Líkur á eldgosi á næstu klukkustundum eða dögum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2024 11:39 Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir mögulegt að bresti á með eldgosi á næstu klukkutímum en líklegar á næstu sólarhringum. Vísir/Einar Átta milljón rúmmetrar af kviku hafa safnast upp undir Svartsengi. Jarðeðlisfræðingur telur líklegt að bresti á með eldgosi á næstu klukkutímum eða dögum. Hættustig á nokkrum svæðum í kringum Svartsengi var hækkað síðdegis í gær og nú hafa um átta milljónir rúmmetra á kviku safnast saman undir Svartsengi. Miðað við fyrri eldgos hafa líkur á gosi aukist þegar magnið nær átta til þrettán milljón rúmmetrum og náðust neðri mörkin þannig í dag. „Það safnast stöðugt þarna fyrir og þetta er svipað eins og Elliðaárnar, sem er að flæða þarna inn af kviku. Þetta eru 5-6 rúmmetrar á sekúndu. Það er hálf milljón rúmmetra á sólarhring og nú er komið á það stig sem hefur brostið á með gosi upp úr þessu. Ef þetta hegðar sér eins gæti það alveg gerst núna á næstu klukkustundum en líklegt að það gerist á næstu dögum,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur. Ómögulegt sé að segja nákvæmlega til um hvenær gosið fer af stað. „Við erum bara undir þetta búin og svo tökum við því sem höndum ber.“ Hann varar enn við því að líklegt sé að lítill sem enginn fyrirvari verði á eldgosinu, enda greið leið fyrir kvikuna upp á yfirborðið. Lítil skjálftavirkni hefur mælst í kvikuganginum undanfarna daga. „Sem að segir okkur ekkert sérstaklega mikið. Það hefur verið frekar hvasst og þá er næmni kerfisins ekki jafn mikil. Það er erfitt að draga miklar ályktanir en enn sem komið er segir ekkert að þetta sé að byrja. Það er líklegt að það gerist á næstu sólarhringum.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Bein útsending frá Þorbirni Veðurstofan hefur uppfært hættumat sitt fyrir umbrotssvæðin við Svartsengi og Grindavík. „Eldgos gæti hafist með mjög stuttum fyrirvara, jafnvel innan við 30 mínútur,“ sagði í frétt á vef Veðurstofunnar í gær. 27. febrúar 2024 09:30 Nýtt hraun á Reykjanesi nýtur ekki sömu verndar og annað hraun Eftir að ný lög voru samþykkt í nóvember um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga þurfa yfirvöld ekki að leita umsagnar Umhverfisstofnunar lengur með hefðbundnum hætti þegar raska á til dæmis nýju hrauni. Yfirvöld eiga samráð við stofnunina en miklu takmarkaðri hætti en kveður á um í náttúruverndarlögum. 27. febrúar 2024 06:46 Ekki skynsamlegt að gista í Grindavík Auknar líkur eru taldar á gosi á Reykjanesi og kvikumagnið undir Svarstengi mun líklega á morgun ná neðri mörkum þess sem hefur safnast saman í kvikuhólfinu fyrir síðustu eldgos. 26. febrúar 2024 20:00 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Fleiri fréttir Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Sjá meira
Hættustig á nokkrum svæðum í kringum Svartsengi var hækkað síðdegis í gær og nú hafa um átta milljónir rúmmetra á kviku safnast saman undir Svartsengi. Miðað við fyrri eldgos hafa líkur á gosi aukist þegar magnið nær átta til þrettán milljón rúmmetrum og náðust neðri mörkin þannig í dag. „Það safnast stöðugt þarna fyrir og þetta er svipað eins og Elliðaárnar, sem er að flæða þarna inn af kviku. Þetta eru 5-6 rúmmetrar á sekúndu. Það er hálf milljón rúmmetra á sólarhring og nú er komið á það stig sem hefur brostið á með gosi upp úr þessu. Ef þetta hegðar sér eins gæti það alveg gerst núna á næstu klukkustundum en líklegt að það gerist á næstu dögum,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur. Ómögulegt sé að segja nákvæmlega til um hvenær gosið fer af stað. „Við erum bara undir þetta búin og svo tökum við því sem höndum ber.“ Hann varar enn við því að líklegt sé að lítill sem enginn fyrirvari verði á eldgosinu, enda greið leið fyrir kvikuna upp á yfirborðið. Lítil skjálftavirkni hefur mælst í kvikuganginum undanfarna daga. „Sem að segir okkur ekkert sérstaklega mikið. Það hefur verið frekar hvasst og þá er næmni kerfisins ekki jafn mikil. Það er erfitt að draga miklar ályktanir en enn sem komið er segir ekkert að þetta sé að byrja. Það er líklegt að það gerist á næstu sólarhringum.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Bein útsending frá Þorbirni Veðurstofan hefur uppfært hættumat sitt fyrir umbrotssvæðin við Svartsengi og Grindavík. „Eldgos gæti hafist með mjög stuttum fyrirvara, jafnvel innan við 30 mínútur,“ sagði í frétt á vef Veðurstofunnar í gær. 27. febrúar 2024 09:30 Nýtt hraun á Reykjanesi nýtur ekki sömu verndar og annað hraun Eftir að ný lög voru samþykkt í nóvember um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga þurfa yfirvöld ekki að leita umsagnar Umhverfisstofnunar lengur með hefðbundnum hætti þegar raska á til dæmis nýju hrauni. Yfirvöld eiga samráð við stofnunina en miklu takmarkaðri hætti en kveður á um í náttúruverndarlögum. 27. febrúar 2024 06:46 Ekki skynsamlegt að gista í Grindavík Auknar líkur eru taldar á gosi á Reykjanesi og kvikumagnið undir Svarstengi mun líklega á morgun ná neðri mörkum þess sem hefur safnast saman í kvikuhólfinu fyrir síðustu eldgos. 26. febrúar 2024 20:00 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Fleiri fréttir Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Sjá meira
Bein útsending frá Þorbirni Veðurstofan hefur uppfært hættumat sitt fyrir umbrotssvæðin við Svartsengi og Grindavík. „Eldgos gæti hafist með mjög stuttum fyrirvara, jafnvel innan við 30 mínútur,“ sagði í frétt á vef Veðurstofunnar í gær. 27. febrúar 2024 09:30
Nýtt hraun á Reykjanesi nýtur ekki sömu verndar og annað hraun Eftir að ný lög voru samþykkt í nóvember um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga þurfa yfirvöld ekki að leita umsagnar Umhverfisstofnunar lengur með hefðbundnum hætti þegar raska á til dæmis nýju hrauni. Yfirvöld eiga samráð við stofnunina en miklu takmarkaðri hætti en kveður á um í náttúruverndarlögum. 27. febrúar 2024 06:46
Ekki skynsamlegt að gista í Grindavík Auknar líkur eru taldar á gosi á Reykjanesi og kvikumagnið undir Svarstengi mun líklega á morgun ná neðri mörkum þess sem hefur safnast saman í kvikuhólfinu fyrir síðustu eldgos. 26. febrúar 2024 20:00