Lineker út í kuldann vegna ummæla á samfélagsmiðlum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. mars 2023 19:01 Gary Lineker á góðri stundu. Getty Images Gary Lineker, fyrrverandi framherji enska landsliðsins, Barcelona, Leicester City og Tottenham Hotspur, hefur undanfarið ár stýrt Match of the Day, vinsælasta knattspyrnuþætti Bretlandseyja. Hann mun ekki stýra þætti morgundagsins þar sem hann hefur verið sendur í tímabundið leyfi vegna ummæla á samfélagsmiðlum. Lineker gagnrýndi nýverið stefnu breskra stjórnvalda í málefnum flóttafólks. Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hét því á dögunum að hann myndi stöðva straum ólöglegra innflytjenda til landsins með því að „snúa bátnum við“ en fjöldi fólks kemur til landsins með smábátum yfir Ermasundið. Lineker var ekki sáttur með þessa ákvörðun og lét pirring sinn í ljós á samfélagsmiðlum. Það stríðir gegn reglum BBC, breska ríkisútvarpsins, þar sem Match of the Day er sýndur. Hann hefur því verið sendur í tímabundið leyfi en í gær, fimmtudag, stefndi Lineker enn á að stýra þættinum á laugardagskvöld. Well, it s been an interesting couple of days. Happy that this ridiculously out of proportion story seems to be abating and very much looking forward to presenting @BBCMOTD on Saturday. Thanks again for all your incredible support. It s been overwhelming.— Gary Lineker (@GaryLineker) March 9, 2023 Í yfirlýsingu BBC segir: „Það hefur verið ákveðið að Lineker stýri ekki Match of the Day þangað til við höfum komist að samkomulagi um notkun hans á samfélagsmiðlum. Við höfum aldrei sagt að Gary ætti ekki að hafa skoðanir á pólitískum málum en við höfum sagt að hann megi ekki taka afstöðu með eða gegn þeim.“ Ian Wright, fyrrverandi framherji Arsenal, enska landsliðsins og tíður gestur þáttarins, stendur með Lineker og mun ekki mæta í þátt morgundagsins. Everybody knows what Match of the Day means to me, but I ve told the BBC I won t be doing it tomorrow. Solidarity.— Ian Wright (@IanWright0) March 10, 2023 Sömu sögu er að segja af markamaskínuni fyrrverandi Alan Shearer, fyrrverandi framherja Newcastle United og enska landsliðsins. I have informed the BBC that I won t be appearing on MOTD tomorrow night.— Alan Shearer (@alanshearer) March 10, 2023 Match of the Day er markaþáttur þar sem farið er yfir leiki ensku úrvalsdeildarinnar. Hann er sýndur á laugardags- og sunnudagskvöldum. Fyrsti þátturinn fór í loftið árið 1964. Fréttin hefur verið uppfærð. Enski boltinn Bretland Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Fleiri fréttir Salah jafnaði met Rooneys Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Sjá meira
Lineker gagnrýndi nýverið stefnu breskra stjórnvalda í málefnum flóttafólks. Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hét því á dögunum að hann myndi stöðva straum ólöglegra innflytjenda til landsins með því að „snúa bátnum við“ en fjöldi fólks kemur til landsins með smábátum yfir Ermasundið. Lineker var ekki sáttur með þessa ákvörðun og lét pirring sinn í ljós á samfélagsmiðlum. Það stríðir gegn reglum BBC, breska ríkisútvarpsins, þar sem Match of the Day er sýndur. Hann hefur því verið sendur í tímabundið leyfi en í gær, fimmtudag, stefndi Lineker enn á að stýra þættinum á laugardagskvöld. Well, it s been an interesting couple of days. Happy that this ridiculously out of proportion story seems to be abating and very much looking forward to presenting @BBCMOTD on Saturday. Thanks again for all your incredible support. It s been overwhelming.— Gary Lineker (@GaryLineker) March 9, 2023 Í yfirlýsingu BBC segir: „Það hefur verið ákveðið að Lineker stýri ekki Match of the Day þangað til við höfum komist að samkomulagi um notkun hans á samfélagsmiðlum. Við höfum aldrei sagt að Gary ætti ekki að hafa skoðanir á pólitískum málum en við höfum sagt að hann megi ekki taka afstöðu með eða gegn þeim.“ Ian Wright, fyrrverandi framherji Arsenal, enska landsliðsins og tíður gestur þáttarins, stendur með Lineker og mun ekki mæta í þátt morgundagsins. Everybody knows what Match of the Day means to me, but I ve told the BBC I won t be doing it tomorrow. Solidarity.— Ian Wright (@IanWright0) March 10, 2023 Sömu sögu er að segja af markamaskínuni fyrrverandi Alan Shearer, fyrrverandi framherja Newcastle United og enska landsliðsins. I have informed the BBC that I won t be appearing on MOTD tomorrow night.— Alan Shearer (@alanshearer) March 10, 2023 Match of the Day er markaþáttur þar sem farið er yfir leiki ensku úrvalsdeildarinnar. Hann er sýndur á laugardags- og sunnudagskvöldum. Fyrsti þátturinn fór í loftið árið 1964. Fréttin hefur verið uppfærð.
Enski boltinn Bretland Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Fleiri fréttir Salah jafnaði met Rooneys Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Sjá meira