Bílabrunarnir á Akureyri: Karlmaður kærður fyrir hótanir í garð sakbornings Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. október 2023 19:05 Tveir bílabrunar urðu á Akureyri um miðjan september. Grunað er að um íkveikjur ræði. Vísir/Vilhelm Foreldrar sautján ára stráks sem grunaður er um eina af tveimur meintum íkveikjum á Akureyri um miðjan september hafa kært karlmann fyrir hótanir í garð stráksins í aðdraganda brunanna. Eigendur bíla sem urðu fyrri íkveikjunni að bráð hafa enn ekki verið boðaðir í skýrslutöku vegna málsins. Aðfaranótt 8. september var lögreglunni á Akureyri tilkynnt um eldsvoða í bifreið í Naustahverfi. Sjö klukkustundum síðar var tilkynnt um annan bílaruna í sama hverfi. Lögregla handtók fimm manns í tengslum við málið, en talið er að um íkveikjur ræði. Í tilkynningu sagðist lögregla sjá fram á umfangsmikla rannsókn. Lögreglan á Norðurlandi Eystra staðfesti við RÚV, sem greindi fyrst frá, að tveimur þeirra sem handteknir voru var sleppt daginn eftir og hinir þrír verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Einn þeirra er sautján ára drengur en hann var vistaður í úrræði á vegum barnaverndar. Drengurinn er grunaður um aðild að fyrri íkveikjunni en samkvæmt verjanda hans neitar hann sök. Sigurður Freyr Sigurðsson, verjandi stráksins, staðfesti í samtali við Vísi að enginn þeirra bíleigenda sem urðu fyrir fyrri brunanum hafi verið boðaðir í skýrslutöku og að bíll í eigu foreldra drengsins hafi brunnið. Foreldrarnir hafi nú engar upplýsingar um gang mála. Þá staðfesti hann að foreldrar drengsins hafi lagt fram kæru á hendur karlmanns fyrir hótanir í garð hans í aðdraganda brunans. Hótanirnar hafi bæði komið fram í samfélagsmiðlafærslu og í símtölum. Maðurinn á að hafa birt mynd af drengnum og sagt eitthvað í þá átt að hann ætti stefnumót með honum. Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi Eystra sagði lögreglu hafa talað við alla sem málið snertir, í samtali við RÚV. Þá gat hann ekki tjáð sig um hvort lögregla ætti eftir að boða einhvern í skýrslutöku á ný. Lögreglumál Akureyri Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Fleiri fréttir Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Sjá meira
Aðfaranótt 8. september var lögreglunni á Akureyri tilkynnt um eldsvoða í bifreið í Naustahverfi. Sjö klukkustundum síðar var tilkynnt um annan bílaruna í sama hverfi. Lögregla handtók fimm manns í tengslum við málið, en talið er að um íkveikjur ræði. Í tilkynningu sagðist lögregla sjá fram á umfangsmikla rannsókn. Lögreglan á Norðurlandi Eystra staðfesti við RÚV, sem greindi fyrst frá, að tveimur þeirra sem handteknir voru var sleppt daginn eftir og hinir þrír verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Einn þeirra er sautján ára drengur en hann var vistaður í úrræði á vegum barnaverndar. Drengurinn er grunaður um aðild að fyrri íkveikjunni en samkvæmt verjanda hans neitar hann sök. Sigurður Freyr Sigurðsson, verjandi stráksins, staðfesti í samtali við Vísi að enginn þeirra bíleigenda sem urðu fyrir fyrri brunanum hafi verið boðaðir í skýrslutöku og að bíll í eigu foreldra drengsins hafi brunnið. Foreldrarnir hafi nú engar upplýsingar um gang mála. Þá staðfesti hann að foreldrar drengsins hafi lagt fram kæru á hendur karlmanns fyrir hótanir í garð hans í aðdraganda brunans. Hótanirnar hafi bæði komið fram í samfélagsmiðlafærslu og í símtölum. Maðurinn á að hafa birt mynd af drengnum og sagt eitthvað í þá átt að hann ætti stefnumót með honum. Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi Eystra sagði lögreglu hafa talað við alla sem málið snertir, í samtali við RÚV. Þá gat hann ekki tjáð sig um hvort lögregla ætti eftir að boða einhvern í skýrslutöku á ný.
Lögreglumál Akureyri Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Fleiri fréttir Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Sjá meira