Einar Andri um kynslóðarskiptin í handboltalandsliðinu: Efniviðurinn er til staðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2017 20:00 Fjórir nýliðar voru valdir í tuttugu manna A-landsliðshóp karla í handbolta sem mætir Svíum í tveimur vináttulandsleikjum á móti Svíum hér heima í lok október. Það eru þeir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Óðinn Þór Ríkharðsson úr FH, Egill Magnússon úr Stjörnunni og Elvar Örn Jónsson frá Selfossi. Guðjón Guðmundsson ræddi við Einar Andra Einarsson, þjálfari Aftureldingar, um þessi kynslóðarskipti í íslenska karlalandsliðinu í handbolta. „Hópurinn sýnir það að þessi kynslóðarskipti, sem eru búin að vera í umræðunni í nokkur ár, eru að fara í gegn. Við erum komnir með tíu stráka sem eru fæddir 1995 og seinna. Það er því orðið hátt hlutfall af hópnum sem eru strákar sem tilheyra yngri kynslóðinni,“ sagði Einar Andri Einarsson. Leikirnir við Svía er liður í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið í Króatíu í byrjun janúar. „Ég held að einhver hluti af þeim muni koma til með að taka þátt í Evrópumótinu. Það verður spennandi að sjá hvernig þeir koma út í þessum landsleikjum við Svía. Þeir fá tækifæri til að sýna hverjir eiga heima þar. Ég bind vonir við að við fáum að sjá einhverja af þeim. Það væri spennandi en jafnframt erfitt,“ sagði Einar Andri. „Þetta er rosalegt stökk og það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að þegar leikmenn eru að koma inn í þetta þá tekur það tíma. Menn þurfa tíma til að fóta sig og þurfa að fá að gera mistök. Menn verða að gera sér grein fyrir því að þetta gæti tekið einhvern tíma fyrir okkur,“ sagði Einar Andri. „Efniviðurinn er til staðar og ef að þessir strákar fá að sýna sig og sanna þá munum við með tímanum aftur komast á þann stað sem við viljum,“ sagði Einar Andri en það má sjá allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2018 í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Fjórir nýliðar voru valdir í tuttugu manna A-landsliðshóp karla í handbolta sem mætir Svíum í tveimur vináttulandsleikjum á móti Svíum hér heima í lok október. Það eru þeir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Óðinn Þór Ríkharðsson úr FH, Egill Magnússon úr Stjörnunni og Elvar Örn Jónsson frá Selfossi. Guðjón Guðmundsson ræddi við Einar Andra Einarsson, þjálfari Aftureldingar, um þessi kynslóðarskipti í íslenska karlalandsliðinu í handbolta. „Hópurinn sýnir það að þessi kynslóðarskipti, sem eru búin að vera í umræðunni í nokkur ár, eru að fara í gegn. Við erum komnir með tíu stráka sem eru fæddir 1995 og seinna. Það er því orðið hátt hlutfall af hópnum sem eru strákar sem tilheyra yngri kynslóðinni,“ sagði Einar Andri Einarsson. Leikirnir við Svía er liður í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið í Króatíu í byrjun janúar. „Ég held að einhver hluti af þeim muni koma til með að taka þátt í Evrópumótinu. Það verður spennandi að sjá hvernig þeir koma út í þessum landsleikjum við Svía. Þeir fá tækifæri til að sýna hverjir eiga heima þar. Ég bind vonir við að við fáum að sjá einhverja af þeim. Það væri spennandi en jafnframt erfitt,“ sagði Einar Andri. „Þetta er rosalegt stökk og það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að þegar leikmenn eru að koma inn í þetta þá tekur það tíma. Menn þurfa tíma til að fóta sig og þurfa að fá að gera mistök. Menn verða að gera sér grein fyrir því að þetta gæti tekið einhvern tíma fyrir okkur,“ sagði Einar Andri. „Efniviðurinn er til staðar og ef að þessir strákar fá að sýna sig og sanna þá munum við með tímanum aftur komast á þann stað sem við viljum,“ sagði Einar Andri en það má sjá allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2018 í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti