Vilja losna við bækur með grófu kynferðisofbeldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. október 2024 07:01 Ásdís Lind og París Anna krefjast viðbragða af skólayfirvöldum Menntaskólans á Akureyri. Tveir nemendur við Menntaskólann á Akureyri berjast fyrir því að nemendur þurfi ekki að lesa ítarlegar og grófar lýsingar á kynferðisofbeldi í námsefni í skólanum. Þeim berst stuðningur úr mörgum áttum en kveikjan að málinu er bókin Blóðberg sem fjallar um unga stúlku sem verður fyrir nauðgun. Ásdís Lind Vigfúsdóttir og París Anna Bergmann eru sautján og sextán ára nemendur við MA. Þær segja í bréfi til fréttastofu lýsa yfir djúpum áhyggjum af innihaldi sumra námsgagna sem kennd eru í menntaskólum. „Þetta mál hefur verið mikið rætt milli nemenda skólans og við erum hér til að berjast fyrir þeirri breytingu að þurfa ekki að lesa ítarlegar og grófar lýsingar af kynferðisofbeldi úr námsefni í skólanum. Fyrst fólk sem hefur orðið fyrir slíku ofbeldi af einhverju tagi getur ekki farið afsíðis eða labbað út án þess að upplýsa allan bekkinn sinn að þau hafa verið fyrir slíku,“ segja Ásdís Lind og París Anna. Menntaskólinn á Akureyri. „Við trúum því að það sé óásættanlegt að þeir nemendur sem hafa orðið fyrir einhverju formi ofbeldis eða hafa á einhvern hátt persónulega reynslu af þeim hræðilegu atburðum sem lýst er í þessum námsefnum, þurfi að upplifa vanlíðan í skólastofunni á stað þar sem þau eiga að finna fyrir öryggi og stuðningi.“ Þær segjast hafa spurt nemendur hvað þeim fyndist í hópspjalli í skólanum. Yfirgnæfandi hluti nemenda sé sammála því að vilja losna við slíkar lýsingar úr námsefni. Segja dæmi um kvíðaköst hjá nemendum Blóðberg kom út árið 2020 og fjallar um unga stúlku í Skagafirði í upphafi 17. aldar. Hún sver þess eið að vera hrein mey eftir að upp kemur kvittur um ástarsamband hennar við mág sinn en slíkt var dauðasök á þeim tímum. Fimm mánuðum síðar fæðir hún barn og má lifa með ásökunum um blóðskömm. Í trássi við landslög er henni gert að sæta pyntingum segi hún ekki til barnsföður síns. Blóðberg fékk frábæra dóma frá mörgum af fremstu rithöfundum þjóðarinnar. „Á hverju ári ríður hún suður heiðar til að mæta fyrir Alþingi á Þingvöllum en heill áratugur líður þar til dómur er kveðinn upp,“ segir um bókina á vef Forlagsins. Þóra Karítas Árnadóttir skrifaði bókina sem vakti nokkra athygli. Ásdís og París segjast hafa heyrt frá mörgum samnemendum sem hafi upplifað grafalvarlega vanlíðan þegar þau hafa þurft að lesa og fjalla um efni sem fjalli um gróft ofbeldi og kynferðislegt ofbeldi. Sum þeirra hafi orðið fyrir alvarlegum áföllum tengdum þessum atburðum og geti ekki lesið slík efni án þess að upplifa mikinn kvíða, stress eða jafnvel kvíðaköst. Þær deila lýsingum nemenda við skólann: „Ég fæ kökk í hálsinn og hjartslátturinn eykst þegar ég sé hvaða tíma ég er að fara í“ „Ég á erfitt með að halda einbeitingu og óttast næstu kennslustund“ „Ég byrja oft að svitna eða stara á veggin, jafnvel reyni að setja tónlist í eyrun til að þurfa ekki að hlusta á þetta… eða labba bara úr stofunni“ Þær vinkonur segja námsefni eins og Blóðberg sem innihald ítarlegar lýsingar á hópnauðgun og ofbeldi valda sársaukafullri endurupplifun í stað þess að vera aðeins fræðilegt námsefni. „Fyrir suma er þetta ekki bara bókmenntir, heldur hræðilegar minningar sem þau hafa reynt að vinna úr eða bæla niður. Okkur þykir það svo ótrúlega leitt að samnemendur okkar þurfi að upplifa svona vanlíðan inn í kennslustund og að vera smeykur að mæta í tíma. Jafnvel það að skrópa tíma vegna þess að þau þora ekki að sitja og vera með í tímanum.“ Óþægilegt að þurfa að útskýra fjarveru fyrir kennara „Við skiljum að það sé mikilvægt að fjalla um viðkvæm efni eins og ofbeldi og kynferðislegt ofbeldi í menntun okkar. Hins vegar, það að vera neydd til að lesa slíkar ítarlegar lýsingar á þessum atburðum, án möguleika á að sleppa við það og falla svo í áfanganum er ömurlegt og getur verið gríðarlega skaðlegt. Það er enn alvarlegra þegar viðkomandi getur ekki fengið hvíld frá þessu námsefni án þess að þurfa að útskýra áfallasögur sínar fyrir kennurum eða samnemendum sínum vegna námsefnis,“ segja þær Ásdís og París. Nemendum eigi að líða vel í skólanum og ekki forðast það að mæta í tíma. Nemendur eigi að finna fyrir öryggi, stuðningi og hvatningu í skólanum. Skólaumhverfið eigi að skapa tilfinningu fyrir samstöðu þar sem nemendur upplifi sig örugga og geti tjáð sig og unnið með námsefnið á frjálsan hátt. „Þau eiga að finna fyrir tilfinningalegu öryggi, lausar við námsefni eða aðstæður sem gætu valdið kvíða, ótta eða vanlíðan. Skólinn ætti að vera staður þar sem nemendur geta einbeitt sér að námi án þess að upplifa tilfinningalegt álag. Kennarar og starfsfólk ættu að veita nemendum bæði tilfinningalegan og námslegan stuðning. Nemendur eiga að upplifa að þau geti fengið hjálp þegar þeir þurfa á henni að halda, hvort sem það er vegna námsins eða andlegrar heilsu. En það að þurfa ná ákveðnum áfanga sem nemendur treysta sér ekki til í og hreinlega geta ekki verið í honum til þess að útskrifast er gjörsamlega ömurlegt.“ Skólinn eigi að vera staður þar sem nemendur geti þroskast bæði námslega og persónulega, í umhverfi sem styðji vellíðan þeirra og geri þeim kleift að upplifa sig örugga og metna. Fullt af fræðibókum án grófra lýsinga af nauðgun Þær segjast hafa endurtekið vakið athygli á þessu og fengið kurteisislegar viðtökur hjá skólayfirvöldum. Þau snúi að því að fólk geti leitað til stoðteymis innan skólans til að vinna úr tilfinningum. „En það er ekkert raunverulegt sem breytist. Á meðan sitja nemendur áfram í skólastofunni og þurfa að takast á við þessi verkefni, þrátt fyrir vanlíðan sína. Aðeins að segja nemendum að leita sér hjálpar er ekki nóg þegar orsökin er of gróft námsefni. Það ætti ekki að vera svo erfitt fyrir skólann að finna aðrar bækur eða verkefni sem eru ekki með grófar lýsingar af nauðgun og ofbeldi. Það er til alveg fullt af fræðandi og áhrifamiklum bókmenntum sem kennarar geta fjallað um án þess að valda nemendum kvíða eða vanlíðan.“ Þær minna á 3. grein Barnasáttmálans þar sem segi að huga skuli að því sem sé barninu fyrir bestu. „Það er augljóslega ekki barninu fyrir bestu að láta það lesa lýsingar af grófu ofbeldi eða upplifa vanlíðan vegna námsefnis í skóla, sérstaklega þegar þeir sem hafa orðið fyrir slíkum atburðum þurfa að upplifa gamla áföll ítrekað. Samt er búið að tala við stjórnendur lengi, en ekkert breytist.“ Krefjast breytts fyrirkomulags Þær Ásdís og París spyrja hvernig nemendur geti verið hvattir til að læra og mennta sig, eins og fjallað sé um í sáttamálanum, ef námsefnið valdi þeim vanlíðan? „Að láta ungmenni taka þátt í slíku námsefni sem brýtur niður andlega heilsu þeirra getur haft alvarlegar afleiðingar, svo sem að nemendur hætti í ákveðnum áföngum eða jafnvel gefist upp á skólagöngu sinni því þau þurfa að ná þessum áfanga til að útskrifast.“ Geta nemenda til að einbeita sér hverfi. „Margir hafa talað um að þeim finnst þeir einfaldlega ekki geta unnið vel í skólanum þegar námsefnið veldur kvíða eða minnir þá á gamla áföll. Þau finna fyrir óöryggi, ótta og streitu sem hefur bein áhrif á námsárangur þeirra. Þau sitja t.d. Í stærðfræðitíma stressuð fyrir næsta tíma, missa einbeitingu og fá ömurlegar minningar í hausin. Sumir fara kannski heim í uppnámi úr skólanum sem gerir það að þau missa af restinni af skóladeginum, vilja kannski bara ekki yfir höfuð mæta í skólan vegna vanlíðan útaf sumum áföngum og það getur haft gríðarleg áhrif á alla skólagönguna. Missa úr skólanum, detta aftur úr, skilja voða lítið vegna tilfinningalegs ástands, verða þreytt og sorgmædd. Sem væri hægt að koma í veg fyrir ef ákveðið námsefni væri ekki.“ Þær krefjast þess að stjórnendur við MA og annarra framhaldsskóla sem kunni að nota slíkt námsefni breyti fyrirkomulaginu. „Það ætti að vera hægt að kenna þetta viðkvæm málefni á öruggan og tilfinningalega viðeigandi hátt, án þess að nemendur séu settir í slíka sársaukafulla stöðu. Við viljum tryggja að skólinn okkar sé staður þar sem nemendur geta lært og þroskast án þess að upplifa vanlíðan og kvíða í kennslustundum. Það er kominn tími til að skólastofur verði öruggur staður, þar sem öllum líði vel. Er þetta í alvörunni hvernig við viljum að börn upplifi sig í skólanum?“ Stuðningur úr mörgum áttum Drífa Snædal talskona Stígamóta sendir þeim Ásdísi og París stuðningskveðjur. „Það er mikil ábyrgð að búa til brotaþolavænt umhverfi þar sem ungt fólk, sérstaklega konur, getur verið öruggt og upplifa sem fæsta triggera. Það ber að hlusta á þær og grípa til aðgerða.“ Drífa Snædal er talskona Stígamóta.Vísir/Vilhelm Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri, segir miklu máli skipta að þöggun ríki ekki á málefnum sem snúi að kynferðisofbeldi ena sé það því miður hluti af veruleika okkar. „Hins vegar get ég ekki séð að þöggunin sé best rofin með því að skylda nemendur til að lesa ítarlegar og grófar lýsingar á kynferðisofbeldi. Sérstaklega þegar nemendur hafa lýst því yfir að þau vilji það ekki og að það hafi haft verulega neikvæð áhrif á sum þeirra. Ég hef skilning á þeirri upplifun og myndi sjálf ekki vilja lesa slíkar lýsingar. Ég hvet skólayfirvöld MA til þess að bregðast af nærgætni við þessari mikilvægu áskorun Parísar og Ásdísar.“ Hildur Jana er bæjarfulltrúi á Akureyri. Sigurþóra Bergsdóttir, framkvæmdastjóri Bergsins headspace, hrósar þeim Ásdísi og París fyrir að tjá sínar réttmætu áhyggjur og leggja til lausnir. „Við viljum leggja áherslu á að hlusta beri á ungt fólk og gefa þeim færi á því að hafa áhrif á umhverfi sitt þegar ástæða er til. Við tökum ekki afstöðu varðandi námsefnisval í framhaldsskólum en viljum benda á að mikilvægt er að ungmenni upplifi sig örugg í sínu námsumhverfi til þess að líða vel og geta einbeitt sér að því sem máli skiptir.“ Ungmenni eigi ekki að upplifa kvíða og ótta vegna námsefnis Erna Hrönn framkvæmdastjóra Aflsins lýsir yfir fullum stuðningi við Ásdísi og París. „Það er mikilvægt að fræðsla um ofbeldi og afleiðingar þess séu til staðar í skólakerfinu en þegar slík fræðsla er veitt þarf að sýna nærgætni, huga þarf vel að því hvernig hún er framkvæmd, hvaða efni er notað og á hvaða forsendum. Ungmenni eiga ekki að upplifa kvíða og ótta í skólanum vegna námsefnis, en kvíði og ótti eru meðal algengustu afleiðinga ofbeldis hjá þeim sem leituðu til Aflsins árið 2023. Við hvetjum Menntaskólann á Akureyri til að endurskoða val á námsefni og að bregðast ekki nemendum.“ Þá bregst Barna- og ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna við athugasemdum skólasystranna. „Við hjá barna- og ungmennaráði heimsmarkmiða sameinuðuþjóðanna viljum að kennarar fari ýtarlega í námsefni nemanda áður en nemendur eru látnir læra tiltekin efni. Við viljum benda á að mörg börn sem og fullorðnir hafa því miður orðið fyrir allskyns áföllum sem þau eiga ekki að þurfa að minnast eða læra um í skólanum gegn þeirra vilja og leyfis. Okkur finnst að ef námsefni sem verið er að kenna sé með ofbeldi af einhverju tagi fái nemendur val um að fara í annað efni. Þá er einna helst verið að tala um bækur, en auðvitað ætti það að gilda um allt annað námsefni, því nemendur þurfa að finna fyrir öryggi og stuðningi í skólaumhverfi sínu.“ Sömuleiðis frá Ungmennaráði Akureyrarbæjar. „Ungmennaráði hefur borist ákveðnar kvartanir frá nemendum MA varðandi grófs námsefnis sem kennt er. Í þessu námsefni er farið ítarlega í lýsingar kynferðisofbeldis. Margir nemendur finna fyrir óþægindum vegna lýsingar t.d. í bókinni sem nefnist Blóðberg. Ungmennaráð Akureryarbæjar talar fyrir öll ungmenni bæjarins og að öllum eigi að líða vel í sínu umhverfi. Okkur finnst mikilvægt að hugsað séð um líðan barna í skólum og að allir eigi að geta unnið að sínu námi án þess að þurfa finna til óþæginda. Ungmennaráð skorar á stjórn MA að endurskoða kennslu þessar bókar (Blóðberg) þar sem vanlíðan nemanda er óásættanleg og öllum eigi að líða vel í skólanum og hafa gaman af náminu.“ Kynferðisofbeldi Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Akureyri Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira
Ásdís Lind Vigfúsdóttir og París Anna Bergmann eru sautján og sextán ára nemendur við MA. Þær segja í bréfi til fréttastofu lýsa yfir djúpum áhyggjum af innihaldi sumra námsgagna sem kennd eru í menntaskólum. „Þetta mál hefur verið mikið rætt milli nemenda skólans og við erum hér til að berjast fyrir þeirri breytingu að þurfa ekki að lesa ítarlegar og grófar lýsingar af kynferðisofbeldi úr námsefni í skólanum. Fyrst fólk sem hefur orðið fyrir slíku ofbeldi af einhverju tagi getur ekki farið afsíðis eða labbað út án þess að upplýsa allan bekkinn sinn að þau hafa verið fyrir slíku,“ segja Ásdís Lind og París Anna. Menntaskólinn á Akureyri. „Við trúum því að það sé óásættanlegt að þeir nemendur sem hafa orðið fyrir einhverju formi ofbeldis eða hafa á einhvern hátt persónulega reynslu af þeim hræðilegu atburðum sem lýst er í þessum námsefnum, þurfi að upplifa vanlíðan í skólastofunni á stað þar sem þau eiga að finna fyrir öryggi og stuðningi.“ Þær segjast hafa spurt nemendur hvað þeim fyndist í hópspjalli í skólanum. Yfirgnæfandi hluti nemenda sé sammála því að vilja losna við slíkar lýsingar úr námsefni. Segja dæmi um kvíðaköst hjá nemendum Blóðberg kom út árið 2020 og fjallar um unga stúlku í Skagafirði í upphafi 17. aldar. Hún sver þess eið að vera hrein mey eftir að upp kemur kvittur um ástarsamband hennar við mág sinn en slíkt var dauðasök á þeim tímum. Fimm mánuðum síðar fæðir hún barn og má lifa með ásökunum um blóðskömm. Í trássi við landslög er henni gert að sæta pyntingum segi hún ekki til barnsföður síns. Blóðberg fékk frábæra dóma frá mörgum af fremstu rithöfundum þjóðarinnar. „Á hverju ári ríður hún suður heiðar til að mæta fyrir Alþingi á Þingvöllum en heill áratugur líður þar til dómur er kveðinn upp,“ segir um bókina á vef Forlagsins. Þóra Karítas Árnadóttir skrifaði bókina sem vakti nokkra athygli. Ásdís og París segjast hafa heyrt frá mörgum samnemendum sem hafi upplifað grafalvarlega vanlíðan þegar þau hafa þurft að lesa og fjalla um efni sem fjalli um gróft ofbeldi og kynferðislegt ofbeldi. Sum þeirra hafi orðið fyrir alvarlegum áföllum tengdum þessum atburðum og geti ekki lesið slík efni án þess að upplifa mikinn kvíða, stress eða jafnvel kvíðaköst. Þær deila lýsingum nemenda við skólann: „Ég fæ kökk í hálsinn og hjartslátturinn eykst þegar ég sé hvaða tíma ég er að fara í“ „Ég á erfitt með að halda einbeitingu og óttast næstu kennslustund“ „Ég byrja oft að svitna eða stara á veggin, jafnvel reyni að setja tónlist í eyrun til að þurfa ekki að hlusta á þetta… eða labba bara úr stofunni“ Þær vinkonur segja námsefni eins og Blóðberg sem innihald ítarlegar lýsingar á hópnauðgun og ofbeldi valda sársaukafullri endurupplifun í stað þess að vera aðeins fræðilegt námsefni. „Fyrir suma er þetta ekki bara bókmenntir, heldur hræðilegar minningar sem þau hafa reynt að vinna úr eða bæla niður. Okkur þykir það svo ótrúlega leitt að samnemendur okkar þurfi að upplifa svona vanlíðan inn í kennslustund og að vera smeykur að mæta í tíma. Jafnvel það að skrópa tíma vegna þess að þau þora ekki að sitja og vera með í tímanum.“ Óþægilegt að þurfa að útskýra fjarveru fyrir kennara „Við skiljum að það sé mikilvægt að fjalla um viðkvæm efni eins og ofbeldi og kynferðislegt ofbeldi í menntun okkar. Hins vegar, það að vera neydd til að lesa slíkar ítarlegar lýsingar á þessum atburðum, án möguleika á að sleppa við það og falla svo í áfanganum er ömurlegt og getur verið gríðarlega skaðlegt. Það er enn alvarlegra þegar viðkomandi getur ekki fengið hvíld frá þessu námsefni án þess að þurfa að útskýra áfallasögur sínar fyrir kennurum eða samnemendum sínum vegna námsefnis,“ segja þær Ásdís og París. Nemendum eigi að líða vel í skólanum og ekki forðast það að mæta í tíma. Nemendur eigi að finna fyrir öryggi, stuðningi og hvatningu í skólanum. Skólaumhverfið eigi að skapa tilfinningu fyrir samstöðu þar sem nemendur upplifi sig örugga og geti tjáð sig og unnið með námsefnið á frjálsan hátt. „Þau eiga að finna fyrir tilfinningalegu öryggi, lausar við námsefni eða aðstæður sem gætu valdið kvíða, ótta eða vanlíðan. Skólinn ætti að vera staður þar sem nemendur geta einbeitt sér að námi án þess að upplifa tilfinningalegt álag. Kennarar og starfsfólk ættu að veita nemendum bæði tilfinningalegan og námslegan stuðning. Nemendur eiga að upplifa að þau geti fengið hjálp þegar þeir þurfa á henni að halda, hvort sem það er vegna námsins eða andlegrar heilsu. En það að þurfa ná ákveðnum áfanga sem nemendur treysta sér ekki til í og hreinlega geta ekki verið í honum til þess að útskrifast er gjörsamlega ömurlegt.“ Skólinn eigi að vera staður þar sem nemendur geti þroskast bæði námslega og persónulega, í umhverfi sem styðji vellíðan þeirra og geri þeim kleift að upplifa sig örugga og metna. Fullt af fræðibókum án grófra lýsinga af nauðgun Þær segjast hafa endurtekið vakið athygli á þessu og fengið kurteisislegar viðtökur hjá skólayfirvöldum. Þau snúi að því að fólk geti leitað til stoðteymis innan skólans til að vinna úr tilfinningum. „En það er ekkert raunverulegt sem breytist. Á meðan sitja nemendur áfram í skólastofunni og þurfa að takast á við þessi verkefni, þrátt fyrir vanlíðan sína. Aðeins að segja nemendum að leita sér hjálpar er ekki nóg þegar orsökin er of gróft námsefni. Það ætti ekki að vera svo erfitt fyrir skólann að finna aðrar bækur eða verkefni sem eru ekki með grófar lýsingar af nauðgun og ofbeldi. Það er til alveg fullt af fræðandi og áhrifamiklum bókmenntum sem kennarar geta fjallað um án þess að valda nemendum kvíða eða vanlíðan.“ Þær minna á 3. grein Barnasáttmálans þar sem segi að huga skuli að því sem sé barninu fyrir bestu. „Það er augljóslega ekki barninu fyrir bestu að láta það lesa lýsingar af grófu ofbeldi eða upplifa vanlíðan vegna námsefnis í skóla, sérstaklega þegar þeir sem hafa orðið fyrir slíkum atburðum þurfa að upplifa gamla áföll ítrekað. Samt er búið að tala við stjórnendur lengi, en ekkert breytist.“ Krefjast breytts fyrirkomulags Þær Ásdís og París spyrja hvernig nemendur geti verið hvattir til að læra og mennta sig, eins og fjallað sé um í sáttamálanum, ef námsefnið valdi þeim vanlíðan? „Að láta ungmenni taka þátt í slíku námsefni sem brýtur niður andlega heilsu þeirra getur haft alvarlegar afleiðingar, svo sem að nemendur hætti í ákveðnum áföngum eða jafnvel gefist upp á skólagöngu sinni því þau þurfa að ná þessum áfanga til að útskrifast.“ Geta nemenda til að einbeita sér hverfi. „Margir hafa talað um að þeim finnst þeir einfaldlega ekki geta unnið vel í skólanum þegar námsefnið veldur kvíða eða minnir þá á gamla áföll. Þau finna fyrir óöryggi, ótta og streitu sem hefur bein áhrif á námsárangur þeirra. Þau sitja t.d. Í stærðfræðitíma stressuð fyrir næsta tíma, missa einbeitingu og fá ömurlegar minningar í hausin. Sumir fara kannski heim í uppnámi úr skólanum sem gerir það að þau missa af restinni af skóladeginum, vilja kannski bara ekki yfir höfuð mæta í skólan vegna vanlíðan útaf sumum áföngum og það getur haft gríðarleg áhrif á alla skólagönguna. Missa úr skólanum, detta aftur úr, skilja voða lítið vegna tilfinningalegs ástands, verða þreytt og sorgmædd. Sem væri hægt að koma í veg fyrir ef ákveðið námsefni væri ekki.“ Þær krefjast þess að stjórnendur við MA og annarra framhaldsskóla sem kunni að nota slíkt námsefni breyti fyrirkomulaginu. „Það ætti að vera hægt að kenna þetta viðkvæm málefni á öruggan og tilfinningalega viðeigandi hátt, án þess að nemendur séu settir í slíka sársaukafulla stöðu. Við viljum tryggja að skólinn okkar sé staður þar sem nemendur geta lært og þroskast án þess að upplifa vanlíðan og kvíða í kennslustundum. Það er kominn tími til að skólastofur verði öruggur staður, þar sem öllum líði vel. Er þetta í alvörunni hvernig við viljum að börn upplifi sig í skólanum?“ Stuðningur úr mörgum áttum Drífa Snædal talskona Stígamóta sendir þeim Ásdísi og París stuðningskveðjur. „Það er mikil ábyrgð að búa til brotaþolavænt umhverfi þar sem ungt fólk, sérstaklega konur, getur verið öruggt og upplifa sem fæsta triggera. Það ber að hlusta á þær og grípa til aðgerða.“ Drífa Snædal er talskona Stígamóta.Vísir/Vilhelm Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri, segir miklu máli skipta að þöggun ríki ekki á málefnum sem snúi að kynferðisofbeldi ena sé það því miður hluti af veruleika okkar. „Hins vegar get ég ekki séð að þöggunin sé best rofin með því að skylda nemendur til að lesa ítarlegar og grófar lýsingar á kynferðisofbeldi. Sérstaklega þegar nemendur hafa lýst því yfir að þau vilji það ekki og að það hafi haft verulega neikvæð áhrif á sum þeirra. Ég hef skilning á þeirri upplifun og myndi sjálf ekki vilja lesa slíkar lýsingar. Ég hvet skólayfirvöld MA til þess að bregðast af nærgætni við þessari mikilvægu áskorun Parísar og Ásdísar.“ Hildur Jana er bæjarfulltrúi á Akureyri. Sigurþóra Bergsdóttir, framkvæmdastjóri Bergsins headspace, hrósar þeim Ásdísi og París fyrir að tjá sínar réttmætu áhyggjur og leggja til lausnir. „Við viljum leggja áherslu á að hlusta beri á ungt fólk og gefa þeim færi á því að hafa áhrif á umhverfi sitt þegar ástæða er til. Við tökum ekki afstöðu varðandi námsefnisval í framhaldsskólum en viljum benda á að mikilvægt er að ungmenni upplifi sig örugg í sínu námsumhverfi til þess að líða vel og geta einbeitt sér að því sem máli skiptir.“ Ungmenni eigi ekki að upplifa kvíða og ótta vegna námsefnis Erna Hrönn framkvæmdastjóra Aflsins lýsir yfir fullum stuðningi við Ásdísi og París. „Það er mikilvægt að fræðsla um ofbeldi og afleiðingar þess séu til staðar í skólakerfinu en þegar slík fræðsla er veitt þarf að sýna nærgætni, huga þarf vel að því hvernig hún er framkvæmd, hvaða efni er notað og á hvaða forsendum. Ungmenni eiga ekki að upplifa kvíða og ótta í skólanum vegna námsefnis, en kvíði og ótti eru meðal algengustu afleiðinga ofbeldis hjá þeim sem leituðu til Aflsins árið 2023. Við hvetjum Menntaskólann á Akureyri til að endurskoða val á námsefni og að bregðast ekki nemendum.“ Þá bregst Barna- og ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna við athugasemdum skólasystranna. „Við hjá barna- og ungmennaráði heimsmarkmiða sameinuðuþjóðanna viljum að kennarar fari ýtarlega í námsefni nemanda áður en nemendur eru látnir læra tiltekin efni. Við viljum benda á að mörg börn sem og fullorðnir hafa því miður orðið fyrir allskyns áföllum sem þau eiga ekki að þurfa að minnast eða læra um í skólanum gegn þeirra vilja og leyfis. Okkur finnst að ef námsefni sem verið er að kenna sé með ofbeldi af einhverju tagi fái nemendur val um að fara í annað efni. Þá er einna helst verið að tala um bækur, en auðvitað ætti það að gilda um allt annað námsefni, því nemendur þurfa að finna fyrir öryggi og stuðningi í skólaumhverfi sínu.“ Sömuleiðis frá Ungmennaráði Akureyrarbæjar. „Ungmennaráði hefur borist ákveðnar kvartanir frá nemendum MA varðandi grófs námsefnis sem kennt er. Í þessu námsefni er farið ítarlega í lýsingar kynferðisofbeldis. Margir nemendur finna fyrir óþægindum vegna lýsingar t.d. í bókinni sem nefnist Blóðberg. Ungmennaráð Akureryarbæjar talar fyrir öll ungmenni bæjarins og að öllum eigi að líða vel í sínu umhverfi. Okkur finnst mikilvægt að hugsað séð um líðan barna í skólum og að allir eigi að geta unnið að sínu námi án þess að þurfa finna til óþæginda. Ungmennaráð skorar á stjórn MA að endurskoða kennslu þessar bókar (Blóðberg) þar sem vanlíðan nemanda er óásættanleg og öllum eigi að líða vel í skólanum og hafa gaman af náminu.“
Kynferðisofbeldi Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Akureyri Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira