Innlent

Leita ein­stak­lings sem grunaður er um líkams­á­rás

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Svo virðist sem nóttin hafi verið fremur róleg á höfuðborgarsvæðinu.
Svo virðist sem nóttin hafi verið fremur róleg á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm

Lögregla leitar nú einstaklings sem er grunaður um að hafa ráðist að öðrum og kastað í hann glasi. Sá slasaðist ekki alvarlega en samkvæmt tilkynningu lögreglu um verkefni næturinnar er árásarmaðurinn þekktur.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var einnig kölluð til vegna einstaklings sem var sagður brjóta rúður í bifreiðum vopnaður barefli. Maðurinn fannst, var handtekinn og vistaður í fangageymslu sökum ástands og í þágu rannsóknar málsins.

Einum var vísað af skemmtistað þar sem hann var óvelkominn og tveir stöðvaðir í umferðinni grunaðir um akstur undir áhrifum. Þá voru höfð afskipti af einum sem var grunaður um vörslu fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×