Ríkisstjórnin hélt naumlega velli - Jón Sigurðsson komst ekki á þing Björn Gíslason skrifar 13. maí 2007 08:51 Ríkisstjórnin heldur velli eftir þingkosningar í gær. Framsóknarflokkurinn beið mikinn ósigur og fékk sjö þingmenn en Sjálfstæðisflokkurinn 25 og þeir því samtals 32 þingmenn. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, komst ekki á þing. Þá fékk Samfylkingin 18 þingmenn og Vinstri grænir níu þingmenn og telst sigurvegari kosninganna. Frjálslyndi flokkurinn hélt sínum fjórum þingmönnum frá síðustu kosningum en Íslandshreyfingin náði ekki inn manni. Sjálfstæðismenn bættu við sig þremur þingmönnum Sjálfstæðismenn fengu 36,6 prósent atkvæða sem er 2,9 prósentustigum meira en í síðustu kosningum. Þetta fylgi tryggði þeim þremur fleiri þingmenn. Samfylkingin hlaut 26,8 prósenta fylgi sem er 4,2 prósentum minna en í síðustu kosningum. Fékk flokkurinn þar af leiðandi tveimur mönnum færra en árið 2003. Vinstri græn fengu 14,3 prósenta fylgi og níu þingmenn. Síðast fékk flokkurinn 8,8 prósent og fimm þingmenn. Framsóknarflokkurinn fékk 11,7 prósent atkvæða sem er sex prósentustigum minna en árið 2003. Missti flokkurinn fimm þingmenn. Frjálslyndi flokkurinn fékk fjóra menn kjörna líkt og síðast enda var fylgi flokksins nánast það sama og í kosningunum 2003. Íslandshreyfingin - lifandi land endaði hins vegar í 3,3 prósentum en flokkurinn bauð fram í fyrsta sinn í ár. Sviptingar á kosninganótt Miklar sviptingar voru í talningunni í gærkvöld og í nótt og morgun og var ríkisstjórnin ýmist inni eða úti. Fyrstu tölur bentu til þess að stjórnarnandstaðan myndi ná þriggja þingmanna meirihluta en það forskot minnkaði niður í einn þingmann þegar líða tók á kvöldið. Um eittleytið náði ríkisstjórnin svo eins manns meirihluta en tapaði honum um klukkustund síðar. Ríkisstjórnin náði svo aftur þessum meirihluta á fjórða tímanum og hélt þeim meirihluta fram til loka. Sóttu framsóknarmenn í sig veðrið þegar leið á nóttina og voru með átta þingmenn þar til kom að síðustu tölum en þá töpuðu þeir einum til sjálfstæðismanna. Kjörsókn 83,3 prósent Kjörsókn var aðeins 74,5 prósent í Reykjavíkurkjördæmi norður, 86,2 prósent í Reykjavíkurkjördæmi suður, 84,3 í Suðvesturkjördæmi, 86 prósent í Norðvesturkjördæmi, 84,8 í Norðausturkjördæmi og 84,3 í Suðurkjördæmi. Þetta þýðir að kjörsókn á landinu var 83,3 prósent Niðurstöður í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Suðvesturkjördæmi lágu fyrir á fjórða tímanum í nótt og í Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi í sjöunda tímanum. Mest bið var eftir lokatölum í Norðvesturkjördæmi þar sem töf varð á því að flytja atkvæðin á talningarstað í Borgarnesi auk þess sem talningarmenn glímdu við mikinn fjölda utankjörfundaratkvæða. Kosningar 2007 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Fleiri fréttir Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Sjá meira
Ríkisstjórnin heldur velli eftir þingkosningar í gær. Framsóknarflokkurinn beið mikinn ósigur og fékk sjö þingmenn en Sjálfstæðisflokkurinn 25 og þeir því samtals 32 þingmenn. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, komst ekki á þing. Þá fékk Samfylkingin 18 þingmenn og Vinstri grænir níu þingmenn og telst sigurvegari kosninganna. Frjálslyndi flokkurinn hélt sínum fjórum þingmönnum frá síðustu kosningum en Íslandshreyfingin náði ekki inn manni. Sjálfstæðismenn bættu við sig þremur þingmönnum Sjálfstæðismenn fengu 36,6 prósent atkvæða sem er 2,9 prósentustigum meira en í síðustu kosningum. Þetta fylgi tryggði þeim þremur fleiri þingmenn. Samfylkingin hlaut 26,8 prósenta fylgi sem er 4,2 prósentum minna en í síðustu kosningum. Fékk flokkurinn þar af leiðandi tveimur mönnum færra en árið 2003. Vinstri græn fengu 14,3 prósenta fylgi og níu þingmenn. Síðast fékk flokkurinn 8,8 prósent og fimm þingmenn. Framsóknarflokkurinn fékk 11,7 prósent atkvæða sem er sex prósentustigum minna en árið 2003. Missti flokkurinn fimm þingmenn. Frjálslyndi flokkurinn fékk fjóra menn kjörna líkt og síðast enda var fylgi flokksins nánast það sama og í kosningunum 2003. Íslandshreyfingin - lifandi land endaði hins vegar í 3,3 prósentum en flokkurinn bauð fram í fyrsta sinn í ár. Sviptingar á kosninganótt Miklar sviptingar voru í talningunni í gærkvöld og í nótt og morgun og var ríkisstjórnin ýmist inni eða úti. Fyrstu tölur bentu til þess að stjórnarnandstaðan myndi ná þriggja þingmanna meirihluta en það forskot minnkaði niður í einn þingmann þegar líða tók á kvöldið. Um eittleytið náði ríkisstjórnin svo eins manns meirihluta en tapaði honum um klukkustund síðar. Ríkisstjórnin náði svo aftur þessum meirihluta á fjórða tímanum og hélt þeim meirihluta fram til loka. Sóttu framsóknarmenn í sig veðrið þegar leið á nóttina og voru með átta þingmenn þar til kom að síðustu tölum en þá töpuðu þeir einum til sjálfstæðismanna. Kjörsókn 83,3 prósent Kjörsókn var aðeins 74,5 prósent í Reykjavíkurkjördæmi norður, 86,2 prósent í Reykjavíkurkjördæmi suður, 84,3 í Suðvesturkjördæmi, 86 prósent í Norðvesturkjördæmi, 84,8 í Norðausturkjördæmi og 84,3 í Suðurkjördæmi. Þetta þýðir að kjörsókn á landinu var 83,3 prósent Niðurstöður í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Suðvesturkjördæmi lágu fyrir á fjórða tímanum í nótt og í Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi í sjöunda tímanum. Mest bið var eftir lokatölum í Norðvesturkjördæmi þar sem töf varð á því að flytja atkvæðin á talningarstað í Borgarnesi auk þess sem talningarmenn glímdu við mikinn fjölda utankjörfundaratkvæða.
Kosningar 2007 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Fleiri fréttir Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Sjá meira