Utan vallar: Nýr kafli í íslenskri íþróttasögu Sigurður Elvar Þórólfsson í Santos skrifar 3. desember 2011 07:00 Frá æfingu íslenska landsliðsins í Santos í gær. Mynd/Pjetur Nýr kafli verður skrifaður í dag í íslenska íþróttasögu þegar kvennalandslið Íslands leikur sinn fyrsta leik á heimsmeistaramótinu í handbolta hér í Santos í Brasilíu. Ísland hefur aldrei áður komist í úrslitakeppni HM og er þetta í annað sinn sem kvennalandsliðið kemst í lokakeppni á stórmóti. Evrópumeistaramótið í Danmörku í fyrra var frumraunin en þar tapaði Ísland öllum þremur leikjum sínum. Það er ekki sjálfgefið að Ísland sé í þessari stöðu að vera með lið í úrslitakeppni á stórmóti. Fyrirliðinn Hrafnhildur Skúladóttir hefur t.d. beðið eftir þessu tækifæri í 14 ár. Það þarf allt að ganga upp til þess að Ísland sé í þessari stöðu. Það er því hið eina rétta að njóta augnabliksins og njóta þess að horfa á Ísland keppa í lokakeppni á stórmóti. Við Íslendingar erum reyndar góðu vanir. Karlalandsliðið hefur varla misst úr stórmót á undanförnum árum og Íslendingar gera miklar kröfur. Íslenska liðið hefur sett sér það markmið að komast í 16-liða úrslit. „Stelpurnar okkar" ætli sér að ná árangri. Þær eru ekki hingað komnar sem ferðamenn. Möguleikarnir eru til staðar en flest þarf að ganga upp til þess að liðið verði í hópi fjögurra efstu í A-riðli. Góð vörn, markvarsla og mörk úr hraðaupphlaupum verða lifibrauð Íslands á þessu móti. Ef það gengur upp er aldrei að vita hvað gerist í framhaldinu. Brasilía er gestgjafi heimsmeistaramótsins og er þetta í 20. sinn sem HM kvenna fer fram. Það er óhætt að segja að Brasilíumenn eru ekkert að æsa sig mikið þegar kemur að ýmsum stórum hlutum sem tengjast þessu móti. Daginn fyrir fyrsta leikinn í Arena Santos var t.d. gríðarlega margt sem átti eftir að ganga frá. Þar á meðal netsamband fyrir fjölmarga blaða- og fréttamenn sem fylgja liðunum. Þegar spurt var um stöðu mála var svarið einfalt. „Þetta verður í lagi á morgun." Það er ekkert stress í gangi hjá mótshöldurum – bara alls ekki. „Við reddum þessu" er frasi sem var örugglega fundinn upp í Brasilíu en ekki hjá Blikksmiðju Guðmundar á Akranesi. – Áfram Ísland. Pistillinn Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Nýr kafli verður skrifaður í dag í íslenska íþróttasögu þegar kvennalandslið Íslands leikur sinn fyrsta leik á heimsmeistaramótinu í handbolta hér í Santos í Brasilíu. Ísland hefur aldrei áður komist í úrslitakeppni HM og er þetta í annað sinn sem kvennalandsliðið kemst í lokakeppni á stórmóti. Evrópumeistaramótið í Danmörku í fyrra var frumraunin en þar tapaði Ísland öllum þremur leikjum sínum. Það er ekki sjálfgefið að Ísland sé í þessari stöðu að vera með lið í úrslitakeppni á stórmóti. Fyrirliðinn Hrafnhildur Skúladóttir hefur t.d. beðið eftir þessu tækifæri í 14 ár. Það þarf allt að ganga upp til þess að Ísland sé í þessari stöðu. Það er því hið eina rétta að njóta augnabliksins og njóta þess að horfa á Ísland keppa í lokakeppni á stórmóti. Við Íslendingar erum reyndar góðu vanir. Karlalandsliðið hefur varla misst úr stórmót á undanförnum árum og Íslendingar gera miklar kröfur. Íslenska liðið hefur sett sér það markmið að komast í 16-liða úrslit. „Stelpurnar okkar" ætli sér að ná árangri. Þær eru ekki hingað komnar sem ferðamenn. Möguleikarnir eru til staðar en flest þarf að ganga upp til þess að liðið verði í hópi fjögurra efstu í A-riðli. Góð vörn, markvarsla og mörk úr hraðaupphlaupum verða lifibrauð Íslands á þessu móti. Ef það gengur upp er aldrei að vita hvað gerist í framhaldinu. Brasilía er gestgjafi heimsmeistaramótsins og er þetta í 20. sinn sem HM kvenna fer fram. Það er óhætt að segja að Brasilíumenn eru ekkert að æsa sig mikið þegar kemur að ýmsum stórum hlutum sem tengjast þessu móti. Daginn fyrir fyrsta leikinn í Arena Santos var t.d. gríðarlega margt sem átti eftir að ganga frá. Þar á meðal netsamband fyrir fjölmarga blaða- og fréttamenn sem fylgja liðunum. Þegar spurt var um stöðu mála var svarið einfalt. „Þetta verður í lagi á morgun." Það er ekkert stress í gangi hjá mótshöldurum – bara alls ekki. „Við reddum þessu" er frasi sem var örugglega fundinn upp í Brasilíu en ekki hjá Blikksmiðju Guðmundar á Akranesi. – Áfram Ísland.
Pistillinn Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik