Óvinur þjóðarinnar númer eitt er á leiðinni Jakob Bjarnar skrifar 19. maí 2023 12:06 Paul Watson sem um árabil var hataðasti maður á Íslandi, er á leið til landsins. Honum hefur tekist að strjúka þjóðarsálinni öfugt svo um munar í gegnum tíðina en ekki víst að hann verði eins óvelkominn nú og oft áður. Paul Watson hjá samtökunum Sea Shepherd er á leið til landsins. Hann hefur löngum talist einn helsti óvinur þjóðarinnar, einn sá sem þjóðinni er helst í nöp við, en það kann að hafa breyst eftir að út spurðist um ómannúðlegar veiðar á hvölum. „Við getum staðfest að Paul Watson er á leiðinni til Íslands í aðgerðir gegn hvalveiðum og hefur hann allan okkar stuðning. Við getum ekkert meira sagt um áætlanir Pauls á þessum tímapunkti,“ segir í svari Stellu Anton hjá Sea Shephard við fyrirspurn Vísis um hvort Paul Watson væri á leið til Íslands. Engar aðgerðir ef stjórnvöld gera viðeigandi ráðstafanir Stella Anton segir að þau hjá Sea Shephard haldi enn í vonina að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra afturkalli leyfi Hvals hf. til hvalveiða. „Og stöðvi þetta ólýsanlega grimma, umhverfisskemmandi og efnahagslega skaðlega blóðsport sem er skýrt brot á grein 21 í lögum nr. 55/2013 um velferð dýra.“ Þó Sea Shepherd vilji ekki gefa neitt uppi um áform Watson þá þarf ekki bókmenntafræðing til að átta sig á hótun sem felst í setningunni: „Engar aðgerðir á sjó verða nauðsynlegar ef stjórnvöld gera viðeigandi ráðstafanir.“ Hvalveiðarnar komust í sviðsljósið með látum í kjölfar nýrrar skýrslu Matvælastofnunar þar sem greint er frá því hvernig staðið er að veiðunum. Einn af hverjum hvölum var skotinn oftar en einu sinni, einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í fimm klukkustundir án árangurs. Um það er deilt hvort Svandís hafi á færi sínu að afturkalla veiðileyfi til Hvals hf. Kristján Þór Júlíusson, þáverandi landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra, veitti Hval hf leyfi til veiða á langreyði árið 2019 og gildir það út þetta ár. Og hvort það skapi ríkinu bótaskyldu. Svandís hefur hins vegar sagt að skýrslan hljóti að hafa áhrif á það hvort hvalveiðileyfi verði gefin út þegar þetta rennur út. Allra þjóða kvikindi í áhöfninni The Herald greindi frá því að skipið The John Paul Dejoria væri að undirbúa för til Íslands og áhöfnin muni gera það sem þarf til að stöðva veiðarnar. Vísir greindi frá því að Paul Watson væri væntanlegur en hann átti að koma í síðasta mánuði. Ekkert bólar á honum ennþá en The John Paul Dejoria fer fyrst frá Hull þar sem skipið var í slipp til Shetlands og New York en endanlegur áfangastaður sé Grænlandssund þar sem til stendur að elta íslenska hvalfangara uppi. Fjölmiðlar hafa reglulega boðið fram á samantekt um hverjir þeir séu sem þjóðinni er helst í nöp við. Hér er dæmi um slíka samantekt sem birtist í DV 9. febrúar 2018 og enn er Watson þar efstur á blaði þó liðin séu allmörg ár frá því að hann sökkti hvalveiðiskipunum 1986.skjáskot/timarit.is Skipstjórinn er Paul Watson, stofnandi bæði Greenpeace og Sea Shepherd Conservation Society. Áhöfnin er skipuð sjálfboðaliðum frá Kanada, Bandaríkjunum, Rússlandi, Ástralíu, Frakklandi, Þýskalandi, Spáni, Bretlandi, Suður-Afríku, Svíþjóð, Síle og Mexíkó. En af hverju er það fréttnæmt að Paul Watson sé væntanlegur? Ekki er víst að þeir sem yngri eru átti sig á því en honum hefur í gegnum tíðina, á árum áður, tekist að stjúka Íslendingum ítrekað öfugt það svo um munar. Um langt árabil var hann efstur á lista í samkvæmisleikjum, samantektum blaðanna, yfir þá sem eru helstu óvinir Íslands. Hefur storkað íslenskir þjóðarsál svo um munar Hin alþjóðlegu umhverfissamtök Sea Shepherd beita sér með áþreifanlegum hætti og árið 1986 sökktu þeir tveimur skipum úr hvalveiðiskipaflota Hvals hf. með því að skrúfa botlokur skipanna lausar. Myndir af þeim hryðjuverkum birtust á forsíðum allra blaða og brenndu sig í vitund þjóðarinnar. Forsíða Tímans. Myndir af hinum sokknu skipum í Reykjavíkurhöfn 1986 brenndu sig inn í vitund þjóðarinnar.skjáskot/timarit.is Fréttaflutningur um þann gjörning var mikill og á þeim nótum að um algera óhæfu væri að ræða; hryðjuverk af verstu tegund. Paul Watson, formaður Sea Shepherd gekkst við verknaðinum og hefur æ síðan verið reglulega til umfjöllunar í íslenskum fjölmiðlum. Og veitt viðtöl þar sem hann hefur storkað Íslendingum, annað hvort hefur honum ekki verið kunnugt um hversu lítil og viðkvæm þjóðin er eða honum er alveg sama. Í Fréttablaðinu 20. ágúst 2003 birtist ítarleg samantekt um Watson auk þess sem rætt er við manninn sem fer mikinn og vílar ekki fyrir sér að storka hinni íslensku þjóðarsál. Hann talar um að Íslendingar sýni heimsbyggðinni lítilsvirðingu með hvalveiðum sínum, vaði uppi og ráðskist með auðlindir hafsins. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. Ef til vill er afstaða þjóðarinnar til Paul Watson að mildast eftir að fram kom í skýrslu Mast að hvalveiðarnar væru einstaklega ómannúðlegar. En fullyrða má að Watson fær engan afslátt hjá Kristjáni.Vísir/Getty Þá var hann einu sinni sem oftar á leið til Íslands og sagði að ef Íslendingar vilji fara í hart og skjóta á skip sitt, sem þá var Farley Mowat, þá væri það bara hið besta mál. „Mér er alveg sama og það væri eiginlega best.“ Þetta var þegar Íslendingar höfðu ákveðið að hefja hvalveiðar á ný eftir hlé og Watson vandaði Íslendingum ekki kveðjurnar: „Íslendingar eru of andskoti heimskir til að skilja að náttúran hefur séð um sig sjálf í milljónir ára,“ sagði hann herskár við blaðamann Fréttablaðsins. Óvíst að Watson sé eins hataður og áður Eins og lætur nærri er Watson umdeildur maður, einnig meðal umhverfisverndarsinna. Fréttablaðið ræddi við þetta tækifæri við Árna Finnsson formann Náttúruverndarsamtaka Íslands, sem taldi einsýnt að aðgerð Sea Shepherd 1986 hafi skaðað umhverfismál á Íslandi verulega. „Ég held að samtökin hafi framlengt líf þeirrar hvalveiðistefnu sem þá var í gangi enda vonlaust fyrir nokkur stjórnvöld að hætta hvalveiðum eftir svona trakteringar,“ sagði Árni þá. Árið 1994 bauð vikublaðið Eintak upp á ítarlega úttekt á þeim sem teljast mega óvinir Íslands. Það voru einkum þeir sem hafa svívirt þjóðina á einn hátt eða anna. Þar er Paul Watson vitaskuld efstir á blaði ásamt sænska handboltakappanum Faxa sem löngum hefur farið í fínustu taugar landsmanna.skjáskot/timarit.is Fréttablaðið ræddi aftur við Watson aftur 2006 þar sem hann kallar Íslendinga „Norður-Kóreu hvalveiðiþjóða sem sýna almenningsáliti alls heimsins fyrirlitningu og hafi að engu regluverk alþjóðalaga“. Nú hefur Watson enn sett stímið á Ísland. Eins og þessi dæmi sýna, en af nægu er að taka, hefur Watson almennt þótt hundingi á Íslandi. Honum hefur tekist að móðga þjóð sem hefur nánast tekist að fullkomna móðgunargirni sem listform og skaðað hagsmuni hennar með hryðjuverkum. En miðað við viðbrögðin nú við áðurnefndri skýrslu er ekki víst að hann verði hataður af öllum almenningi sem fyrr þó fyrir liggi að hann verður seint hafður í hávegum hjá Kristjáni Loftssyni og hans fólki hjá Hval hf. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Hvalveiðar Tengdar fréttir Hyggjast gera allt til að stöðva hvalveiðar Íslendinga í eitt skipti fyrir öll Paul Watson, stofnandi baráttusamtakana Sea Shepherd, hyggst sigla skipinu John Paul Dejoria hingað til lands í apríl og gera allt sem í valdi hans stendur til að stöðva hvalveiðar við Ísland. 28. mars 2023 11:54 Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira
„Við getum staðfest að Paul Watson er á leiðinni til Íslands í aðgerðir gegn hvalveiðum og hefur hann allan okkar stuðning. Við getum ekkert meira sagt um áætlanir Pauls á þessum tímapunkti,“ segir í svari Stellu Anton hjá Sea Shephard við fyrirspurn Vísis um hvort Paul Watson væri á leið til Íslands. Engar aðgerðir ef stjórnvöld gera viðeigandi ráðstafanir Stella Anton segir að þau hjá Sea Shephard haldi enn í vonina að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra afturkalli leyfi Hvals hf. til hvalveiða. „Og stöðvi þetta ólýsanlega grimma, umhverfisskemmandi og efnahagslega skaðlega blóðsport sem er skýrt brot á grein 21 í lögum nr. 55/2013 um velferð dýra.“ Þó Sea Shepherd vilji ekki gefa neitt uppi um áform Watson þá þarf ekki bókmenntafræðing til að átta sig á hótun sem felst í setningunni: „Engar aðgerðir á sjó verða nauðsynlegar ef stjórnvöld gera viðeigandi ráðstafanir.“ Hvalveiðarnar komust í sviðsljósið með látum í kjölfar nýrrar skýrslu Matvælastofnunar þar sem greint er frá því hvernig staðið er að veiðunum. Einn af hverjum hvölum var skotinn oftar en einu sinni, einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í fimm klukkustundir án árangurs. Um það er deilt hvort Svandís hafi á færi sínu að afturkalla veiðileyfi til Hvals hf. Kristján Þór Júlíusson, þáverandi landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra, veitti Hval hf leyfi til veiða á langreyði árið 2019 og gildir það út þetta ár. Og hvort það skapi ríkinu bótaskyldu. Svandís hefur hins vegar sagt að skýrslan hljóti að hafa áhrif á það hvort hvalveiðileyfi verði gefin út þegar þetta rennur út. Allra þjóða kvikindi í áhöfninni The Herald greindi frá því að skipið The John Paul Dejoria væri að undirbúa för til Íslands og áhöfnin muni gera það sem þarf til að stöðva veiðarnar. Vísir greindi frá því að Paul Watson væri væntanlegur en hann átti að koma í síðasta mánuði. Ekkert bólar á honum ennþá en The John Paul Dejoria fer fyrst frá Hull þar sem skipið var í slipp til Shetlands og New York en endanlegur áfangastaður sé Grænlandssund þar sem til stendur að elta íslenska hvalfangara uppi. Fjölmiðlar hafa reglulega boðið fram á samantekt um hverjir þeir séu sem þjóðinni er helst í nöp við. Hér er dæmi um slíka samantekt sem birtist í DV 9. febrúar 2018 og enn er Watson þar efstur á blaði þó liðin séu allmörg ár frá því að hann sökkti hvalveiðiskipunum 1986.skjáskot/timarit.is Skipstjórinn er Paul Watson, stofnandi bæði Greenpeace og Sea Shepherd Conservation Society. Áhöfnin er skipuð sjálfboðaliðum frá Kanada, Bandaríkjunum, Rússlandi, Ástralíu, Frakklandi, Þýskalandi, Spáni, Bretlandi, Suður-Afríku, Svíþjóð, Síle og Mexíkó. En af hverju er það fréttnæmt að Paul Watson sé væntanlegur? Ekki er víst að þeir sem yngri eru átti sig á því en honum hefur í gegnum tíðina, á árum áður, tekist að stjúka Íslendingum ítrekað öfugt það svo um munar. Um langt árabil var hann efstur á lista í samkvæmisleikjum, samantektum blaðanna, yfir þá sem eru helstu óvinir Íslands. Hefur storkað íslenskir þjóðarsál svo um munar Hin alþjóðlegu umhverfissamtök Sea Shepherd beita sér með áþreifanlegum hætti og árið 1986 sökktu þeir tveimur skipum úr hvalveiðiskipaflota Hvals hf. með því að skrúfa botlokur skipanna lausar. Myndir af þeim hryðjuverkum birtust á forsíðum allra blaða og brenndu sig í vitund þjóðarinnar. Forsíða Tímans. Myndir af hinum sokknu skipum í Reykjavíkurhöfn 1986 brenndu sig inn í vitund þjóðarinnar.skjáskot/timarit.is Fréttaflutningur um þann gjörning var mikill og á þeim nótum að um algera óhæfu væri að ræða; hryðjuverk af verstu tegund. Paul Watson, formaður Sea Shepherd gekkst við verknaðinum og hefur æ síðan verið reglulega til umfjöllunar í íslenskum fjölmiðlum. Og veitt viðtöl þar sem hann hefur storkað Íslendingum, annað hvort hefur honum ekki verið kunnugt um hversu lítil og viðkvæm þjóðin er eða honum er alveg sama. Í Fréttablaðinu 20. ágúst 2003 birtist ítarleg samantekt um Watson auk þess sem rætt er við manninn sem fer mikinn og vílar ekki fyrir sér að storka hinni íslensku þjóðarsál. Hann talar um að Íslendingar sýni heimsbyggðinni lítilsvirðingu með hvalveiðum sínum, vaði uppi og ráðskist með auðlindir hafsins. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. Ef til vill er afstaða þjóðarinnar til Paul Watson að mildast eftir að fram kom í skýrslu Mast að hvalveiðarnar væru einstaklega ómannúðlegar. En fullyrða má að Watson fær engan afslátt hjá Kristjáni.Vísir/Getty Þá var hann einu sinni sem oftar á leið til Íslands og sagði að ef Íslendingar vilji fara í hart og skjóta á skip sitt, sem þá var Farley Mowat, þá væri það bara hið besta mál. „Mér er alveg sama og það væri eiginlega best.“ Þetta var þegar Íslendingar höfðu ákveðið að hefja hvalveiðar á ný eftir hlé og Watson vandaði Íslendingum ekki kveðjurnar: „Íslendingar eru of andskoti heimskir til að skilja að náttúran hefur séð um sig sjálf í milljónir ára,“ sagði hann herskár við blaðamann Fréttablaðsins. Óvíst að Watson sé eins hataður og áður Eins og lætur nærri er Watson umdeildur maður, einnig meðal umhverfisverndarsinna. Fréttablaðið ræddi við þetta tækifæri við Árna Finnsson formann Náttúruverndarsamtaka Íslands, sem taldi einsýnt að aðgerð Sea Shepherd 1986 hafi skaðað umhverfismál á Íslandi verulega. „Ég held að samtökin hafi framlengt líf þeirrar hvalveiðistefnu sem þá var í gangi enda vonlaust fyrir nokkur stjórnvöld að hætta hvalveiðum eftir svona trakteringar,“ sagði Árni þá. Árið 1994 bauð vikublaðið Eintak upp á ítarlega úttekt á þeim sem teljast mega óvinir Íslands. Það voru einkum þeir sem hafa svívirt þjóðina á einn hátt eða anna. Þar er Paul Watson vitaskuld efstir á blaði ásamt sænska handboltakappanum Faxa sem löngum hefur farið í fínustu taugar landsmanna.skjáskot/timarit.is Fréttablaðið ræddi aftur við Watson aftur 2006 þar sem hann kallar Íslendinga „Norður-Kóreu hvalveiðiþjóða sem sýna almenningsáliti alls heimsins fyrirlitningu og hafi að engu regluverk alþjóðalaga“. Nú hefur Watson enn sett stímið á Ísland. Eins og þessi dæmi sýna, en af nægu er að taka, hefur Watson almennt þótt hundingi á Íslandi. Honum hefur tekist að móðga þjóð sem hefur nánast tekist að fullkomna móðgunargirni sem listform og skaðað hagsmuni hennar með hryðjuverkum. En miðað við viðbrögðin nú við áðurnefndri skýrslu er ekki víst að hann verði hataður af öllum almenningi sem fyrr þó fyrir liggi að hann verður seint hafður í hávegum hjá Kristjáni Loftssyni og hans fólki hjá Hval hf.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Hvalveiðar Tengdar fréttir Hyggjast gera allt til að stöðva hvalveiðar Íslendinga í eitt skipti fyrir öll Paul Watson, stofnandi baráttusamtakana Sea Shepherd, hyggst sigla skipinu John Paul Dejoria hingað til lands í apríl og gera allt sem í valdi hans stendur til að stöðva hvalveiðar við Ísland. 28. mars 2023 11:54 Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira
Hyggjast gera allt til að stöðva hvalveiðar Íslendinga í eitt skipti fyrir öll Paul Watson, stofnandi baráttusamtakana Sea Shepherd, hyggst sigla skipinu John Paul Dejoria hingað til lands í apríl og gera allt sem í valdi hans stendur til að stöðva hvalveiðar við Ísland. 28. mars 2023 11:54