Uppgjörið: KR - Álftanes 72-84 | Álftanes sigldi fyrsta sigrinum í höfn Hjörvar Ólafsson skrifar 24. október 2024 20:54 vísir/Anton Álftanes vann langþráðan og kærkomin sigur þegar liðið sótti KR heim á Meistaravelli í fjórðu umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld. Álftanes kom sér á blað í deildinni með 84-72 sigri. Álftanes, sem beðið hafði ósigur í fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni, mætti kraftmikið til leiks og byggðu upp forskot sem varð mest 11 stig 17-28 í upphafi annars leikhluta. Gestirnir nýttu hæð sína undir körfunni og David Okeke og Haukur Helgi Pálsson áttu nokkuð greiða leið að skotum úr millifæri og að hringnum. KR-ingar komust aftur á móti yfir í fyrsta skipti í leiknum þegar Guðmundur Þórir Þorbjarnarson negldi niður þriggja stiga körfu rúmlega mínútu fyrir lok annars leikhluta. Skömmu áður hafði Þorvaldur Orri Árnason sett af stað góða kafla með fimm stigum í röð. Það sama var uppi á teningnum í upphafi seinni hálfleiks og í byrjun leiksins. Álftanes mætti grimmari til leiks og þrátt fyrir nokkur áhlaup þar sem Þórir Þorbjarnarson fór fremstur í flokki hjá KR voru gestirnir ávallt skrefinu á undan. Álftanes hefur verið með yfirhöndina í fjórða leikhluta í öllum þremur deildarleikjum tímabilsins til þessa og að þessu sinni náðu þeir að landa sigri í fjórðu atrennu. Okeke var stigahæstur í annars jöfnu liði Álftaness með 20 stig en Andrew Jones skilaði 18 stigum á töfluna, Dimitrios Klonaras 17 og Haukur Helgi 16 stigum. Hjá KR var Þórir atkvæðamestur með 21 stig og Linards Jaunzems setti niður 17 stig. Nimrod Hilliard komst aldrei á flug í þessum leik og skorði 11 stig. Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftanes, getur farið sáttur á koddann í kvöld. vísir/Hulda Margrét Kjartan Atli: Heilsteypt og flott frammistaða „Við spiluðum heilt yfir bara mjög vel í þessum leik. Náðum að stýra hraðanum og sækja skilvirkt og vel á körfuna. Að þessu sinni náðum við að loka leiknum og það er vissulega léttir að vera komnir með fyrsta sigurinn,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness sáttur. „Við hittum ekkert sérstaklega í þessum leik og það var eins og við hefðum klárað kvótann í þriggja stiga skotnýtingunni í bikarleiknum við Þór. Það kom ekki að sök þar sem við vorum með önnur vopn í búrinu okkar,“ sagði Kjartan Atli enn fremur. „Þrátt fyrir að vera enn án sigurs höfðum við alls ekki misst trúna og það sást bersýnilega á liðsandanum í kvöld að það er góð stemming í leikmannahópnum þrátt fyrir dræma stigasöfnun. Við erum bara rétt að byrja og liðið er á flottum farvegi að mínu mati,“ sagði þjálfarinn. Jakob: Náðum okkur aldrei almennilega í gang „Varnarleikurinn var slakur lengsta hluta leiksins og af þeim sökum náðum við ekki upp þeim hraða í sóknarleiknum sem við viljum. Þetta helst allt í hendur og mér finnst við helst til flatir. Við vorum að elta allan tímann og náðum ekki að keyra upp hraðann á sóknarhelmningnum,“ sagði Jakob Sigurðarson, þjálfari KR. „Við náðum nokkrum góðum áhlaupum en það var ekki nóg og Álftanes var heilt yfir sterkari aðilinn. Þeir komust of auðveldlega að körfuunni og svöruðu öllum okkar rispum og kæfðu þær í fæðingu. Þetta var bara ekki nógu gott,“ sagði Jakob hundfúll. „Við erum búnir að tapa tveimur heimaleikjum sem er ekki ásættanlegt. Við fengum góðan stuðning úr stúkunni en nýttum ekki þá orku inn á völlinn. Ég er ekki sáttur við stigasöfnunina og ég vil miklu meira frá mínu liði en það sýndi í þessum leik,“ sagði hann. Jakob Sigurðarson var ekki ánægður með lærisveina sína. Vísir/Bára Atvik leiksins Erfitt er að taka út fyrir sviga eitthvað eitt atvik út úr þessum leik. Það sem stendur upp úr er bara liðsheild Álftnesinga sem ætluðu sér greinulega að snúa bökum saman og tryggja sér fyrsta deildarsigur vetrarins. Stjörnur og skúrkar Leikmyndin í kvöld hentaði Okeke og Hauki Helga vel. Leikur sem fór mikið fram á hálfum velli og tjakkað var að körfunni trekk í trekk. Jones kom svo með stemmingskörfur inni á milli þegar þess þurfti. Þórir reyndi hvað hann gat til þess að bjarga því sem bjargað varð hjá KR en hafði ekki árangur sem erfiði. Dómarar leiksins Sigmundur Már Herbertsson, Birgir Örn Hjörvarsson og Bjarni Rúnar Lárusson stigu fá sem engin feilspor í þessum leik og héldu vel um stjórnataumana á leiknum, Þeir fá þar af leiðandi átta í einkunn. Stemming og umgjörð Það var þétt setið á Meistaravöllum í kvöld og heimamenn sem og gestirnir frá Álftanesi fengu myndalegan stuðning. Stemmingin í stúkunni var með besta móti og leikmenn geta ekki kvartað yfir stuðningsmönnum sínum. Bónus-deild karla KR UMF Álftanes
Álftanes vann langþráðan og kærkomin sigur þegar liðið sótti KR heim á Meistaravelli í fjórðu umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld. Álftanes kom sér á blað í deildinni með 84-72 sigri. Álftanes, sem beðið hafði ósigur í fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni, mætti kraftmikið til leiks og byggðu upp forskot sem varð mest 11 stig 17-28 í upphafi annars leikhluta. Gestirnir nýttu hæð sína undir körfunni og David Okeke og Haukur Helgi Pálsson áttu nokkuð greiða leið að skotum úr millifæri og að hringnum. KR-ingar komust aftur á móti yfir í fyrsta skipti í leiknum þegar Guðmundur Þórir Þorbjarnarson negldi niður þriggja stiga körfu rúmlega mínútu fyrir lok annars leikhluta. Skömmu áður hafði Þorvaldur Orri Árnason sett af stað góða kafla með fimm stigum í röð. Það sama var uppi á teningnum í upphafi seinni hálfleiks og í byrjun leiksins. Álftanes mætti grimmari til leiks og þrátt fyrir nokkur áhlaup þar sem Þórir Þorbjarnarson fór fremstur í flokki hjá KR voru gestirnir ávallt skrefinu á undan. Álftanes hefur verið með yfirhöndina í fjórða leikhluta í öllum þremur deildarleikjum tímabilsins til þessa og að þessu sinni náðu þeir að landa sigri í fjórðu atrennu. Okeke var stigahæstur í annars jöfnu liði Álftaness með 20 stig en Andrew Jones skilaði 18 stigum á töfluna, Dimitrios Klonaras 17 og Haukur Helgi 16 stigum. Hjá KR var Þórir atkvæðamestur með 21 stig og Linards Jaunzems setti niður 17 stig. Nimrod Hilliard komst aldrei á flug í þessum leik og skorði 11 stig. Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftanes, getur farið sáttur á koddann í kvöld. vísir/Hulda Margrét Kjartan Atli: Heilsteypt og flott frammistaða „Við spiluðum heilt yfir bara mjög vel í þessum leik. Náðum að stýra hraðanum og sækja skilvirkt og vel á körfuna. Að þessu sinni náðum við að loka leiknum og það er vissulega léttir að vera komnir með fyrsta sigurinn,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness sáttur. „Við hittum ekkert sérstaklega í þessum leik og það var eins og við hefðum klárað kvótann í þriggja stiga skotnýtingunni í bikarleiknum við Þór. Það kom ekki að sök þar sem við vorum með önnur vopn í búrinu okkar,“ sagði Kjartan Atli enn fremur. „Þrátt fyrir að vera enn án sigurs höfðum við alls ekki misst trúna og það sást bersýnilega á liðsandanum í kvöld að það er góð stemming í leikmannahópnum þrátt fyrir dræma stigasöfnun. Við erum bara rétt að byrja og liðið er á flottum farvegi að mínu mati,“ sagði þjálfarinn. Jakob: Náðum okkur aldrei almennilega í gang „Varnarleikurinn var slakur lengsta hluta leiksins og af þeim sökum náðum við ekki upp þeim hraða í sóknarleiknum sem við viljum. Þetta helst allt í hendur og mér finnst við helst til flatir. Við vorum að elta allan tímann og náðum ekki að keyra upp hraðann á sóknarhelmningnum,“ sagði Jakob Sigurðarson, þjálfari KR. „Við náðum nokkrum góðum áhlaupum en það var ekki nóg og Álftanes var heilt yfir sterkari aðilinn. Þeir komust of auðveldlega að körfuunni og svöruðu öllum okkar rispum og kæfðu þær í fæðingu. Þetta var bara ekki nógu gott,“ sagði Jakob hundfúll. „Við erum búnir að tapa tveimur heimaleikjum sem er ekki ásættanlegt. Við fengum góðan stuðning úr stúkunni en nýttum ekki þá orku inn á völlinn. Ég er ekki sáttur við stigasöfnunina og ég vil miklu meira frá mínu liði en það sýndi í þessum leik,“ sagði hann. Jakob Sigurðarson var ekki ánægður með lærisveina sína. Vísir/Bára Atvik leiksins Erfitt er að taka út fyrir sviga eitthvað eitt atvik út úr þessum leik. Það sem stendur upp úr er bara liðsheild Álftnesinga sem ætluðu sér greinulega að snúa bökum saman og tryggja sér fyrsta deildarsigur vetrarins. Stjörnur og skúrkar Leikmyndin í kvöld hentaði Okeke og Hauki Helga vel. Leikur sem fór mikið fram á hálfum velli og tjakkað var að körfunni trekk í trekk. Jones kom svo með stemmingskörfur inni á milli þegar þess þurfti. Þórir reyndi hvað hann gat til þess að bjarga því sem bjargað varð hjá KR en hafði ekki árangur sem erfiði. Dómarar leiksins Sigmundur Már Herbertsson, Birgir Örn Hjörvarsson og Bjarni Rúnar Lárusson stigu fá sem engin feilspor í þessum leik og héldu vel um stjórnataumana á leiknum, Þeir fá þar af leiðandi átta í einkunn. Stemming og umgjörð Það var þétt setið á Meistaravöllum í kvöld og heimamenn sem og gestirnir frá Álftanesi fengu myndalegan stuðning. Stemmingin í stúkunni var með besta móti og leikmenn geta ekki kvartað yfir stuðningsmönnum sínum.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti