Skólameistari MA leggst alfarið gegn vinnu í átt að sameiningu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. september 2023 20:13 „Í stöðuskýrslu stýrihóps ráðherra voru sett fram fjárhagsleg rök fyrir sameiningu skólanna sem standast enga skoðun og lagði ég til að umræddur kafli yrði felldur burt. Við því var ekki orðið,“ skrifar Karl í bréfi til starfsmanna MA. Vísir/Vilhelm/Stjórnarráðið Skólameistari Menntaskólans á Akureyri leggst nú alfarið gegn því að hefja vinnu um aukið samstarf skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Á meðan markmið menntamálaráðherra með sameiningunni sé að spara og hagræða sjái hann sér ekki fært að hald málinu áfram. Karl Frímannsson skólameistari MA sendi í dag bréf til allra starfsmanna skólans þar sem hann greindi frá afstöðu sinni. Norðlenski vefmiðillinn Akureyri.net greindi fyrst frá og birti bréfið í heild sinni. Í bréfinu segist Karl frá upphafi málsins hafa ítrekað talað gegn því að farið yrði í þá vinnu að auka samstarf skólanna ef markmiðið yrði að spara og skera niður. „Í stöðuskýrslu stýrihóps ráðherra voru sett fram fjárhagsleg rök fyrir sameiningu skólanna sem standast enga skoðun og lagði ég til að umræddur kafli yrði felldur burt. Við því var ekki orðið,“ skrifar Karl til starfsmanna. Þá segist hann ekki getað haldið málinu áfram á meðan Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segi málið til þess fallið að spara. „Eins og staðan er núna, þegar ráðherra á undanförnum dögum ítrekar í fjölmiðlum að markmið með vinnunni sé að spara og hagræða, sé ég mér ekki fært sem skólameistari MA að halda málinu áfram og leggst alfarið gegn því að hefja nokkra vinnu um aukið samstarf á þessum forsendum. Hef ég upplýst ráðherra um afstöðu mína,“ skrifar Karl jafnframt. Loks segir hann erfitt að að sjá málið þróast á þann veg sem raun ber vitni. Hann ítrekar að innan Menntaskólans á Akureyri starfi öflugur og framsækinn hópur sem vinni að farsælum breytingum í þágu nemenda og skólans. Fjölgar í hópi mótfallinna Miklar umræður hafa skapast vegna áforma um mögulega sameiningu MA og VMA. Nemendur MA blésu fyrr í mánuðinum til mótmæla á Ráðhústorgi vegna málsins. Krista Sól Guðjónsdóttir forseti nemendafélags MA sagði nemendur sjokkeraða yfir áformunum. Þá sendi Kennarafélag MA frá sér yfirlýsingu í síðustu viku þar sem fram kom að félagið væri alfarið á móti sameiningu skólanna og skori á ráðherra að falla frá áformunum. Þá sagði félagið skýrslu starfshóps um málið fulla af þversögnum. Loks hefur Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknar skorað á Ásmund, flokksbróður sinn, að endurskoða vinnu og markmið með sameiningu MA og VMA með það að leiðarljósi að efla nám framhaldsskólanna í breiðu samráði. Hún segir að það verði að gefa svigrúm til þess að umræðan geti átt sér stað á málefnalegum grundvelli, með það að endamarkmiði að framhaldsskólasamfélagið á Akureyri verði það öflugasta á landinu. Akureyri Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Fleiri fréttir Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Sjá meira
Karl Frímannsson skólameistari MA sendi í dag bréf til allra starfsmanna skólans þar sem hann greindi frá afstöðu sinni. Norðlenski vefmiðillinn Akureyri.net greindi fyrst frá og birti bréfið í heild sinni. Í bréfinu segist Karl frá upphafi málsins hafa ítrekað talað gegn því að farið yrði í þá vinnu að auka samstarf skólanna ef markmiðið yrði að spara og skera niður. „Í stöðuskýrslu stýrihóps ráðherra voru sett fram fjárhagsleg rök fyrir sameiningu skólanna sem standast enga skoðun og lagði ég til að umræddur kafli yrði felldur burt. Við því var ekki orðið,“ skrifar Karl til starfsmanna. Þá segist hann ekki getað haldið málinu áfram á meðan Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segi málið til þess fallið að spara. „Eins og staðan er núna, þegar ráðherra á undanförnum dögum ítrekar í fjölmiðlum að markmið með vinnunni sé að spara og hagræða, sé ég mér ekki fært sem skólameistari MA að halda málinu áfram og leggst alfarið gegn því að hefja nokkra vinnu um aukið samstarf á þessum forsendum. Hef ég upplýst ráðherra um afstöðu mína,“ skrifar Karl jafnframt. Loks segir hann erfitt að að sjá málið þróast á þann veg sem raun ber vitni. Hann ítrekar að innan Menntaskólans á Akureyri starfi öflugur og framsækinn hópur sem vinni að farsælum breytingum í þágu nemenda og skólans. Fjölgar í hópi mótfallinna Miklar umræður hafa skapast vegna áforma um mögulega sameiningu MA og VMA. Nemendur MA blésu fyrr í mánuðinum til mótmæla á Ráðhústorgi vegna málsins. Krista Sól Guðjónsdóttir forseti nemendafélags MA sagði nemendur sjokkeraða yfir áformunum. Þá sendi Kennarafélag MA frá sér yfirlýsingu í síðustu viku þar sem fram kom að félagið væri alfarið á móti sameiningu skólanna og skori á ráðherra að falla frá áformunum. Þá sagði félagið skýrslu starfshóps um málið fulla af þversögnum. Loks hefur Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknar skorað á Ásmund, flokksbróður sinn, að endurskoða vinnu og markmið með sameiningu MA og VMA með það að leiðarljósi að efla nám framhaldsskólanna í breiðu samráði. Hún segir að það verði að gefa svigrúm til þess að umræðan geti átt sér stað á málefnalegum grundvelli, með það að endamarkmiði að framhaldsskólasamfélagið á Akureyri verði það öflugasta á landinu.
Akureyri Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Fleiri fréttir Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Sjá meira