Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 23-30 | Eyjakonur styrktu stöðu sína á toppnum Hinrik Wöhler skrifar 10. mars 2023 19:45 Úr leik kvöldsins. Vísir/Diego Eyjakonur unnu öruggan sigur á Haukum á Ásvöllum í kvöld í Olís-deild kvenna. Leikurinn var jafn framan af en endaði með sjö marka sigri ÍBV, lokatölur 30-23. Eftir sigurinn situr ÍBV á toppi deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni, tveimur stigum á undan Valskonum í öðru sæti. Haukar eru enn í stjötta sæti deildarinnar með 12 stig, jafnmörg og KA/Þór. Eyjakonur byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu fyrstu fjögur mörk leiksins. Síðan hægðist á sóknarleik gestanna og Haukakonur komust jafnt og þétt inn í leikinn. Undir lok fyrri hálfleiks náðu þær rauðklæddu að komast yfir en ÍBV svaraði og leiddi með einu marki í hálfleik, 15-14. Til að byrja með var síðari hálfleikur sambærilegur þeim fyrri. ÍBV leiddi með einu til tveimur mörkum en Haukakonur héldu sér inn í leiknum. Það munaði aðeins einu marki á liðunum þegar um tólf mínútur voru eftir af leiknum og allt leit út fyrir jafnan endasprett. Eyjakonur voru ekki á sama máli og völtuðu yfir Hauka á lokakafla leiksins. Niðurstaðan var sjö marka sigur gestanna úr Eyjum. Bæði lið voru með nýja aðalþjálfara í brúnni í kvöld. Díana Guðjónsdóttir stýrði Haukum í kvöld en Ragnar Hermannsson lét gott heita eftir síðasta leik Hauka. Díana, sem hefur verið Ragnari til aðstoðar á tímabilinu, mun stýra liðinu út tímabilið ásamt Halldóri Ingólfssyni. Hjá gestunum var það Hilmar Ágúst Björnsson sem stýrði liðinu í fjarveru Sigurðar Bragasonar. Aganefnd HSÍ úrskurðaði aðalþjálfara liðsins, Sigurð Bragason, í tveggja leikja bann eftir ósæmilega hegðun í síðasta leik. Af hverju vann ÍBV? Eyjakonur stóðu vörnina vel, sérstaklega í síðari hálfleik og fengu aðeins níu mörk á sig. Frábær kafli undir lok leiksins tryggði þeim sjö marka sigur á meðan Haukakonur náðu ekki að nýta dauðafærin á síðustu mínútum leiksins. Hverjar stóðu upp úr? Líkt og áður hjá ÍBV var það Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir sem var markahæst með níu mörk, þar af þrjú úr vítum. Hún var virkilega öflug í sóknarleik Eyjakvenna ásamt Birnu Berg Haraldsdóttir sem átti hnitmiðuð skot utan af velli og skoraði sex mörk úr átta skotum í kvöld. Marta Wawrzykowska varði vel á köflum í marki ÍBV, þá sérstaklega undir lok leiks. Hvað gekk illa? Vítanýting Haukakvenna er áhyggjuefni, en þær skoruðu tvö mörk úr sex vítum í leiknum í kvöld. Sama var upp á teningnum í síðasta leik þeirra á móti Fram þar sem nýtingin var verri, tvö mörk úr sjö vítum. Hvað gerist næst? Eftir leiki morgundagsins í Olís-deild kvenna er ellefu daga hlé í deildinni. Það er vegna undanúrslita og úrslita í Powerade-bikarnum en undanúrslit í bikarnum hefjast á miðvikudaginn, þann 15. mars. Haukar og ÍBV eru enn með í bikarnum en Eyjakonur mæta Selfoss á meðan Haukar taka á móti Val. Mikil barátta er um toppsætið í Olís-deild kvenna og getur ÍBV komið sér í góða stöðu með sigri í næsta leik í deildinni en þær mæta KA/Þór í Vestmannaeyjum 22. mars. Haukakonur eiga aðeins tvo leiki eftir í deildinni en næsti leikur í deildinni er ekki fyrr en eftir rúmar tvær vikur þegar þær mæta Stjörnunni í Garðabæ. „Það er mikil tilhlökkun að fara í höllina“ Hilmar Ágúst Björnsson stýrði ÍBV í kvöld.Vísir/Diego Hilmar Ágúst Björnsson var aðalþjálfari ÍBV í leiknum í kvöld þar sem Sigurður Bragason var úrskurðaður í leikbann fyrr í vikunni. Hilmar var að vonum sáttur með sjö marka sigur. „Þetta var mjúkur fyrri hálfleikur, vorum ekki að brjóta í vörninni en sóknarlega var þetta fínt. Í seinni hálfleik gáfum við í varnarlega og spiluðum sama sóknarleik,“ sagði Hilmar í leikslok. „Marta kom inn þegar varnarleikurinn datt hjá okkur, við þéttum okkur aðeins á miðsvæðinu og fengum hraðaupphlaupin sem við vildum. Við breyttum aðeins áherslum sóknarlega, fórum aðeins út í breiddina og það gekk hjá okkur í dag.“ ÍBV situr á toppi Olís-deildar kvenna með tveggja stiga forskot á Val þegar þrjár umferðir eru eftir af hefðbundinni deildarkeppni. „Við eigum þrjá leiki eftir og stefnum á að mæta í þá og klára þá,“ sagði Hilmar þegar hann er spurður út í framhaldið. Næsti leikur ÍBV er á miðvikudaginn á móti Selfoss í undanúrslitum Powerade-bikarsins. „Þetta lítur vel út, þær eru allar heilar og það er mikil tilhlökkun að fara í höllina,“ bætir Hilmar við. Handbolti Olís-deild kvenna Haukar ÍBV
Eyjakonur unnu öruggan sigur á Haukum á Ásvöllum í kvöld í Olís-deild kvenna. Leikurinn var jafn framan af en endaði með sjö marka sigri ÍBV, lokatölur 30-23. Eftir sigurinn situr ÍBV á toppi deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni, tveimur stigum á undan Valskonum í öðru sæti. Haukar eru enn í stjötta sæti deildarinnar með 12 stig, jafnmörg og KA/Þór. Eyjakonur byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu fyrstu fjögur mörk leiksins. Síðan hægðist á sóknarleik gestanna og Haukakonur komust jafnt og þétt inn í leikinn. Undir lok fyrri hálfleiks náðu þær rauðklæddu að komast yfir en ÍBV svaraði og leiddi með einu marki í hálfleik, 15-14. Til að byrja með var síðari hálfleikur sambærilegur þeim fyrri. ÍBV leiddi með einu til tveimur mörkum en Haukakonur héldu sér inn í leiknum. Það munaði aðeins einu marki á liðunum þegar um tólf mínútur voru eftir af leiknum og allt leit út fyrir jafnan endasprett. Eyjakonur voru ekki á sama máli og völtuðu yfir Hauka á lokakafla leiksins. Niðurstaðan var sjö marka sigur gestanna úr Eyjum. Bæði lið voru með nýja aðalþjálfara í brúnni í kvöld. Díana Guðjónsdóttir stýrði Haukum í kvöld en Ragnar Hermannsson lét gott heita eftir síðasta leik Hauka. Díana, sem hefur verið Ragnari til aðstoðar á tímabilinu, mun stýra liðinu út tímabilið ásamt Halldóri Ingólfssyni. Hjá gestunum var það Hilmar Ágúst Björnsson sem stýrði liðinu í fjarveru Sigurðar Bragasonar. Aganefnd HSÍ úrskurðaði aðalþjálfara liðsins, Sigurð Bragason, í tveggja leikja bann eftir ósæmilega hegðun í síðasta leik. Af hverju vann ÍBV? Eyjakonur stóðu vörnina vel, sérstaklega í síðari hálfleik og fengu aðeins níu mörk á sig. Frábær kafli undir lok leiksins tryggði þeim sjö marka sigur á meðan Haukakonur náðu ekki að nýta dauðafærin á síðustu mínútum leiksins. Hverjar stóðu upp úr? Líkt og áður hjá ÍBV var það Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir sem var markahæst með níu mörk, þar af þrjú úr vítum. Hún var virkilega öflug í sóknarleik Eyjakvenna ásamt Birnu Berg Haraldsdóttir sem átti hnitmiðuð skot utan af velli og skoraði sex mörk úr átta skotum í kvöld. Marta Wawrzykowska varði vel á köflum í marki ÍBV, þá sérstaklega undir lok leiks. Hvað gekk illa? Vítanýting Haukakvenna er áhyggjuefni, en þær skoruðu tvö mörk úr sex vítum í leiknum í kvöld. Sama var upp á teningnum í síðasta leik þeirra á móti Fram þar sem nýtingin var verri, tvö mörk úr sjö vítum. Hvað gerist næst? Eftir leiki morgundagsins í Olís-deild kvenna er ellefu daga hlé í deildinni. Það er vegna undanúrslita og úrslita í Powerade-bikarnum en undanúrslit í bikarnum hefjast á miðvikudaginn, þann 15. mars. Haukar og ÍBV eru enn með í bikarnum en Eyjakonur mæta Selfoss á meðan Haukar taka á móti Val. Mikil barátta er um toppsætið í Olís-deild kvenna og getur ÍBV komið sér í góða stöðu með sigri í næsta leik í deildinni en þær mæta KA/Þór í Vestmannaeyjum 22. mars. Haukakonur eiga aðeins tvo leiki eftir í deildinni en næsti leikur í deildinni er ekki fyrr en eftir rúmar tvær vikur þegar þær mæta Stjörnunni í Garðabæ. „Það er mikil tilhlökkun að fara í höllina“ Hilmar Ágúst Björnsson stýrði ÍBV í kvöld.Vísir/Diego Hilmar Ágúst Björnsson var aðalþjálfari ÍBV í leiknum í kvöld þar sem Sigurður Bragason var úrskurðaður í leikbann fyrr í vikunni. Hilmar var að vonum sáttur með sjö marka sigur. „Þetta var mjúkur fyrri hálfleikur, vorum ekki að brjóta í vörninni en sóknarlega var þetta fínt. Í seinni hálfleik gáfum við í varnarlega og spiluðum sama sóknarleik,“ sagði Hilmar í leikslok. „Marta kom inn þegar varnarleikurinn datt hjá okkur, við þéttum okkur aðeins á miðsvæðinu og fengum hraðaupphlaupin sem við vildum. Við breyttum aðeins áherslum sóknarlega, fórum aðeins út í breiddina og það gekk hjá okkur í dag.“ ÍBV situr á toppi Olís-deildar kvenna með tveggja stiga forskot á Val þegar þrjár umferðir eru eftir af hefðbundinni deildarkeppni. „Við eigum þrjá leiki eftir og stefnum á að mæta í þá og klára þá,“ sagði Hilmar þegar hann er spurður út í framhaldið. Næsti leikur ÍBV er á miðvikudaginn á móti Selfoss í undanúrslitum Powerade-bikarsins. „Þetta lítur vel út, þær eru allar heilar og það er mikil tilhlökkun að fara í höllina,“ bætir Hilmar við.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik