Tveir stjórnarkostir langvinsælastir 27. mars 2007 06:45 Skoðanakönnun Alls 30,2 prósent segjast vilja að núverandi stjórnarflokkar verði áfram við stjórnvölinn eftir kosningar og eru það aðeins fleiri nú sem vilja áframhaldandi samstarf Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks en í janúar, þegar Fréttablaðið spurði sömu spurningar. Jafnmargir, eða 30,2 prósent, segjast vilja að Samfylking og Vinstri grænt myndi ríkisstjórn eftir kosningar. Mun fleiri nefna nú þennan valmöguleika en í könnun Fréttablaðsins í janúar, þegar 9,3 prósent sögðust vilja að þessir tveir flokkar mynduðu ríkisstjórn eftir kosningar. Vinsældir stjórnarandstöðunnar sem ríkisstjórnarvalkostur hafa dalað verulega. Í ágúst á síðasta ári sögðust 14,8 prósent vilja að stjórnarandstaðan öll myndaði næstu ríkisstjórn. Í janúar nefndu 22,6 prósent þann valmöguleika. Nú eru það einungis 5,9 prósent sem vilja þriggja flokka stjórn frjálslyndra, Samfylkingar og vinstri grænna. Vegna þess hve þeim hefur fjölgað sem vilja tveggja flokka stjórn Samfylkingar og vinstri grænna er mjög líklegt að þeim hafi fækkað mjög sem vilja að Frjálslyndi flokkurinn komi að ríkisstjórn. Samstarf Sjálfstæðisflokks við Samfylkingu eða Vinstri grænt hafa sumir talið álitlegan valkost, þannig sögðust 12,3 prósent í ágúst vilja að Sjálfstæðisflokkur myndaði stjórn með Samfylkingu. Einungis 7,6 prósent eru á þeirri skoðun nú. Þá sögðust 9,0 prósent vilja stjórn Sjálfstæðisflokks og vinstri grænna. Nú eru 12,4 prósent á þeirri skoðun. Ef litið er til óska landsmanna, eftir því hvaða flokk þeir kjósa, segjast 89,2 prósent framsóknarmanna vilja áframhaldandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, sem eru nokkuð fleiri framsóknarmenn en í janúar, þegar 68,0 prósent þeirra vildu slíkt samstarf. 62,1 prósent sjálfstæðismanna er því sammála, en það voru 53,4 prósent þeirra í janúar. 60,0 prósent frjálslyndra vilja þriggja flokka stjórn frjálslyndra, Samfylkingar og vinstri grænna, svipað hlutfall og mældist í janúar. Alls 88,9 prósent stuðningfólks Íslandshreyfingarinnar vilja aðra ríkisstjórn með aðild hreyfingarinnar, ýmist stjórn til hægri eða vinstri. 73,0 prósent kjósenda Samfylkingar vilja tveggja flokka stjórn með vinstri grænum, en það voru 20,2 prósent þeirra sem sögðust vilja slíka stjórn í janúar. Þá vildu flestir kjósendur Samfylkingar þriggja flokka stjórn stjórnarandstöðunnar eftir kosningar. 70,4 prósent kjósenda vinstri grænna vilja tveggja flokka stjórn með Samfylkingu, en 25,4 prósent þeirra sögðust vilja slíka stjórn í janúar. Þá vildu 38,0 prósent kjósenda vinstri grænna þriggja flokka stjórn stjórnarandstöðunnar. Af þeim sem eru óákveðnir segjast flestir, eða 26,0 prósent, vilja áframhaldandi stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Hringt var í 800 manns á kosningaaldri laugardaginn 24. mars og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var; Hvaða stjórnmálaflokkar vilt þú að myndi ríkisstjórn eftir kosningarnar í vor? 61,3 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar. Kosningar 2007 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Sjá meira
Skoðanakönnun Alls 30,2 prósent segjast vilja að núverandi stjórnarflokkar verði áfram við stjórnvölinn eftir kosningar og eru það aðeins fleiri nú sem vilja áframhaldandi samstarf Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks en í janúar, þegar Fréttablaðið spurði sömu spurningar. Jafnmargir, eða 30,2 prósent, segjast vilja að Samfylking og Vinstri grænt myndi ríkisstjórn eftir kosningar. Mun fleiri nefna nú þennan valmöguleika en í könnun Fréttablaðsins í janúar, þegar 9,3 prósent sögðust vilja að þessir tveir flokkar mynduðu ríkisstjórn eftir kosningar. Vinsældir stjórnarandstöðunnar sem ríkisstjórnarvalkostur hafa dalað verulega. Í ágúst á síðasta ári sögðust 14,8 prósent vilja að stjórnarandstaðan öll myndaði næstu ríkisstjórn. Í janúar nefndu 22,6 prósent þann valmöguleika. Nú eru það einungis 5,9 prósent sem vilja þriggja flokka stjórn frjálslyndra, Samfylkingar og vinstri grænna. Vegna þess hve þeim hefur fjölgað sem vilja tveggja flokka stjórn Samfylkingar og vinstri grænna er mjög líklegt að þeim hafi fækkað mjög sem vilja að Frjálslyndi flokkurinn komi að ríkisstjórn. Samstarf Sjálfstæðisflokks við Samfylkingu eða Vinstri grænt hafa sumir talið álitlegan valkost, þannig sögðust 12,3 prósent í ágúst vilja að Sjálfstæðisflokkur myndaði stjórn með Samfylkingu. Einungis 7,6 prósent eru á þeirri skoðun nú. Þá sögðust 9,0 prósent vilja stjórn Sjálfstæðisflokks og vinstri grænna. Nú eru 12,4 prósent á þeirri skoðun. Ef litið er til óska landsmanna, eftir því hvaða flokk þeir kjósa, segjast 89,2 prósent framsóknarmanna vilja áframhaldandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, sem eru nokkuð fleiri framsóknarmenn en í janúar, þegar 68,0 prósent þeirra vildu slíkt samstarf. 62,1 prósent sjálfstæðismanna er því sammála, en það voru 53,4 prósent þeirra í janúar. 60,0 prósent frjálslyndra vilja þriggja flokka stjórn frjálslyndra, Samfylkingar og vinstri grænna, svipað hlutfall og mældist í janúar. Alls 88,9 prósent stuðningfólks Íslandshreyfingarinnar vilja aðra ríkisstjórn með aðild hreyfingarinnar, ýmist stjórn til hægri eða vinstri. 73,0 prósent kjósenda Samfylkingar vilja tveggja flokka stjórn með vinstri grænum, en það voru 20,2 prósent þeirra sem sögðust vilja slíka stjórn í janúar. Þá vildu flestir kjósendur Samfylkingar þriggja flokka stjórn stjórnarandstöðunnar eftir kosningar. 70,4 prósent kjósenda vinstri grænna vilja tveggja flokka stjórn með Samfylkingu, en 25,4 prósent þeirra sögðust vilja slíka stjórn í janúar. Þá vildu 38,0 prósent kjósenda vinstri grænna þriggja flokka stjórn stjórnarandstöðunnar. Af þeim sem eru óákveðnir segjast flestir, eða 26,0 prósent, vilja áframhaldandi stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Hringt var í 800 manns á kosningaaldri laugardaginn 24. mars og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var; Hvaða stjórnmálaflokkar vilt þú að myndi ríkisstjórn eftir kosningarnar í vor? 61,3 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar.
Kosningar 2007 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Sjá meira