Umfjöllun og viðtal: HK - KA/Þór 25-24 | HK með annan sigurinn í vetur Dagur Lárusson skrifar 11. mars 2023 18:47 HK - KA/Þór Olís deild kvenna 2022 HSÍ HK vann sinn annan sigur í vetur í Olís-deild kvenna í handknattleik þegar liðið vann eins marks sigur á KA/Þór á heimavelli sínum í Kópavogi. Fyrir leikinn var HK í neðsta sæti deildarinnar með tvö stig á meðan KA/Þór var í fimmta sætinu með tólf stig. HK fékk sín tvö stig með sigri á KA/Þór fyrr í vetur. Það voru gestirnir að norðan sem byrjuðu leikinn betur og voru með yfirhöndina nánast allan fyrri hálfleikinn. Stærsti munurinn á liðunum var í stöðunni 5-10 en þá byrjaði leikurinn að breytast. HK byrjaði að spila virkilega öfluga vörn og fór smátt og smátt að minnka forystu gestanna. Í seinni hálfleiknum varð uppgangur HK-liðsins ennþá meiri og vörnin varð ennþá sterkari, svo sterk að KA/Þór skoraði ekki mark fyrstu tíu mínúturnar af seinni hálfleiknum, ótrúlegt en satt. Þessi kafli í leiknum gerði það að verkum að HK náði að jafna metin og svo komast yfir og því tók við æsispennandi lokakafli. Kristín Guðmundsdóttir, þjálfari HK, var búin að tala um það fyrir leikinn að það helsta sem hún vildi sjá hjá sínu liði væri að það myndi klára leikinn almennilega og hér reyndi heldur betur á það og hennar stelpur stóðu undir því. Þrátt fyrir að gestirnir náðu að jafna metin þá gáfust ungu stelpur HK-liðsins ekki upp og náði að lokum að landa sigrinum, lokatölur 25-24. Markahæst í liði HK var Embla Steindórsdóttir með átta mörk á meðan Ida var markahæst hjá KA/Þór með sjö mörk. Af hverju vann HK? Vörnin var hreint út sagt frábær og lokaði á KA/Þórs liðið trekk í trekk. Baráttuandinn hjá HK-liðinu var áþreifanlegur og það skilaði sér til áhorfenda sem hvöttu liðið áfram. Hverjar stóðu uppúr? Embla Steindórs var frábær í vörn og sókn sem og Aníta Eik og Alfa Brá. Hvað fór illa? Andri Snær talaði um það eftir leik að hann hafi reynt marga mismunandi hluti til þess að finna lausn á vörn HK en það einfaldlega virkaði ekki, liðið hans var í vandræðum allan seinni hálfleikinn. Hvað gerist næst? Næsti leikur KA/Þórs er gegn ÍBV á miðvikudaginn á meðan næsti leikur HK er gegn Val næsta laugardag. Kristín Guðmundsdóttir: Þessar stelpur gefast ekki upp HK-liðið fagnaði sínum öðrum sigri í vetur.Vísir/Hulda Margrét „Já þetta var mögnuð frammistaða hjá liðinu,“ byrjaði Kristín Guðmundsdóttir, þjálfari HK, að segja eftir sigur liðsins gegn KA/Þór. „Við fengum dæmd á okkur einhver 40 fríköst, ég hefði alls ekki viljað spila gegn þessari vörn sem við vorum með í dag,“ hélt Kristín áfram. „Auðvitað koma stundum göt inn á milli en það fylgir þessu. Það er svo gaman að spila svona vörn og fá svona mörg fríköst og maður sá að þær voru einfaldlega orðnar hræddar við okkur í lokin, voru komnar utar og utar, þannig þetta var frábær frammistaða.“ Kristín talaði um það fyrir leik að hún vildi sjá liðið sitt klára leikinn almennilega og það var einmitt það sem liðið hennar gerði. „Þetta sýnir ótrúlega mikið hversu mikinn karakter þessar stelpur eru með. Þær eru flestar ennþá að spila í þriðja flokki og einmitt þegar við erum að spila þá leiki þá erum við að æfa okkur í þessu. Við viljum klára leikina vel eins og við gerðum á miðvikudaginn þegar við vorum að spila bikarleik.“ „Við lentum þar 9-2 undir en við kláruðum samt leikinn og unnum hann þannig þetta eru stelpur sem gefast ekki upp og þær hafa aldrei gefist upp í vetur. Þrátt fyrir að vera að tapa með mikið af mörgum þá gefast þær aldrei upp,“ endaði Kristín á að segja. Olís-deild kvenna HK KA Þór Akureyri
HK vann sinn annan sigur í vetur í Olís-deild kvenna í handknattleik þegar liðið vann eins marks sigur á KA/Þór á heimavelli sínum í Kópavogi. Fyrir leikinn var HK í neðsta sæti deildarinnar með tvö stig á meðan KA/Þór var í fimmta sætinu með tólf stig. HK fékk sín tvö stig með sigri á KA/Þór fyrr í vetur. Það voru gestirnir að norðan sem byrjuðu leikinn betur og voru með yfirhöndina nánast allan fyrri hálfleikinn. Stærsti munurinn á liðunum var í stöðunni 5-10 en þá byrjaði leikurinn að breytast. HK byrjaði að spila virkilega öfluga vörn og fór smátt og smátt að minnka forystu gestanna. Í seinni hálfleiknum varð uppgangur HK-liðsins ennþá meiri og vörnin varð ennþá sterkari, svo sterk að KA/Þór skoraði ekki mark fyrstu tíu mínúturnar af seinni hálfleiknum, ótrúlegt en satt. Þessi kafli í leiknum gerði það að verkum að HK náði að jafna metin og svo komast yfir og því tók við æsispennandi lokakafli. Kristín Guðmundsdóttir, þjálfari HK, var búin að tala um það fyrir leikinn að það helsta sem hún vildi sjá hjá sínu liði væri að það myndi klára leikinn almennilega og hér reyndi heldur betur á það og hennar stelpur stóðu undir því. Þrátt fyrir að gestirnir náðu að jafna metin þá gáfust ungu stelpur HK-liðsins ekki upp og náði að lokum að landa sigrinum, lokatölur 25-24. Markahæst í liði HK var Embla Steindórsdóttir með átta mörk á meðan Ida var markahæst hjá KA/Þór með sjö mörk. Af hverju vann HK? Vörnin var hreint út sagt frábær og lokaði á KA/Þórs liðið trekk í trekk. Baráttuandinn hjá HK-liðinu var áþreifanlegur og það skilaði sér til áhorfenda sem hvöttu liðið áfram. Hverjar stóðu uppúr? Embla Steindórs var frábær í vörn og sókn sem og Aníta Eik og Alfa Brá. Hvað fór illa? Andri Snær talaði um það eftir leik að hann hafi reynt marga mismunandi hluti til þess að finna lausn á vörn HK en það einfaldlega virkaði ekki, liðið hans var í vandræðum allan seinni hálfleikinn. Hvað gerist næst? Næsti leikur KA/Þórs er gegn ÍBV á miðvikudaginn á meðan næsti leikur HK er gegn Val næsta laugardag. Kristín Guðmundsdóttir: Þessar stelpur gefast ekki upp HK-liðið fagnaði sínum öðrum sigri í vetur.Vísir/Hulda Margrét „Já þetta var mögnuð frammistaða hjá liðinu,“ byrjaði Kristín Guðmundsdóttir, þjálfari HK, að segja eftir sigur liðsins gegn KA/Þór. „Við fengum dæmd á okkur einhver 40 fríköst, ég hefði alls ekki viljað spila gegn þessari vörn sem við vorum með í dag,“ hélt Kristín áfram. „Auðvitað koma stundum göt inn á milli en það fylgir þessu. Það er svo gaman að spila svona vörn og fá svona mörg fríköst og maður sá að þær voru einfaldlega orðnar hræddar við okkur í lokin, voru komnar utar og utar, þannig þetta var frábær frammistaða.“ Kristín talaði um það fyrir leik að hún vildi sjá liðið sitt klára leikinn almennilega og það var einmitt það sem liðið hennar gerði. „Þetta sýnir ótrúlega mikið hversu mikinn karakter þessar stelpur eru með. Þær eru flestar ennþá að spila í þriðja flokki og einmitt þegar við erum að spila þá leiki þá erum við að æfa okkur í þessu. Við viljum klára leikina vel eins og við gerðum á miðvikudaginn þegar við vorum að spila bikarleik.“ „Við lentum þar 9-2 undir en við kláruðum samt leikinn og unnum hann þannig þetta eru stelpur sem gefast ekki upp og þær hafa aldrei gefist upp í vetur. Þrátt fyrir að vera að tapa með mikið af mörgum þá gefast þær aldrei upp,“ endaði Kristín á að segja.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik