„Við höfum ekki fengið sanngjarna gagnrýni“ Atli Arason skrifar 19. mars 2023 21:30 Kristjana Eir Jónsdóttir, þjálfari Fjölnis. Vísir/Diego. Kristjana Eir Jónsdóttir, þjálfari Fjölnis, var bæði ánægð og svekkt eftir 18 stiga tap gegn Haukum í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. „Ég er svekkt með margt en ánægð með eitthvað,“ sagði Kristjana í viðtali við Vísi eftir leik. „Við hættum ekki að berjast, við vorum að gera ákveðnar varnarfærslur vel og þegar við hlupum kerfin okkar rétt þá gekk það upp. Við vorum hins vegar að gefa þeim [Haukum] allt of mikið af opnum skotum og ég er minnst ánægð með það og orkuna sem við spiluðum með varnarlega á löngum köflum,“ svaraði Kristjana, aðspurð út í hvaða atriði hún væri ánægð með. Brittany Dinkins dróg vagninn í stigaskorun fyrir Fjölni í kvöld en Kristjana vill beina athyglinni að ungu stelpunum í liði Fjölnis en hún telur þær hafa fengið ósanngjarna gagnrýni á tímabilinu. „Ég er spurð út í Dinkins eftir hvern einasta leik. Svarið mitt breytist ekki neitt, það er gífurlegur munur að hafa hana í liðinu. Það sem mér finnst hins vegar verið minnst talað um í vetur eru ungu stelpurnar hjá okkur. Við erum með þrjá atvinnumenn og svo erum við með Shönnu [Dacanay] sem er eldri. Síðan eru allar hinar í 12. flokki eða yngri. Mér finnst eins og við höfum ekki fengið sanngjarna gagnrýni miðað við það. Við erum með Heiði [Karlsdóttur] sem er búin að vera frábær í síðustu leikjum, Stefanía [Hansen] er ekki hérna í kvöld en hún er búin að vera að stíga upp og svo er Bergdís [Anna Magnúsdóttir] búin að vera að koma inn með þvílíkan kraft. Þetta eru allt stelpur sem eru nýorðnar 18 ára.“ „Það er ekki oft sem lið eru að byggja svona mikið upp á varamönnum. Heiða [Ella Ásmundsdóttir] er 16 ára, hún er ekki einu sinni komin með æfingarakstur. Hún er að spila fullt af mínútum í dag og búinn að spila fullt af mínútum í vetur. Mér finnst þær vera búnar að fá ósanngjarna gagnrýni. Ég veit að Keflavík gerði þetta fyrir einhverjum árum en þegar Keflavík gerði þetta þá voru þær stelpur allar einum til tveim árum eldri heldur en þessar stelpur [í Fjölni] eru núna. Það sem hefur farið mest í mig er að ungu stelpurnar í Fjölni eru ekki að fá það kredit sem þær eiga skilið,“ sagði Kristjana Næsti leikur Fjölnis er á heimavelli gegn Val á miðvikudaginn. Kristjana telur sína stelpur vera vel undirbúnar fyrir þá viðureign. „Það sem við getum tekið jákvætt úr þessum leik er að við héldum áfram að berjast. Urté hélt áfram að skjóta og hún fór að hitta í lokin, sem er mjög gott. Það hefur svolítið háð henni að ef hún byrjar illa þá verður hún allt of pirruð en hún gerði það ekki í kvöld.“ „Við héldum áfram að berjast og það er það sem við ætlum að taka með okkur í næsta leik. Við ætlum samt frekar að byggja á fjórða leikhluta gegn Val úr síðasta leik, frekar en að byggja ofan á eitthvað frá þessum leik [gegn Haukum]. Það er ekki nema mánuður síðan við spiluðum á móti Val síðast, þannig við eigum að vera vel undirbúnar fyrir það verkefni,“ sagði Kristjana Eir Jónsdóttir, þjálfari Fjölnis, að endingu. Subway-deild kvenna Fjölnir Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar – Fjölnir 90-74 | Heimakonur ekki í vandræðum Haukar lentu ekki í teljandi vandræðum með Fjölni í Subway-deild kvenna í körfubolta. Leik lauk með 16 stiga sigri Hauka sem eru áfram í 2. sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 19. mars 2023 20:15 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Sjá meira
„Ég er svekkt með margt en ánægð með eitthvað,“ sagði Kristjana í viðtali við Vísi eftir leik. „Við hættum ekki að berjast, við vorum að gera ákveðnar varnarfærslur vel og þegar við hlupum kerfin okkar rétt þá gekk það upp. Við vorum hins vegar að gefa þeim [Haukum] allt of mikið af opnum skotum og ég er minnst ánægð með það og orkuna sem við spiluðum með varnarlega á löngum köflum,“ svaraði Kristjana, aðspurð út í hvaða atriði hún væri ánægð með. Brittany Dinkins dróg vagninn í stigaskorun fyrir Fjölni í kvöld en Kristjana vill beina athyglinni að ungu stelpunum í liði Fjölnis en hún telur þær hafa fengið ósanngjarna gagnrýni á tímabilinu. „Ég er spurð út í Dinkins eftir hvern einasta leik. Svarið mitt breytist ekki neitt, það er gífurlegur munur að hafa hana í liðinu. Það sem mér finnst hins vegar verið minnst talað um í vetur eru ungu stelpurnar hjá okkur. Við erum með þrjá atvinnumenn og svo erum við með Shönnu [Dacanay] sem er eldri. Síðan eru allar hinar í 12. flokki eða yngri. Mér finnst eins og við höfum ekki fengið sanngjarna gagnrýni miðað við það. Við erum með Heiði [Karlsdóttur] sem er búin að vera frábær í síðustu leikjum, Stefanía [Hansen] er ekki hérna í kvöld en hún er búin að vera að stíga upp og svo er Bergdís [Anna Magnúsdóttir] búin að vera að koma inn með þvílíkan kraft. Þetta eru allt stelpur sem eru nýorðnar 18 ára.“ „Það er ekki oft sem lið eru að byggja svona mikið upp á varamönnum. Heiða [Ella Ásmundsdóttir] er 16 ára, hún er ekki einu sinni komin með æfingarakstur. Hún er að spila fullt af mínútum í dag og búinn að spila fullt af mínútum í vetur. Mér finnst þær vera búnar að fá ósanngjarna gagnrýni. Ég veit að Keflavík gerði þetta fyrir einhverjum árum en þegar Keflavík gerði þetta þá voru þær stelpur allar einum til tveim árum eldri heldur en þessar stelpur [í Fjölni] eru núna. Það sem hefur farið mest í mig er að ungu stelpurnar í Fjölni eru ekki að fá það kredit sem þær eiga skilið,“ sagði Kristjana Næsti leikur Fjölnis er á heimavelli gegn Val á miðvikudaginn. Kristjana telur sína stelpur vera vel undirbúnar fyrir þá viðureign. „Það sem við getum tekið jákvætt úr þessum leik er að við héldum áfram að berjast. Urté hélt áfram að skjóta og hún fór að hitta í lokin, sem er mjög gott. Það hefur svolítið háð henni að ef hún byrjar illa þá verður hún allt of pirruð en hún gerði það ekki í kvöld.“ „Við héldum áfram að berjast og það er það sem við ætlum að taka með okkur í næsta leik. Við ætlum samt frekar að byggja á fjórða leikhluta gegn Val úr síðasta leik, frekar en að byggja ofan á eitthvað frá þessum leik [gegn Haukum]. Það er ekki nema mánuður síðan við spiluðum á móti Val síðast, þannig við eigum að vera vel undirbúnar fyrir það verkefni,“ sagði Kristjana Eir Jónsdóttir, þjálfari Fjölnis, að endingu.
Subway-deild kvenna Fjölnir Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar – Fjölnir 90-74 | Heimakonur ekki í vandræðum Haukar lentu ekki í teljandi vandræðum með Fjölni í Subway-deild kvenna í körfubolta. Leik lauk með 16 stiga sigri Hauka sem eru áfram í 2. sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 19. mars 2023 20:15 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Sjá meira
Leik lokið: Haukar – Fjölnir 90-74 | Heimakonur ekki í vandræðum Haukar lentu ekki í teljandi vandræðum með Fjölni í Subway-deild kvenna í körfubolta. Leik lauk með 16 stiga sigri Hauka sem eru áfram í 2. sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 19. mars 2023 20:15
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti