Umfjöllun: ÍBV - Fram 24-27 | Framarar sóttu tvö mikilvæg stig til Eyja Einar Kárason skrifar 25. mars 2023 15:35 Sigtryggur Daði Rúnarsson. Vísir/Hulda Margrét Framarar gerðu sér lítið fyrir og unnu 27-24 sigur á ÍBV þegar liðin mættust í Vestmannaeyjum í Olísdeild karla í dag. Fram er nú aðeins einu stigi á eftir ÍBV í töflunni. Stutt var á milli liðanna í deild þegar Eyjamenn tóku á móti Fram í Vestmannaeyjum. Heimamenn hófu leikinn betur og voru sterkari aðilinn framan af en gestirnir aldrei langt undan. Staðan var 5-2 eftir rúmar fimm mínútur en Fram jafnaði leikinn með því að skora næstu þrjú mörkin. ÍBV var með forustuna stærsta part fyrri hálfleiks og var staðan 12-9 þegar skammt var eftir. En eins og áður komu gestirnir til baka og skoruðu fjögur mörk gegn einu og því jafnt, 13-13, þegar komið var inni í hálfleik. Markaskorun Fram í fyrri hálfleik dreifðist ekki mikið en tveir leikmenn áttu tíu af þessum þrettán mörkum. Gestirnir komu hinsvegar öflugir út í síðari hálfleik og komust yfir í fyrsta skipti í stöðunni 14-15 snemma í hálfleiknum. Eyjamenn áttu næstu tvö mörk en meðbyrinn var með gestunum. Leikurinn var gríðarlega jafn og aldrei meira en þrjú mörk milli liða. ÍBV jafnaði leikinn og komust yfir, 23-22 þegar innan við tíu mínútur eftir lifðu leiks en þá settu Safamýrarpiltar í fluggírinn og skoruðu fimm mörk gegn einu marki heimamanna. Niðurstaðan því þriggja marka sigur Fram á ÍBV, 24-27. Af hverju vann Fram? Eftir takmarkaðan sóknarleik í fyrri hálfleik komust fleiri menn á blað og ábyrgðin færðist yfir allt liðið. Markvarslan var góð og þegar líða tók á leikinn áttu gestirnir stærri orkuforða og gengu á lagið. Hverjir stóðu upp úr? Markverðir beggja liða, Pavel Mischevich og Breki Hrafn Árnason, áttu fína leiki og tóku nokkra stóra bolta. Kári Kristján Kristjánsson var markahæstur Eyjamanna með sex mörk, þar af fimm úr vítum. Arnór Viðarsson og Sigtryggur Daði Rúnarsson gerðu þrjú. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson var markahæstur allra en hann gerði sjö mörk fyrir Frammara, þar af fimm í fyrri hálfleiknum. Honum næstur var Arnar Snær Magnússon með fimm mörk, sem öll komu í fyrri hálfleik. Hvað gekk illa? Færanýting heimamanna var ekki nægilega góð en liðið skapaði sér urmul góðra færa sem fóru í súginn. Hvað gerist næst? ÍBV á útileik gegn Gróttu á laugardaginn eftir viku en Fram fær Hörð í heimsókn þann sama dag. Olís-deild karla ÍBV Fram
Framarar gerðu sér lítið fyrir og unnu 27-24 sigur á ÍBV þegar liðin mættust í Vestmannaeyjum í Olísdeild karla í dag. Fram er nú aðeins einu stigi á eftir ÍBV í töflunni. Stutt var á milli liðanna í deild þegar Eyjamenn tóku á móti Fram í Vestmannaeyjum. Heimamenn hófu leikinn betur og voru sterkari aðilinn framan af en gestirnir aldrei langt undan. Staðan var 5-2 eftir rúmar fimm mínútur en Fram jafnaði leikinn með því að skora næstu þrjú mörkin. ÍBV var með forustuna stærsta part fyrri hálfleiks og var staðan 12-9 þegar skammt var eftir. En eins og áður komu gestirnir til baka og skoruðu fjögur mörk gegn einu og því jafnt, 13-13, þegar komið var inni í hálfleik. Markaskorun Fram í fyrri hálfleik dreifðist ekki mikið en tveir leikmenn áttu tíu af þessum þrettán mörkum. Gestirnir komu hinsvegar öflugir út í síðari hálfleik og komust yfir í fyrsta skipti í stöðunni 14-15 snemma í hálfleiknum. Eyjamenn áttu næstu tvö mörk en meðbyrinn var með gestunum. Leikurinn var gríðarlega jafn og aldrei meira en þrjú mörk milli liða. ÍBV jafnaði leikinn og komust yfir, 23-22 þegar innan við tíu mínútur eftir lifðu leiks en þá settu Safamýrarpiltar í fluggírinn og skoruðu fimm mörk gegn einu marki heimamanna. Niðurstaðan því þriggja marka sigur Fram á ÍBV, 24-27. Af hverju vann Fram? Eftir takmarkaðan sóknarleik í fyrri hálfleik komust fleiri menn á blað og ábyrgðin færðist yfir allt liðið. Markvarslan var góð og þegar líða tók á leikinn áttu gestirnir stærri orkuforða og gengu á lagið. Hverjir stóðu upp úr? Markverðir beggja liða, Pavel Mischevich og Breki Hrafn Árnason, áttu fína leiki og tóku nokkra stóra bolta. Kári Kristján Kristjánsson var markahæstur Eyjamanna með sex mörk, þar af fimm úr vítum. Arnór Viðarsson og Sigtryggur Daði Rúnarsson gerðu þrjú. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson var markahæstur allra en hann gerði sjö mörk fyrir Frammara, þar af fimm í fyrri hálfleiknum. Honum næstur var Arnar Snær Magnússon með fimm mörk, sem öll komu í fyrri hálfleik. Hvað gekk illa? Færanýting heimamanna var ekki nægilega góð en liðið skapaði sér urmul góðra færa sem fóru í súginn. Hvað gerist næst? ÍBV á útileik gegn Gróttu á laugardaginn eftir viku en Fram fær Hörð í heimsókn þann sama dag.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik