Mig hefur dreymt um þetta lengi Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. ágúst 2015 06:00 Afmælisbörn gærdagsins. Mynd/KKÍ/Kristinn Geir „Það er auðvitað komin töluverð spenna en reynslumiklu leikmenn liðsins eru að halda okkur niðri á jörðinni og minna okkur á að halda einbeitingu,“ sagði Ragnar Nathanaelsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í Póllandi í gær. Lokaundirbúningur íslenska liðsins fyrir Eurobasket hefst á morgun á æfingarmóti í Póllandi en fyrsti leikur á mótinu er gegn Þýskalandi eftir rúma viku. „Þótt að við séum að spila gegn sterkustu þjóðum heims vitum við að við þurfum að mæta og spila körfubolta. Þegar við lendum í Berlín þá held ég að kjaftshöggið komi sem minni okkur á hvað við erum að fara að gera.“ Ragnar gæti reynst liðinu gríðarlega mikilvægur á mótinu en hann er eini leikmaður liðsins sem er hærri en 2 metrar. Gætu allir 218 sentímetrarnir hans reynst liðinu mikilvægur inn í teignum. „Við erum búnir að æfa mikið hvar ég á að staðsetja mig ásamt því að æfa vagg og veltu (e. pick and roll) í sóknarleiknum því ég er nokkuð snöggur í fótunum miðað við stærð. Við munum reyna að nota það eitthvað og svo mun ég einblína á stærstu mennina í vörninni,“ sagði Ragnar sem fær að kljást við hluta af bestu körfuboltamönnum í heimi í sinni stöðu. „Ég er gríðarlega spenntur fyrir því að spila gegn liði með jafn stórum leikmönnum og við erum að fara að spila við. Þetta verður góð prófraun á mig sem leikmann og ég mun gefa allt mitt á þessum mínútum sem ég fæ.“ Ragnar sagði að undirbúningurinn fyrir mótið hefði gengið vel en liðið hefur æft töluvert saman í sumar. „Sá sem fer inn á í hvert sinn mun gera hvað sem hann getur til þess að þóknast liðinu sem best. Við erum að reyna að koma því hugarfari að liðinu að spila sem lið í öllum leikjum. Við höfum eytt töluverðum tíma saman utan vallar og erum orðinn mjög samheldinn hópur,“ sagði Ragnar sem sagði að æfingarleikir liðsins hefðu aðstoðað við undirbúninginn. „Við erum búnir að spila mun fleiri leiki í ár heldur en í fyrra og fyrir vikið komið mun betra flæði í leik liðsins. Í fyrra vorum við örlítið að fela okkur fyrir Bretum og Bosníumönnum en í ár gátum við tekið æfingarleiki til þess að spila okkur betur saman.“ „Við þekkjum kerfin öll mun betur og hvorn annan mun betur fyrir vikið og það er mun betra. Þegar við vorum að æfa kerfin á æfingu vorum við að æfa gegn hvor öðrum sem þekktum kerfin og það var því engin prófraun á þetta sem Craig vill gera. “ Ragnar var valinn á dögunum í leikmannahóp liðsins þegar skorið var niður um þrjá leikmenn en hann sagði að þungu fargi hefði verið létt af sér um leið og hann heyrði tíðindin. „Það var þvílíkur léttir þegar Craig sagði mér að ég yrði hluti af hópnum enda búinn að eyða öllu sumrinu í þetta. Það er mikill heiður að fá að vera partur af þessu liði, manni hefur dreymt um þetta lengi. Það verður gaman að sjá hvar við stöndum gegn þessum stóru þjóðum.“ Ragnar fagnaði óvenjulegum afmælisdegi í gær í æfingarbúðum í Póllandi hann og Helgi Már Magnússon áttu báðir afmæli í gær. „Þetta er töluvert öðruvísi en vanalega. Ég kom afmælispakka á Helga, eðal skegg olíu, en ég á eftir að fá gjöf á móti,“ sagði Ragnar, léttur í lund að lokum. EM 2015 í Berlín Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Fleiri fréttir Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Sjá meira
„Það er auðvitað komin töluverð spenna en reynslumiklu leikmenn liðsins eru að halda okkur niðri á jörðinni og minna okkur á að halda einbeitingu,“ sagði Ragnar Nathanaelsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í Póllandi í gær. Lokaundirbúningur íslenska liðsins fyrir Eurobasket hefst á morgun á æfingarmóti í Póllandi en fyrsti leikur á mótinu er gegn Þýskalandi eftir rúma viku. „Þótt að við séum að spila gegn sterkustu þjóðum heims vitum við að við þurfum að mæta og spila körfubolta. Þegar við lendum í Berlín þá held ég að kjaftshöggið komi sem minni okkur á hvað við erum að fara að gera.“ Ragnar gæti reynst liðinu gríðarlega mikilvægur á mótinu en hann er eini leikmaður liðsins sem er hærri en 2 metrar. Gætu allir 218 sentímetrarnir hans reynst liðinu mikilvægur inn í teignum. „Við erum búnir að æfa mikið hvar ég á að staðsetja mig ásamt því að æfa vagg og veltu (e. pick and roll) í sóknarleiknum því ég er nokkuð snöggur í fótunum miðað við stærð. Við munum reyna að nota það eitthvað og svo mun ég einblína á stærstu mennina í vörninni,“ sagði Ragnar sem fær að kljást við hluta af bestu körfuboltamönnum í heimi í sinni stöðu. „Ég er gríðarlega spenntur fyrir því að spila gegn liði með jafn stórum leikmönnum og við erum að fara að spila við. Þetta verður góð prófraun á mig sem leikmann og ég mun gefa allt mitt á þessum mínútum sem ég fæ.“ Ragnar sagði að undirbúningurinn fyrir mótið hefði gengið vel en liðið hefur æft töluvert saman í sumar. „Sá sem fer inn á í hvert sinn mun gera hvað sem hann getur til þess að þóknast liðinu sem best. Við erum að reyna að koma því hugarfari að liðinu að spila sem lið í öllum leikjum. Við höfum eytt töluverðum tíma saman utan vallar og erum orðinn mjög samheldinn hópur,“ sagði Ragnar sem sagði að æfingarleikir liðsins hefðu aðstoðað við undirbúninginn. „Við erum búnir að spila mun fleiri leiki í ár heldur en í fyrra og fyrir vikið komið mun betra flæði í leik liðsins. Í fyrra vorum við örlítið að fela okkur fyrir Bretum og Bosníumönnum en í ár gátum við tekið æfingarleiki til þess að spila okkur betur saman.“ „Við þekkjum kerfin öll mun betur og hvorn annan mun betur fyrir vikið og það er mun betra. Þegar við vorum að æfa kerfin á æfingu vorum við að æfa gegn hvor öðrum sem þekktum kerfin og það var því engin prófraun á þetta sem Craig vill gera. “ Ragnar var valinn á dögunum í leikmannahóp liðsins þegar skorið var niður um þrjá leikmenn en hann sagði að þungu fargi hefði verið létt af sér um leið og hann heyrði tíðindin. „Það var þvílíkur léttir þegar Craig sagði mér að ég yrði hluti af hópnum enda búinn að eyða öllu sumrinu í þetta. Það er mikill heiður að fá að vera partur af þessu liði, manni hefur dreymt um þetta lengi. Það verður gaman að sjá hvar við stöndum gegn þessum stóru þjóðum.“ Ragnar fagnaði óvenjulegum afmælisdegi í gær í æfingarbúðum í Póllandi hann og Helgi Már Magnússon áttu báðir afmæli í gær. „Þetta er töluvert öðruvísi en vanalega. Ég kom afmælispakka á Helga, eðal skegg olíu, en ég á eftir að fá gjöf á móti,“ sagði Ragnar, léttur í lund að lokum.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Fleiri fréttir Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Sjá meira