Forsætisráðherra ber fullt traust til forseta Íslands 2. maí 2007 18:30 Geir H Haarde forsætisráðherra segist bera fullt traust til forseta Íslands þurfi forsetinn að koma að því að mynda ríkisstjórn að loknum kosningum. En höfundur Reykjavíkurbréfs hefur áhyggjur af því að forsetinn muni beita sér fyrir myndun vinstristjórnar, komist hann í aðstöðu til þess. Það hefur verið friðsamlegt á stjórnarheimilinu síðustu 16 ár eða allt frá því að Davíð Oddsson myndaði sína fyrstu ríkisstjórn árið 1991. Forseti Íslands hefur því ekki þurft að koma að stjórnarmyndunum, en það hefur ekki alltaf verið þannig. Höfundur Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins hefur áhyggjur af því að forystumönnum stjórnmálaflokkanna muni ekki ganga eins vel að koma sér saman um hverjir sitja í stjórnarráðinu næstu fjögur árin og gengið hefur undanfarin fjögur kjörtímabil. Þá muni Ólafur Ragnar Grímsson forrseti íslands í fyrsta skipti fá tækifæri til að útdeila umboði til stjórnarmyndunar. Höfundur Reykjavíkurbréfs segir að hlutverk forystumanna stjórnarflokkanna eigi að vera að hleypa forsetanum hvergi að stjórnarmyndun. Stjórnarskráin segir það eitt um hlutverk forseta við stjórnarmyndanir að hann skipi ráðherra og veiti þeim lausn. Það er því stuðst við hefðir þegar kemur að afskiptum forseta að stjórnarmyndunum. Sigurður Líndal lagaprófessor sagði í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag að ef kæmi til afskipta forsetans, hefði hann nokkuð frjálsar hendur með það í hvaða röð hann talaði við formenn stjórnmálaflokkanna og hverjum hann afhenti umboð til stjórnarmyndunar. Ásta Möller þingmaður Sjálfstæðisflokksins tók undir áhyggjur Morgunblaðsins af mögulegum afskiptum forseta af stjórnarmyndun á bloggsíðu sinni, en dró þær áhyggjur sínar til baka í viðtali við Stöð 2 í gær. Geir H Haarde formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherrra sagði við fréttastofuna í dag, að hann bæri fullt traust til forsetans. Forsetinn hefði hlutverki að gegna ef forystumönnum flokkanna tækist ekki að mynda meirihlutastjórn á Alþingi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður flokksins sagðist einnig ekki deila áhyggjum morgunblaðsins. Það hefur oft reynt á embætti forseta Íslands við stjórnarmyndanir og þá sérstaklega í forsetatíð Kristjáns Eldjárns. Að minnsta kosti einu sinni var Kristján tilbúinn með lista yfir ráðherra í utanþingsstjórn. Til þess kom þó ekki en en aðeins einu sinni hefur komið til myndunar utanþingsstjórnar á Íslandi árið 1942. "Ég býst við að meginreglan sé auðvitað sú að forsetinn feli þeim stjórnarmyndun sem hann telur líklegast að muni getað myndað stjórn," segir Sigurður Líndal. En jafnvel þó ófriðlegt hafi verið á stjórnarheimilinu hefur ekki alltaf þurft atbeina forseta, eins og þegar Jón Baldvin Hanniblasson og Steingrímur Hermannsson slitu ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar í beinni útsendingu á Stöð 2 í september 1988. En þá mynduðu Jón Baldvin og Steingrímur einfaldlega nýja stjórn með aðstoð Alþýðubandalagsins og hluta Borgaraflokksins. Kosningar 2007 Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira
Geir H Haarde forsætisráðherra segist bera fullt traust til forseta Íslands þurfi forsetinn að koma að því að mynda ríkisstjórn að loknum kosningum. En höfundur Reykjavíkurbréfs hefur áhyggjur af því að forsetinn muni beita sér fyrir myndun vinstristjórnar, komist hann í aðstöðu til þess. Það hefur verið friðsamlegt á stjórnarheimilinu síðustu 16 ár eða allt frá því að Davíð Oddsson myndaði sína fyrstu ríkisstjórn árið 1991. Forseti Íslands hefur því ekki þurft að koma að stjórnarmyndunum, en það hefur ekki alltaf verið þannig. Höfundur Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins hefur áhyggjur af því að forystumönnum stjórnmálaflokkanna muni ekki ganga eins vel að koma sér saman um hverjir sitja í stjórnarráðinu næstu fjögur árin og gengið hefur undanfarin fjögur kjörtímabil. Þá muni Ólafur Ragnar Grímsson forrseti íslands í fyrsta skipti fá tækifæri til að útdeila umboði til stjórnarmyndunar. Höfundur Reykjavíkurbréfs segir að hlutverk forystumanna stjórnarflokkanna eigi að vera að hleypa forsetanum hvergi að stjórnarmyndun. Stjórnarskráin segir það eitt um hlutverk forseta við stjórnarmyndanir að hann skipi ráðherra og veiti þeim lausn. Það er því stuðst við hefðir þegar kemur að afskiptum forseta að stjórnarmyndunum. Sigurður Líndal lagaprófessor sagði í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag að ef kæmi til afskipta forsetans, hefði hann nokkuð frjálsar hendur með það í hvaða röð hann talaði við formenn stjórnmálaflokkanna og hverjum hann afhenti umboð til stjórnarmyndunar. Ásta Möller þingmaður Sjálfstæðisflokksins tók undir áhyggjur Morgunblaðsins af mögulegum afskiptum forseta af stjórnarmyndun á bloggsíðu sinni, en dró þær áhyggjur sínar til baka í viðtali við Stöð 2 í gær. Geir H Haarde formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherrra sagði við fréttastofuna í dag, að hann bæri fullt traust til forsetans. Forsetinn hefði hlutverki að gegna ef forystumönnum flokkanna tækist ekki að mynda meirihlutastjórn á Alþingi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður flokksins sagðist einnig ekki deila áhyggjum morgunblaðsins. Það hefur oft reynt á embætti forseta Íslands við stjórnarmyndanir og þá sérstaklega í forsetatíð Kristjáns Eldjárns. Að minnsta kosti einu sinni var Kristján tilbúinn með lista yfir ráðherra í utanþingsstjórn. Til þess kom þó ekki en en aðeins einu sinni hefur komið til myndunar utanþingsstjórnar á Íslandi árið 1942. "Ég býst við að meginreglan sé auðvitað sú að forsetinn feli þeim stjórnarmyndun sem hann telur líklegast að muni getað myndað stjórn," segir Sigurður Líndal. En jafnvel þó ófriðlegt hafi verið á stjórnarheimilinu hefur ekki alltaf þurft atbeina forseta, eins og þegar Jón Baldvin Hanniblasson og Steingrímur Hermannsson slitu ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar í beinni útsendingu á Stöð 2 í september 1988. En þá mynduðu Jón Baldvin og Steingrímur einfaldlega nýja stjórn með aðstoð Alþýðubandalagsins og hluta Borgaraflokksins.
Kosningar 2007 Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira