Birkir Jón vill frístundakort fyrir eldri borgara Sveinn Arnarsson skrifar 9. maí 2014 09:09 Vísir/GVA Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi, vill koma á frístundakorti fyrir eldri borgara, líkt og tíðkast með börn í mörgum sveitarfélögum landsins. Segir hann Framsóknarflokkinn vilja að frístundakortið verði 20.000 krónur sem geti nýst í sund, tónlistarnám, námskeið og tómstundir. Birkir Jón sagði í samtali við Vísi að rekstur Kópavogs hafi gengið vel á kjörtímabilinu, skuldir hafi lækkað og það sé verkefni nýrrar bæjarstjórnar að loknum kosningum að halda áfram á þeirri braut.Málefni unga fólksins eru honum einnig hugleikin. „Við viljum koma til móts við þarfi barnafjölskyldna í Kópavogi. Þar eru skólamálin fyrirferðamikil sem og íþrótta og tómstundamálin. Við viljum auka þátttöku ungs fólks í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi með því að taka upp frístundakort að upphæð 40.000 kr - kortið nái einnig til tónlistarnáms og fleiri tómstunda en áður,“ segir Birkir Jón. Kosningabaráttan er við það að fara á fullt í Kópavogi. Birkir Jón er afar sáttur við að vera kominn aftur í stjórnmálin og segir sveitarstjórnarstigið heilla. „Kópavogur er í dag að gera marga góða hluti - en við getum gert betur. Ég vonast til þess að reynsla mín á þingi og sveitarstjórnarmálum muni nýtast til að koma góðum málum áleiðis. Í sveitarstjórn er maður mikið nær allri ákvarðanatöku heldur en á Alþingi og kosningabaráttan tekur mið af því. Við eigum að reka samfélag þar sem velferð fólks verður ekki bara mæld í krónum og aurum.“ „Ef við fáum gott brautargengi í vor þá munum við verða í góðri stöðu til að gera Kópavog að enn betra samfélagi,“ segir Birkir Jón að lokum. Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Fleiri fréttir Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi Sjá meira
Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi, vill koma á frístundakorti fyrir eldri borgara, líkt og tíðkast með börn í mörgum sveitarfélögum landsins. Segir hann Framsóknarflokkinn vilja að frístundakortið verði 20.000 krónur sem geti nýst í sund, tónlistarnám, námskeið og tómstundir. Birkir Jón sagði í samtali við Vísi að rekstur Kópavogs hafi gengið vel á kjörtímabilinu, skuldir hafi lækkað og það sé verkefni nýrrar bæjarstjórnar að loknum kosningum að halda áfram á þeirri braut.Málefni unga fólksins eru honum einnig hugleikin. „Við viljum koma til móts við þarfi barnafjölskyldna í Kópavogi. Þar eru skólamálin fyrirferðamikil sem og íþrótta og tómstundamálin. Við viljum auka þátttöku ungs fólks í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi með því að taka upp frístundakort að upphæð 40.000 kr - kortið nái einnig til tónlistarnáms og fleiri tómstunda en áður,“ segir Birkir Jón. Kosningabaráttan er við það að fara á fullt í Kópavogi. Birkir Jón er afar sáttur við að vera kominn aftur í stjórnmálin og segir sveitarstjórnarstigið heilla. „Kópavogur er í dag að gera marga góða hluti - en við getum gert betur. Ég vonast til þess að reynsla mín á þingi og sveitarstjórnarmálum muni nýtast til að koma góðum málum áleiðis. Í sveitarstjórn er maður mikið nær allri ákvarðanatöku heldur en á Alþingi og kosningabaráttan tekur mið af því. Við eigum að reka samfélag þar sem velferð fólks verður ekki bara mæld í krónum og aurum.“ „Ef við fáum gott brautargengi í vor þá munum við verða í góðri stöðu til að gera Kópavog að enn betra samfélagi,“ segir Birkir Jón að lokum. Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Fleiri fréttir Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi Sjá meira