Umfjöllun og myndir: Valur - Haukar 32-28 | Valskonur í undanúrslit Kári Mímisson skrifar 6. febrúar 2024 22:37 Vísir/Hulda Margrét Toppliðin í Olís-deild kvenna, Valur og Haukar, mættust í átta liða úrslitum Poweradebikars kvenna nú í kvöld. Leikið var á Hlíðarenda þar sem heimakonur sigruðu 32-28 í spennandi leik og tryggðu sig í leiðinni í bikarhelgina sem fer fram í næsta mánuði. Leikurinn fór hægt af stað hér á Hlíðarenda í dag og það var greinilega einhver spennan í báðum liðum sem áttu erfitt með að finna netið hér í upphafi leiks. Það hrökk hins vegar allt í gang hjá báðum liðum þegar seinni hálfleikur var rúmlega hálfnaður en á mjög skömmum tíma breytist staðan úr 5-5 yfir 14-11 fyrir Val sem voru klárlega betra liðið á vellinum þó svo að sprækar Haukastúlkur misstu þær aldrei of langt fram úr sér. Undir lok fyrri hálfleiks dró til tíðinda. Haukar fóru í sókn og freistuðu þess að ná að minnka muninn niður í tvö mörk fyrir hálfleik en vörn Vals stóð vel á lokasekúndunum. Haukar fengu þó aukakast sem Inga Dís Jóhannsdóttir tók sem endaði beint í andlitinu á Hildi Björnsdóttur. Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson, dómarar leiksins ræddu sín á milli en ákváðu að lokum að sleppa því að gefa Ingu Dís rautt spjald. Afskaplega óheppilegt atvik en Valsarar voru allt annað en sáttir með þessa ákvörðun. Staðan í hálfleik 17-14 fyrir heimakonur. Vísir/Hulda Margrét Valskonur tókst að halda Haukum áfram frá sér í upphafi seinni hálfleiks en þegar um 10 mínútur voru liðnar í síðari hálfleiknum náðu Haukar frábærum kafla og tókst að jafna í 23-23 þegar tæplega 10 mínútur voru eftir af leiknum og allt stefndi í æsispennandi lokamínútur þar sem sprækt lið Hauka var til alls líklegt með þær Elínu Klöru og Söru Odden í miklum ham. Vísir/Hulda Margrét En Valskonur sýndu það af hverju þær eru á toppnum í deildinni og skiptu um gír á síðustu mínútunum. Þær skoruðu átta mörk gegn fjórum á síðustu á lokakafla leiksins og sigruðu að lokum 32-28 og tryggðu sig í leiðinni í bikarhelgina í Laugardalshöll sem fer fram 6.-9. mars. Vísir/Hulda Margrét Thea Imani Sturludóttir var atkvæða mest í liði Vals með tíu mörk úr þrettán skotum. Næst á eftir henni var það Þórey Anna Ásgeirsdóttir með sjö mörk úr níu skotum þar af fjögur víti. Sara Sif Helgadóttir stóð allan tíman í marki Vals fyrir utan eitt víti og varði 10 skot (27 prósent). Hjá gestunum voru þær Sara Odden og Elín Klara Þorkelsdóttir báðar með 10 mörk, Sara úr 14 skotum og Elín úr 13 skotum. Margrét Einarsdóttir stóð lengst af í marki Hauka og varði átta skot (23,5 prósent) og Elísa Helga Sigurðardóttir fékk svo að spreyta sig undir lokin en tókst ekki að verja bolta. Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Valur? Liðið fékk framlag frá fleiri einstaklingum í kvöld og það er sennilega það sem gerði það að verkum að liðið vann í dag. Þegar maður hélt að þær væru að missa þetta þá einhvern veginn gáfu þær bara í og þunnskipaðar Haukastúlkur réðu lítið við það. Hverjar stóðu upp úr? Thea Imani var frábær í dag hjá Val, bæði í vörn og sókn. Þegar allt var í odda í seinni hálfleik steig Thea mjög vel upp og dró vagninn fyrir Val. Það verður svo að nefna þær Söru Odden og Elínu Klöru. Þær tvær eru með yfir 70 prósent af mörkum Hauka í dag en því miður þá dugðu stórleikir frá þeim ekki í dag. Vísir/Hulda Margrét Hvað gekk illa? Haukar þurfa framlög frá fleirum. Ég er ansi hræddur um að liðið sé of þunnskipað eins og staðan er núna til að gera tilkall í mál þetta árið en miða við hvað liðið hefur verið á mikilli uppleið undanfarið ár þá veit maður aldrei. Hvað gerist næst? Valur er á leið í Höllina þar sem liðið leikur til undanúrslita þar sem mögulegir mótherjar liðsins eru Selfoss og ÍR sem tryggðu sig sömuleiðis í undanúrslitin í kvöld eða Stjarnan og Grótta sem mætast á morgun í lokaleik átta-liða úrslitanna. Valur fær annars ÍBV í heimsókn til sín nú á föstudaginn í deildinni á meðan Haukar fara í Mosfellsbæ þar sem þær mæta Aftureldingu. Powerade-bikarinn Valur Haukar
Toppliðin í Olís-deild kvenna, Valur og Haukar, mættust í átta liða úrslitum Poweradebikars kvenna nú í kvöld. Leikið var á Hlíðarenda þar sem heimakonur sigruðu 32-28 í spennandi leik og tryggðu sig í leiðinni í bikarhelgina sem fer fram í næsta mánuði. Leikurinn fór hægt af stað hér á Hlíðarenda í dag og það var greinilega einhver spennan í báðum liðum sem áttu erfitt með að finna netið hér í upphafi leiks. Það hrökk hins vegar allt í gang hjá báðum liðum þegar seinni hálfleikur var rúmlega hálfnaður en á mjög skömmum tíma breytist staðan úr 5-5 yfir 14-11 fyrir Val sem voru klárlega betra liðið á vellinum þó svo að sprækar Haukastúlkur misstu þær aldrei of langt fram úr sér. Undir lok fyrri hálfleiks dró til tíðinda. Haukar fóru í sókn og freistuðu þess að ná að minnka muninn niður í tvö mörk fyrir hálfleik en vörn Vals stóð vel á lokasekúndunum. Haukar fengu þó aukakast sem Inga Dís Jóhannsdóttir tók sem endaði beint í andlitinu á Hildi Björnsdóttur. Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson, dómarar leiksins ræddu sín á milli en ákváðu að lokum að sleppa því að gefa Ingu Dís rautt spjald. Afskaplega óheppilegt atvik en Valsarar voru allt annað en sáttir með þessa ákvörðun. Staðan í hálfleik 17-14 fyrir heimakonur. Vísir/Hulda Margrét Valskonur tókst að halda Haukum áfram frá sér í upphafi seinni hálfleiks en þegar um 10 mínútur voru liðnar í síðari hálfleiknum náðu Haukar frábærum kafla og tókst að jafna í 23-23 þegar tæplega 10 mínútur voru eftir af leiknum og allt stefndi í æsispennandi lokamínútur þar sem sprækt lið Hauka var til alls líklegt með þær Elínu Klöru og Söru Odden í miklum ham. Vísir/Hulda Margrét En Valskonur sýndu það af hverju þær eru á toppnum í deildinni og skiptu um gír á síðustu mínútunum. Þær skoruðu átta mörk gegn fjórum á síðustu á lokakafla leiksins og sigruðu að lokum 32-28 og tryggðu sig í leiðinni í bikarhelgina í Laugardalshöll sem fer fram 6.-9. mars. Vísir/Hulda Margrét Thea Imani Sturludóttir var atkvæða mest í liði Vals með tíu mörk úr þrettán skotum. Næst á eftir henni var það Þórey Anna Ásgeirsdóttir með sjö mörk úr níu skotum þar af fjögur víti. Sara Sif Helgadóttir stóð allan tíman í marki Vals fyrir utan eitt víti og varði 10 skot (27 prósent). Hjá gestunum voru þær Sara Odden og Elín Klara Þorkelsdóttir báðar með 10 mörk, Sara úr 14 skotum og Elín úr 13 skotum. Margrét Einarsdóttir stóð lengst af í marki Hauka og varði átta skot (23,5 prósent) og Elísa Helga Sigurðardóttir fékk svo að spreyta sig undir lokin en tókst ekki að verja bolta. Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Valur? Liðið fékk framlag frá fleiri einstaklingum í kvöld og það er sennilega það sem gerði það að verkum að liðið vann í dag. Þegar maður hélt að þær væru að missa þetta þá einhvern veginn gáfu þær bara í og þunnskipaðar Haukastúlkur réðu lítið við það. Hverjar stóðu upp úr? Thea Imani var frábær í dag hjá Val, bæði í vörn og sókn. Þegar allt var í odda í seinni hálfleik steig Thea mjög vel upp og dró vagninn fyrir Val. Það verður svo að nefna þær Söru Odden og Elínu Klöru. Þær tvær eru með yfir 70 prósent af mörkum Hauka í dag en því miður þá dugðu stórleikir frá þeim ekki í dag. Vísir/Hulda Margrét Hvað gekk illa? Haukar þurfa framlög frá fleirum. Ég er ansi hræddur um að liðið sé of þunnskipað eins og staðan er núna til að gera tilkall í mál þetta árið en miða við hvað liðið hefur verið á mikilli uppleið undanfarið ár þá veit maður aldrei. Hvað gerist næst? Valur er á leið í Höllina þar sem liðið leikur til undanúrslita þar sem mögulegir mótherjar liðsins eru Selfoss og ÍR sem tryggðu sig sömuleiðis í undanúrslitin í kvöld eða Stjarnan og Grótta sem mætast á morgun í lokaleik átta-liða úrslitanna. Valur fær annars ÍBV í heimsókn til sín nú á föstudaginn í deildinni á meðan Haukar fara í Mosfellsbæ þar sem þær mæta Aftureldingu.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik