Samfylkingin vill fella niður innflutningsvernd á landbúnaðarvörur 22. mars 2007 19:01 Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn sem vill ganga skrefi lengra til að lækka matarverð hér á landi með því að fella niður innflutningsvernd á landbúnaðarvörur. Allir flokkar, nema Sjálfstæðisflokkur, eru hins vegar á móti sölu léttvíns í matvöruverslunum. Skiptar skoðanir eru um málið innan Samfylkingar. Þetta kom fram á aðalfundi Samtaka verslunar og þjónustu í dag. Á fundinum sátu formenn allra stjórnmálaflokkanna fyrir svörum, við spurningum sem samtökin telja sín hagsmunamál. Samfylkingin er eini flokkurinn sem svaraði játandi þeirri spurningu hvort næsta skref til lækkunar matvælaverðs yrði niðurfelling innflutningsverndar á landbúnaðarvörur. Formenn hinna flokkanna svöruðu því neitandi og sögðu það ekki tímabært. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingar, segir skattalækkanir ríkisstjórnarinnar í byrjun mars ekki duga til. „Við þurfum að lækka innflutningstollana til þess að við getum borið okkur saman við hin Norðurlöndin," segir Ingibjörg. Geir H. Haarde forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði að þeir myndu ekki fella niður innflutningsvernd nema í samræmi við alþjóðlega samninga. „Við teljum að það sé ekki hægt að gera það í bráð. Hins vegar er það alveg ljóst að innflutningsvernd verður minni í framtíðinni. Þetta er spurning um það með hvaða hætti og hvers konar aðlögun landbúnaðurinn fær," segir Geir. Þá er Sjálfstæðisflokkurinn eini flokkurinn sem vill leyfa sölu léttvíns og öls í matvöruverslunum. Skiptar skoðanir voru hjá Samfylkingu en formenn hinna flokkanna sögðu þvert nei. Kosningar 2007 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Fleiri fréttir Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi Sjá meira
Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn sem vill ganga skrefi lengra til að lækka matarverð hér á landi með því að fella niður innflutningsvernd á landbúnaðarvörur. Allir flokkar, nema Sjálfstæðisflokkur, eru hins vegar á móti sölu léttvíns í matvöruverslunum. Skiptar skoðanir eru um málið innan Samfylkingar. Þetta kom fram á aðalfundi Samtaka verslunar og þjónustu í dag. Á fundinum sátu formenn allra stjórnmálaflokkanna fyrir svörum, við spurningum sem samtökin telja sín hagsmunamál. Samfylkingin er eini flokkurinn sem svaraði játandi þeirri spurningu hvort næsta skref til lækkunar matvælaverðs yrði niðurfelling innflutningsverndar á landbúnaðarvörur. Formenn hinna flokkanna svöruðu því neitandi og sögðu það ekki tímabært. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingar, segir skattalækkanir ríkisstjórnarinnar í byrjun mars ekki duga til. „Við þurfum að lækka innflutningstollana til þess að við getum borið okkur saman við hin Norðurlöndin," segir Ingibjörg. Geir H. Haarde forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði að þeir myndu ekki fella niður innflutningsvernd nema í samræmi við alþjóðlega samninga. „Við teljum að það sé ekki hægt að gera það í bráð. Hins vegar er það alveg ljóst að innflutningsvernd verður minni í framtíðinni. Þetta er spurning um það með hvaða hætti og hvers konar aðlögun landbúnaðurinn fær," segir Geir. Þá er Sjálfstæðisflokkurinn eini flokkurinn sem vill leyfa sölu léttvíns og öls í matvöruverslunum. Skiptar skoðanir voru hjá Samfylkingu en formenn hinna flokkanna sögðu þvert nei.
Kosningar 2007 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Fleiri fréttir Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi Sjá meira