-22, Spánverjum í vil. Vísir/Hulda Margrét Áfram stóðu báðar varnir sína plikt í öðrum leikhluta og fá stig fóru á töfluna. Íslenska liðið náði að jafna metin í 29-29 um miðjan leikhlutann, en þá tóku Spánverjar við sér, skoruðu tólf stig gegn tveimur stigum Íslands og unnu sér inn tíu stiga forskot. Sá munur hélst út hálfleikinn og staðan var 33-43 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Íslenska liðið stóð ágætlega í því spænska lengst af í síðari hálfleik, án þess þó að setja einverja teljandi pressu á það. Ísland náði að minnka muninn niður í sex til sjö stig í tví- eða þrígang, en þá virtust Spánverjarnir eiga til aukagír sem þeir gátu sett í til að endurheimta öruggt forskot. Vísir/Hulda Margrét Spánverjar leiddu með 14 stigum þegar þriðja leikhluta lauk, og sá munur breyttist lítið í lokaleikhlutanum. Þrátt fyrir nokkrar góðar rispur íslensku strákanna var sigur Spánverja í raun aldrei í hættu og niðurstaðan varð 19 stiga tap gegn heims- og Evrópumeisturunum, 61-80. Tryggvi Snær Hlinason var stigahæsti leikmaður íslenska liðsins með 13 stig í kvöld, en átta þeirra skoraði hann í fyrsta leikhluta. Næstur var Jón Axel Guðmundsson með 11 og þeir Ægir Þór Steinarsson og Sigtryggur Arnar Björnsson skoruðu 10 hvor. Vísir/Hulda Margrét Íslenska liðið situr sem fyrr í fjórða sæti L-riðils. Liðið er með 13 stig, einu stigi minna en Georgía sem situr í þriðja sæti. Efstu þrjú liðin vinna sér inn þátttökurétt á HM og því er leikur Íslands og Georgíu næstkomandi sunnudag hreinn úrslitaleikur um laust sæti á HM. Þá má að lokum minnast á það að á sama tíma unnu Ítalir tíu stiga sigur gegn Úkraínu, 85-75. Af hverju er verið að minnast á það í umfjöllun um leik Íslands og Spánar? Jú, því að það þýðir að íslenska liðið þarf ekki að hafa áhyggjur af því að vinna Georgíu með tuttugu stigum eða meira á sunnudaginn. Fjögurra stiga sigur nægir Íslandi til að tryggja sér sæti á HM.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti