Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum Arnar Skúli Atlason skrifar 31. október 2024 18:31 vísir/anton Tindastóll vann fjórða leikinn í röð í Bónus deild karla með fjörutíu stiga stórsigri gegn Hetti, sem hefur tapað þremur leikjum í röð. Lokaniðurstaða 99-59. Það var lið Tindastóls sem byrjaði betur í kvöld og skoraði fyrstu 11 stig leiksins áður en Héraðsbúar komust á blað. Davis Geks byrjaði vel í liði Tindastóls sem og Giannis Agravani, en Hattar menn eins og í seinustu tveimur leikjum áttu erfitt með að setja boltann ofan í körfuna. Tindastóll leiddi eftir fyrsta leikhluta 29-17. Svipað var upp á teningunum í öðrum leikhluta, Tindastóll skrefi á undan og voru að fá framlag frá bekknum líka, Hannes Ingi Másson og Pétur Rúnar Birgisson komu með stig af bekknum og Tindastóll jók forystuna jafnt og þétt og það var eins og það væri bara eitt lið á vellinum. Obadiah Trotter og Nemanja Knezevic voru einu sem voru með sóknarlega hjá Hetti en aðrir leikmenn voru andlega fjarverandi. Tindastóll leiddi í hálfleik 55-30 Sama var upp á teningnum í seinni hálfleik og Tindastóll var skrefi á undan og opnuðu seinni hálfleikinn með því að skora fyrstu 8 stig fjórðungsins, Giannis Agravani hélt áfram að skora að vild og Davis Geks skoraði sínar þriggja stiga körfur og það leit þannig út að hann myndi ekki klúðra skoti í kvöld. Það var ekkert lífsmark með Hattar mönnum og staðan eftir 3 leikhluta var 79-45. Bæði lið leyfðu minni spámönnum að spila restina af leiknum en munurinn átti eftir að aukast áður en yfirlauk og Tindastóll vann öruggan sigur 99-59. Atvikið Upphaf annar leikhluta slökkti í öllu liði Hattar þegar Hannes Ingi og Pétur Rúnar sulluðu niður 4 þristum á stuttum tíma og Tindastóll stakk af og Höttur sá ekki til sólar eftir það. Stjörnur Tindastóll voru flottir Giannis Agravani og Davis Geks voru frábærir sem og allt Tindastóls liðið og voru að fá framlag frá öllum sem spiluðu og Benedikt og hans aðstoðarmenn plús í kladdann fyrir að hafa þá svona tilbúna fyrir þennan leik. Skúrkar Allt Hattar liðið var slakt í kvöld og þeir voru bara arfaslakir í sókn og lélegir í vörn. Ekkert framlag frá þeirra lykilmönnum bara ótrúlega dapurt því miður Stemning og umgjörð Það var stemning í stúkunni og gaman þegar gengur vel hjá Tindastól. Allt í topp standi hjá þeim sem sjá um að utanumhald. Dómarar [8] Kristinn Óskarsson og hans teymi steig ekki feilspor í kvöld og voru mjög góðir. Viðtöl „Þurfum að höndla meiðsli lykilmanna og við gerðum það rosalega vel“ Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls. Vísir/Anton Brink Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls var kampakátur eftir leik liðsins við Hött í kvöld. „Bara ánægður með að vera kominn með stigin tvö, ánægður með frammistöðuna og til að súmmera þetta upp í eitt orð er bara ánægður.“ Tindastóll hóf leikinn af miklum krafti og keyrði yfir Hattar liðið í upphafi og það er eitthvað sem var lagt upp með í kvöld. „Eiga fyrstu 2 högginn, reyna að eiga þau og koma bara inn grimmir, með orkustigið í lagi, fastir fyrir, allir á sömu blaðsíðu og þegar vörnin er í lagi kemur sóknin oftast með hjá okkur, við vorum með alls konar plön hvernig við ætluðum að ráðast á þá, var bara ánægður með að allir voru með kveikt á perunni og allir á sömu blaðsíðu.“ Tindastóll fengu mikil framlag frá aukaleikurum í kvöld og var Benedikt ánægður hvað menn stigu upp í fjarveru Sadio Doucure í kvöld. „Við ræddum okkar á milli, Sadio búinn að vera frábær fyrir okkur, núna þurfa aðrir að stíga upp og aðeins að reyna á breiddina hjá okkur og þurfum að höndla meiðsli lykilmanna og við gerðum það rosalega vel, Við fengum framlag frá öllum og bara stemmningin og liðsheildin góð það er það sem maður vill sjá sem þjálfari.“ Benedikt hlakkar til sunnudagsins þegar topp lið Stjörnunar kemur í heimsókn í Síkið og hvetur hann fólk til að fjölmenna Síkið. Bónus-deild karla Tindastóll Höttur
Tindastóll vann fjórða leikinn í röð í Bónus deild karla með fjörutíu stiga stórsigri gegn Hetti, sem hefur tapað þremur leikjum í röð. Lokaniðurstaða 99-59. Það var lið Tindastóls sem byrjaði betur í kvöld og skoraði fyrstu 11 stig leiksins áður en Héraðsbúar komust á blað. Davis Geks byrjaði vel í liði Tindastóls sem og Giannis Agravani, en Hattar menn eins og í seinustu tveimur leikjum áttu erfitt með að setja boltann ofan í körfuna. Tindastóll leiddi eftir fyrsta leikhluta 29-17. Svipað var upp á teningunum í öðrum leikhluta, Tindastóll skrefi á undan og voru að fá framlag frá bekknum líka, Hannes Ingi Másson og Pétur Rúnar Birgisson komu með stig af bekknum og Tindastóll jók forystuna jafnt og þétt og það var eins og það væri bara eitt lið á vellinum. Obadiah Trotter og Nemanja Knezevic voru einu sem voru með sóknarlega hjá Hetti en aðrir leikmenn voru andlega fjarverandi. Tindastóll leiddi í hálfleik 55-30 Sama var upp á teningnum í seinni hálfleik og Tindastóll var skrefi á undan og opnuðu seinni hálfleikinn með því að skora fyrstu 8 stig fjórðungsins, Giannis Agravani hélt áfram að skora að vild og Davis Geks skoraði sínar þriggja stiga körfur og það leit þannig út að hann myndi ekki klúðra skoti í kvöld. Það var ekkert lífsmark með Hattar mönnum og staðan eftir 3 leikhluta var 79-45. Bæði lið leyfðu minni spámönnum að spila restina af leiknum en munurinn átti eftir að aukast áður en yfirlauk og Tindastóll vann öruggan sigur 99-59. Atvikið Upphaf annar leikhluta slökkti í öllu liði Hattar þegar Hannes Ingi og Pétur Rúnar sulluðu niður 4 þristum á stuttum tíma og Tindastóll stakk af og Höttur sá ekki til sólar eftir það. Stjörnur Tindastóll voru flottir Giannis Agravani og Davis Geks voru frábærir sem og allt Tindastóls liðið og voru að fá framlag frá öllum sem spiluðu og Benedikt og hans aðstoðarmenn plús í kladdann fyrir að hafa þá svona tilbúna fyrir þennan leik. Skúrkar Allt Hattar liðið var slakt í kvöld og þeir voru bara arfaslakir í sókn og lélegir í vörn. Ekkert framlag frá þeirra lykilmönnum bara ótrúlega dapurt því miður Stemning og umgjörð Það var stemning í stúkunni og gaman þegar gengur vel hjá Tindastól. Allt í topp standi hjá þeim sem sjá um að utanumhald. Dómarar [8] Kristinn Óskarsson og hans teymi steig ekki feilspor í kvöld og voru mjög góðir. Viðtöl „Þurfum að höndla meiðsli lykilmanna og við gerðum það rosalega vel“ Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls. Vísir/Anton Brink Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls var kampakátur eftir leik liðsins við Hött í kvöld. „Bara ánægður með að vera kominn með stigin tvö, ánægður með frammistöðuna og til að súmmera þetta upp í eitt orð er bara ánægður.“ Tindastóll hóf leikinn af miklum krafti og keyrði yfir Hattar liðið í upphafi og það er eitthvað sem var lagt upp með í kvöld. „Eiga fyrstu 2 högginn, reyna að eiga þau og koma bara inn grimmir, með orkustigið í lagi, fastir fyrir, allir á sömu blaðsíðu og þegar vörnin er í lagi kemur sóknin oftast með hjá okkur, við vorum með alls konar plön hvernig við ætluðum að ráðast á þá, var bara ánægður með að allir voru með kveikt á perunni og allir á sömu blaðsíðu.“ Tindastóll fengu mikil framlag frá aukaleikurum í kvöld og var Benedikt ánægður hvað menn stigu upp í fjarveru Sadio Doucure í kvöld. „Við ræddum okkar á milli, Sadio búinn að vera frábær fyrir okkur, núna þurfa aðrir að stíga upp og aðeins að reyna á breiddina hjá okkur og þurfum að höndla meiðsli lykilmanna og við gerðum það rosalega vel, Við fengum framlag frá öllum og bara stemmningin og liðsheildin góð það er það sem maður vill sjá sem þjálfari.“ Benedikt hlakkar til sunnudagsins þegar topp lið Stjörnunar kemur í heimsókn í Síkið og hvetur hann fólk til að fjölmenna Síkið.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti