Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 28-19 | Deildarmeistararnir steinlágu í Úlfarsárdalnum Kári Mímisson skrifar 1. apríl 2023 17:35 Perla Ruth Albertsdóttir var frábær í dag. Vísir/Hulda Margrét Fram vann stórkostlegan sigur á Bikar-og Deildarmeisturum ÍBV nú í dag. Liðin mættust í lokaumferð Olís-deildar kvenna í Úlfarsárdalnum. Lokatölur 28-19 fyrir Fram sem réðu lögum og lofum á vellinum í dag. Leikurinn byrjaði í þokkalegu jafnvægi og liðin skiptust á að skora fyrstu fimm mínúturnar en eftir það tóku Fram stúlkur við sér. Þær byrjuðu leikinn með vörnina mjög framarlega sem reyndist erfitt fyrir ÍBV. Hægt og rólega fór að stíga í sundur milli liðanna og Fram náði góðri forystu um miðbik fyrri hálfleiksins. Sóknarleikur ÍBV var ekkert í líkingu við það sem við höfum séð í vetur. Stórskyttur ÍBV áttu allar frekar dapran dag enda ekkert grín að mæta þessari Fram vörn og ekki amalegt þegar þú hefur eitt stykki Hafdísi Renötudóttur fyrir aftan hana. Hafdís varði 21 bolta (52 prósent) í dag og var gjörsamlega frábær eins og svo oft áður í vetur. Staðan í hálfleik 16-10 fyrir Fram og það var því nokkuð ljóst að Sigurður Bragason þyrfti aldeilis að ræða við sínar konur í hálfleik. ÍBV byrjaði seinni hálfleikinn betur og náði að minnka muninn niður í þrjú mörk þegar um það bil stundar fjórðungur var eftir af leiknum. Fram stúlkur undir stjórn Stefáns Arnarsonar héldu ró sinni og gerðu út um leikinn á síðustu tíu mínútunum og unnu að lokum afar sannfærandi sigur. Lokatölur í Úlfarsárdalnum 28-19 og liðið sem Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram, hélt að væri óstöðvandi var stöðvað og það á hans heimavelli. Atkvæðamest hjá Fram var Perla Ruth Albertsdóttir með 9 mörk. Hjá gestunum var það eins og svo oft áður Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir með 5 mörk. Af hverju vann Fram? Vörnin var gjörsamlega frábær í dag og Hafdís fyrir aftan hana jafnvel enn betri. ÍBV átti afar erfitt með að finna leiðina að markinu í dag og skildi engan undra með Hafdísi og Fram vörnina í þessu formi. Hverjar stóðu upp úr? Hafdís Renötudóttir og Steinunn Björnsdóttir fá þetta hiklaust hjá mér. Steinunn er kletturinn í vörninni og það hlýtur að vera þægilegt fyrir hana að vita af því að Hafdís sé fyrir aftan hana. Hvað gekk illa? Sóknarleikur ÍBV var hræðilegur eins og áður segir. Liðið átti engin svör og gekk afar illa að skora í dag. Hvað gerist næst? Fram mætir Haukum í úrslitakeppninni sem hefst 17. apríl. Sigri Fram stúlkur Hauka í þeirri rimmu mæta þær ÍBV í undanúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn. ÍBV fær smá pásu hins vegar á meðan Fram og Haukar keppa. Það er ekki annað hægt en að spyrja Stefán eftir svona frammistöðu hvort þetta hafi verið besti leikur Fram í vetur. „Vorum búin að leggja þennan leik vel upp í vikunni“ Stefán Arnarson, þjálfari Fram.Vísir/Hulda Margrét „Ég myndi segja það. Til að vinna ÍBV þarf að eiga góðan leik sem við áttum heldur betur hér í dag. Við vorum búin að leggja þennan leik vel upp í vikunni og í dag tókst það.“ Hversu mikilvægt er þetta upp á framhaldið í úrslitakeppninni. Þetta hlýtur að vera góður meðbyr fyrir hana? „Auðvitað gefur þetta okkur það. Við höfum verið í þessu fjórða sæti síðustu tvo mánuði og gott að enda deildina svona.“ Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram, sagði nýverið að þetta ÍBV lið væri nær óstöðvandi. Hversu gaman verður að hitta Einar hér á kaffistofunni í Úlfarsárdal næst? „Einar hefur oft margt gáfulegt að segja en hann er ekki fullkominn frekar en aðrir.“ Olís-deild kvenna Fram ÍBV Handbolti
Fram vann stórkostlegan sigur á Bikar-og Deildarmeisturum ÍBV nú í dag. Liðin mættust í lokaumferð Olís-deildar kvenna í Úlfarsárdalnum. Lokatölur 28-19 fyrir Fram sem réðu lögum og lofum á vellinum í dag. Leikurinn byrjaði í þokkalegu jafnvægi og liðin skiptust á að skora fyrstu fimm mínúturnar en eftir það tóku Fram stúlkur við sér. Þær byrjuðu leikinn með vörnina mjög framarlega sem reyndist erfitt fyrir ÍBV. Hægt og rólega fór að stíga í sundur milli liðanna og Fram náði góðri forystu um miðbik fyrri hálfleiksins. Sóknarleikur ÍBV var ekkert í líkingu við það sem við höfum séð í vetur. Stórskyttur ÍBV áttu allar frekar dapran dag enda ekkert grín að mæta þessari Fram vörn og ekki amalegt þegar þú hefur eitt stykki Hafdísi Renötudóttur fyrir aftan hana. Hafdís varði 21 bolta (52 prósent) í dag og var gjörsamlega frábær eins og svo oft áður í vetur. Staðan í hálfleik 16-10 fyrir Fram og það var því nokkuð ljóst að Sigurður Bragason þyrfti aldeilis að ræða við sínar konur í hálfleik. ÍBV byrjaði seinni hálfleikinn betur og náði að minnka muninn niður í þrjú mörk þegar um það bil stundar fjórðungur var eftir af leiknum. Fram stúlkur undir stjórn Stefáns Arnarsonar héldu ró sinni og gerðu út um leikinn á síðustu tíu mínútunum og unnu að lokum afar sannfærandi sigur. Lokatölur í Úlfarsárdalnum 28-19 og liðið sem Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram, hélt að væri óstöðvandi var stöðvað og það á hans heimavelli. Atkvæðamest hjá Fram var Perla Ruth Albertsdóttir með 9 mörk. Hjá gestunum var það eins og svo oft áður Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir með 5 mörk. Af hverju vann Fram? Vörnin var gjörsamlega frábær í dag og Hafdís fyrir aftan hana jafnvel enn betri. ÍBV átti afar erfitt með að finna leiðina að markinu í dag og skildi engan undra með Hafdísi og Fram vörnina í þessu formi. Hverjar stóðu upp úr? Hafdís Renötudóttir og Steinunn Björnsdóttir fá þetta hiklaust hjá mér. Steinunn er kletturinn í vörninni og það hlýtur að vera þægilegt fyrir hana að vita af því að Hafdís sé fyrir aftan hana. Hvað gekk illa? Sóknarleikur ÍBV var hræðilegur eins og áður segir. Liðið átti engin svör og gekk afar illa að skora í dag. Hvað gerist næst? Fram mætir Haukum í úrslitakeppninni sem hefst 17. apríl. Sigri Fram stúlkur Hauka í þeirri rimmu mæta þær ÍBV í undanúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn. ÍBV fær smá pásu hins vegar á meðan Fram og Haukar keppa. Það er ekki annað hægt en að spyrja Stefán eftir svona frammistöðu hvort þetta hafi verið besti leikur Fram í vetur. „Vorum búin að leggja þennan leik vel upp í vikunni“ Stefán Arnarson, þjálfari Fram.Vísir/Hulda Margrét „Ég myndi segja það. Til að vinna ÍBV þarf að eiga góðan leik sem við áttum heldur betur hér í dag. Við vorum búin að leggja þennan leik vel upp í vikunni og í dag tókst það.“ Hversu mikilvægt er þetta upp á framhaldið í úrslitakeppninni. Þetta hlýtur að vera góður meðbyr fyrir hana? „Auðvitað gefur þetta okkur það. Við höfum verið í þessu fjórða sæti síðustu tvo mánuði og gott að enda deildina svona.“ Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram, sagði nýverið að þetta ÍBV lið væri nær óstöðvandi. Hversu gaman verður að hitta Einar hér á kaffistofunni í Úlfarsárdal næst? „Einar hefur oft margt gáfulegt að segja en hann er ekki fullkominn frekar en aðrir.“
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik