Umfjöllun og viðtöl: Þróttur - Selfoss 3-0 | Þróttur heldur í við toppliðin Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. júlí 2023 21:50 Katie Cousins er ávallt í stóru hlutverki hjá Þrótti. VÍSIR/VILHELM Þróttur vann öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti botnliði Selfoss í fyrsta leik 11. umferðar Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Með sigrinum stökk Þróttur upp í þriðja sæti deildarinnar, en Selfyssingar eru enn límdir við botninn. Það var blíðskaparveður í Laugardalnum þegar Selfoss heimsótti Þrótt í 11. Umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Leiknum lauk með 3-0 sigri heimaliðsins, mörkin skoruðu Katherine Cousins, Freyja Karín og Katla Tryggvadóttir. Þróttur fer með þessum sigri upp í þriðja sæti deildarinnar, en restin af leikjum umferðarinnar verða spilaðir á morgun og því gæti orðið einhver breyting á því. Selfoss situr sem fastast á botni deildarinnar með 7 stig eftir 11 leiki. Leikurinn var frá fyrstu mínútu algjör einstefna í átt að marki Selfoss. Sóknarleikur Þróttar gekk mjög smurt fyrir sig, þær sköpuðu sér hættuleg færi úr öllum áttum og voru óhræddar við að láta vaða á markið þegar plássið gafst. Eftir að hafa skorað rangstöðumark og átt skot í slá tókst Þrótti loksins að brjóta ísinn á 32. mínútu leiksins. Það var Katherine Cousins sem stangaði boltann í netið eftir glæsilega stoðsendingu Sæunnar Björnsdóttur. Þróttur hélt áfram að ógna marki Selfoss og uppskar annað mark rétt fyrir leikhlé. Þar kom Freyja Karín boltanum yfir línuna eftir skemmtilega stungusendingu Kötlu Tryggvadóttur. Seinni hálfleikur leiksins var gæðaminni en sá fyrri, Selfyssingum tókst að herða varnarleikinn og Þróttarar virkuðu saddir eftir mörkin tvö í fyrri hálfleik. En þrátt fyrir að verjast mun betur héldu vandræði Selfoss áfram þegar komið var fram á völlinn og liðinu tókst illa að skapa sér marktækifæri. Bæði lið virkuðu óáhugasöm undir lokin og það leit allt út fyrir að leikurinn myndi fjara út og enda með tveggja marka sigri Þróttar. En Katla Tryggvadóttir skoraði óvænt mark á síðustu mínútu uppbótartímans, lokaniðurstaðan 3-0 fyrir Þrótti. Af hverju vann Þróttur? Þróttarar voru heldur betur með púður í sínum byssum í þessum leik. Skutu alltaf í átt að marki þegar plássið gafst sem skapaði mikið óöryggi í varnarlínu Selfoss. Hverjar stóðu upp úr? Katla Tryggvadóttir er óumdeilanlega maður leiksins, skoraði mark, gaf stoðsendingu og var alltaf hættuleg þegar hún komst á boltann. Hvað gekk illa? Eftir fína byrjun, fyrstu fimm mínúturnar, sást augljóslega hvað lið Selfoss er með lítið sjálfstraust. Þróttarar skutu óspart að marki sem gerði andstæðingana óörugga og fékk þá til að falla aftar og aftar á völlinn. Hvað gerist næst? Þróttur heimsækir Stjörnuna næsta laugardag og Selfoss tekur á móti Val á sunnudaginn. Svo er vert að minnast á þá fjóra leiki sem fara fram í Bestu deildinni á morgun. Björn: „Það er lítið sjálfstraust í liðinu hjá mér núna“ Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss.Vísir/Diego Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, var ánægður með hvernig hans lið byrjaði leikinn en segir skort á sjálfstrausti vera að plaga liðið. „Mér fannst við byrja þennan leik á pari við þær, svo fáum við á okkur mark sem var mjög lélegt hjá okkur, eftir það erum við bara í eltingarleik.“ Gengi liðsins hefur verið langt undir væntingum framan af sumri, en þjálfarinn gefst ekki upp og reynir að breyta til í uppstillingu og leikskipulagi. Varnarmaðurinn Sif Atladóttir var í nýju hlutverki í kvöld og spilaði sem sóknarsinnaður miðjumaður. „Í byrjun skapaðist hætta í kringum Sif þegar hún var að hlaupa upp af miðjunni, en svo bara hættum við að þora að halda í boltann og hættum að leita að góðum valmöguleikum, þá bara tapar maður fyrir góðu liði eins og Þrótti.“ Þjálfarinn vonast þó til að hrista hópinn saman í hléinu sem er framundan, en áður en það skellur á mæta þær Íslandsmeisturum Vals. „Það er lítið sjálfstraust í liðinu hjá mér núna, það er bara eins það er þegar gengur illa þá er erfitt að vera ánægður með sjálfan sig. Við eigum einn leik fram að hlé og ætlum að nota hléið vel en við þurfum að mæta Valskonum með höfuðið uppi á sunnudaginn.“ Katla: „Þurfum að fara að ná í fleiri góð úrslit og stig“ Katla Tryggvadóttir lagði upp og skoraði í kvöld.Vísir/Tjörvi Týr Katla Tryggvadóttir lagði upp og skoraði mark í leiknum. Hún fann mikinn mun á spilamennsku liðsins milli hálfleika en er ánægð að hafa ekki fengið á sig mark. „Mér fannst við byrja frekar sterkt í fyrri hálfleik og vorum að keyra fullt á þær. Datt aðeins niður hjá okkur í seinni hálfleik en það er mjög sætt að geta haldið áfram hreinu.“ Þróttarkonur skutu óspart á markið, Katla segir það upplegg þjálfarans að nýta góða skotmenn liðsins. „Hann sagði við okkur fyrir leikinn að láta bara vaða þegar við fáum skotfæri fyrir utan teig, við erum með góða skotmenn í liðinu.“ Eftir 11 leiki er Þróttur í 3. sæti deildarinnar með 18 stig, Katla segir liðið þurfa að gera meira. „Þetta er búið að vera svolítið upp og niður hjá okkur finnst mér, við erum ekki búnar að halda markinu nógu oft hreinu, en ég held að það sé að koma núna, tveir leikir í röð. Spilamennskan er svona lala en við þurfum að fara að ná í fleiri góð úrslit og stig.“ Þróttur mætir næst Stjörnunni áður en deildin tekur sér þriggja vikna hlé, markmið liðsins fyrir þann leik eru skýr. „Við ætlum þangað að ná í þrjú stig.“ Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík UMF Selfoss
Þróttur vann öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti botnliði Selfoss í fyrsta leik 11. umferðar Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Með sigrinum stökk Þróttur upp í þriðja sæti deildarinnar, en Selfyssingar eru enn límdir við botninn. Það var blíðskaparveður í Laugardalnum þegar Selfoss heimsótti Þrótt í 11. Umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Leiknum lauk með 3-0 sigri heimaliðsins, mörkin skoruðu Katherine Cousins, Freyja Karín og Katla Tryggvadóttir. Þróttur fer með þessum sigri upp í þriðja sæti deildarinnar, en restin af leikjum umferðarinnar verða spilaðir á morgun og því gæti orðið einhver breyting á því. Selfoss situr sem fastast á botni deildarinnar með 7 stig eftir 11 leiki. Leikurinn var frá fyrstu mínútu algjör einstefna í átt að marki Selfoss. Sóknarleikur Þróttar gekk mjög smurt fyrir sig, þær sköpuðu sér hættuleg færi úr öllum áttum og voru óhræddar við að láta vaða á markið þegar plássið gafst. Eftir að hafa skorað rangstöðumark og átt skot í slá tókst Þrótti loksins að brjóta ísinn á 32. mínútu leiksins. Það var Katherine Cousins sem stangaði boltann í netið eftir glæsilega stoðsendingu Sæunnar Björnsdóttur. Þróttur hélt áfram að ógna marki Selfoss og uppskar annað mark rétt fyrir leikhlé. Þar kom Freyja Karín boltanum yfir línuna eftir skemmtilega stungusendingu Kötlu Tryggvadóttur. Seinni hálfleikur leiksins var gæðaminni en sá fyrri, Selfyssingum tókst að herða varnarleikinn og Þróttarar virkuðu saddir eftir mörkin tvö í fyrri hálfleik. En þrátt fyrir að verjast mun betur héldu vandræði Selfoss áfram þegar komið var fram á völlinn og liðinu tókst illa að skapa sér marktækifæri. Bæði lið virkuðu óáhugasöm undir lokin og það leit allt út fyrir að leikurinn myndi fjara út og enda með tveggja marka sigri Þróttar. En Katla Tryggvadóttir skoraði óvænt mark á síðustu mínútu uppbótartímans, lokaniðurstaðan 3-0 fyrir Þrótti. Af hverju vann Þróttur? Þróttarar voru heldur betur með púður í sínum byssum í þessum leik. Skutu alltaf í átt að marki þegar plássið gafst sem skapaði mikið óöryggi í varnarlínu Selfoss. Hverjar stóðu upp úr? Katla Tryggvadóttir er óumdeilanlega maður leiksins, skoraði mark, gaf stoðsendingu og var alltaf hættuleg þegar hún komst á boltann. Hvað gekk illa? Eftir fína byrjun, fyrstu fimm mínúturnar, sást augljóslega hvað lið Selfoss er með lítið sjálfstraust. Þróttarar skutu óspart að marki sem gerði andstæðingana óörugga og fékk þá til að falla aftar og aftar á völlinn. Hvað gerist næst? Þróttur heimsækir Stjörnuna næsta laugardag og Selfoss tekur á móti Val á sunnudaginn. Svo er vert að minnast á þá fjóra leiki sem fara fram í Bestu deildinni á morgun. Björn: „Það er lítið sjálfstraust í liðinu hjá mér núna“ Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss.Vísir/Diego Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, var ánægður með hvernig hans lið byrjaði leikinn en segir skort á sjálfstrausti vera að plaga liðið. „Mér fannst við byrja þennan leik á pari við þær, svo fáum við á okkur mark sem var mjög lélegt hjá okkur, eftir það erum við bara í eltingarleik.“ Gengi liðsins hefur verið langt undir væntingum framan af sumri, en þjálfarinn gefst ekki upp og reynir að breyta til í uppstillingu og leikskipulagi. Varnarmaðurinn Sif Atladóttir var í nýju hlutverki í kvöld og spilaði sem sóknarsinnaður miðjumaður. „Í byrjun skapaðist hætta í kringum Sif þegar hún var að hlaupa upp af miðjunni, en svo bara hættum við að þora að halda í boltann og hættum að leita að góðum valmöguleikum, þá bara tapar maður fyrir góðu liði eins og Þrótti.“ Þjálfarinn vonast þó til að hrista hópinn saman í hléinu sem er framundan, en áður en það skellur á mæta þær Íslandsmeisturum Vals. „Það er lítið sjálfstraust í liðinu hjá mér núna, það er bara eins það er þegar gengur illa þá er erfitt að vera ánægður með sjálfan sig. Við eigum einn leik fram að hlé og ætlum að nota hléið vel en við þurfum að mæta Valskonum með höfuðið uppi á sunnudaginn.“ Katla: „Þurfum að fara að ná í fleiri góð úrslit og stig“ Katla Tryggvadóttir lagði upp og skoraði í kvöld.Vísir/Tjörvi Týr Katla Tryggvadóttir lagði upp og skoraði mark í leiknum. Hún fann mikinn mun á spilamennsku liðsins milli hálfleika en er ánægð að hafa ekki fengið á sig mark. „Mér fannst við byrja frekar sterkt í fyrri hálfleik og vorum að keyra fullt á þær. Datt aðeins niður hjá okkur í seinni hálfleik en það er mjög sætt að geta haldið áfram hreinu.“ Þróttarkonur skutu óspart á markið, Katla segir það upplegg þjálfarans að nýta góða skotmenn liðsins. „Hann sagði við okkur fyrir leikinn að láta bara vaða þegar við fáum skotfæri fyrir utan teig, við erum með góða skotmenn í liðinu.“ Eftir 11 leiki er Þróttur í 3. sæti deildarinnar með 18 stig, Katla segir liðið þurfa að gera meira. „Þetta er búið að vera svolítið upp og niður hjá okkur finnst mér, við erum ekki búnar að halda markinu nógu oft hreinu, en ég held að það sé að koma núna, tveir leikir í röð. Spilamennskan er svona lala en við þurfum að fara að ná í fleiri góð úrslit og stig.“ Þróttur mætir næst Stjörnunni áður en deildin tekur sér þriggja vikna hlé, markmið liðsins fyrir þann leik eru skýr. „Við ætlum þangað að ná í þrjú stig.“
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti