Heilsugæslustöðin á Akureyri í nýtt húsnæði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. febrúar 2024 15:04 Nýtt húsnæði er við Sunnuhlíð 12 á Akureyri. Heilsugæslustöðin á Akureyri flytur og mun opna í nýju húsnæði mánudaginn 19. febrúar næstkomandi við Sunnuhlíð 12 á Akureyri. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að á stöðinni verði öll almenn læknaþjónusta, hjúkrunarmóttaka, meðgönguvernd, ung- og smábarnavernd auk annarrar þjónustu fyrir íbúa á Akureyri og nærsveitarfélög. Húsnæðið er sérhannað sem heilsugæslustöð, en umfangsmiklar endurbætur og uppbyggingar hafa staðið yfir í tæp tvö ár. „Þetta er langþráð breyting og mikilvæg tímamót,“ segir Jón Torfi Halldórsson, yfirlæknir á heilsugæslunni á Akureyri. „Í rúm fjörutíu ár hefur heilsugæslustöðin verið í ófullnægjandi húsnæði með erfiðri aðkomu en opnar núna í sérhönnuðu húsnæði með þægilegri og til muna betri aðkomu fyrir okkar skjólstæðinga. Starfsemin verður öll á einni hæð sem gefur mikil tækifæri fyrir starfsfólk til að bæta þjónustuna með aukinni þverfaglegri samvinnu.“ Frá hinni nýju heilsugæslustöð. „Það er okkur öllum mikið ánægjuefni og tilhlökkun að flytja í nýtt fallegt húsnæði,“ segir Inga Lára Símonardóttir, yfirhjúkrunarfræðingur á heilsugæslunni á Akureyri. „Spennandi tímar eru framundan og þetta gefur okkur mikil tækifæri til að þróa þjónustuna enn frekar til hagsbóta fyrir okkar skjólstæðinga.. Við á heilsugæslunni óskum starfsmönnum og skjólstæðingum okkar til hamingju með þennan langþráða áfanga.“ Vegna flutninga yfir á nýja heilsugæslustöð verður þjónusta heilsugæslunnar í Hafnarstræti takmörkuð dagana 14. til 16. febrúar, nema bráðaþjónusta sem áfram verður sinnt að fullu í Hafnarstræti til og með 18. febrúar. Beðist er velvirðingar á óþægindum vegna þessa, að því er segir í tilkynningunni. Akureyri Heilsugæsla Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Sjá meira
Þar segir að á stöðinni verði öll almenn læknaþjónusta, hjúkrunarmóttaka, meðgönguvernd, ung- og smábarnavernd auk annarrar þjónustu fyrir íbúa á Akureyri og nærsveitarfélög. Húsnæðið er sérhannað sem heilsugæslustöð, en umfangsmiklar endurbætur og uppbyggingar hafa staðið yfir í tæp tvö ár. „Þetta er langþráð breyting og mikilvæg tímamót,“ segir Jón Torfi Halldórsson, yfirlæknir á heilsugæslunni á Akureyri. „Í rúm fjörutíu ár hefur heilsugæslustöðin verið í ófullnægjandi húsnæði með erfiðri aðkomu en opnar núna í sérhönnuðu húsnæði með þægilegri og til muna betri aðkomu fyrir okkar skjólstæðinga. Starfsemin verður öll á einni hæð sem gefur mikil tækifæri fyrir starfsfólk til að bæta þjónustuna með aukinni þverfaglegri samvinnu.“ Frá hinni nýju heilsugæslustöð. „Það er okkur öllum mikið ánægjuefni og tilhlökkun að flytja í nýtt fallegt húsnæði,“ segir Inga Lára Símonardóttir, yfirhjúkrunarfræðingur á heilsugæslunni á Akureyri. „Spennandi tímar eru framundan og þetta gefur okkur mikil tækifæri til að þróa þjónustuna enn frekar til hagsbóta fyrir okkar skjólstæðinga.. Við á heilsugæslunni óskum starfsmönnum og skjólstæðingum okkar til hamingju með þennan langþráða áfanga.“ Vegna flutninga yfir á nýja heilsugæslustöð verður þjónusta heilsugæslunnar í Hafnarstræti takmörkuð dagana 14. til 16. febrúar, nema bráðaþjónusta sem áfram verður sinnt að fullu í Hafnarstræti til og með 18. febrúar. Beðist er velvirðingar á óþægindum vegna þessa, að því er segir í tilkynningunni.
Akureyri Heilsugæsla Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Sjá meira