Geir: Þetta er bara staðan á okkur í dag og við höfum verk að vinna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2018 19:39 Geir Sveinsson. Vísir/Eyþór Geir Sveinsson var ekki ánægður með sitt lið eftir sjö marka tap á móti Evrópumeisturum Þýskalands í kvöld. Hann segir að liðið þurfi að nýta vel dagana fram að Evrópumótinu í Króatíu og þá sérstaklega til að laga varnarleikinn sinn. „Þetta fór ekki nógu vel hjá okkur í kvöld en það jákvæða sem ég myndi taka út úr leiknum er það að við höfum núna fullt að skoða og fullt að vinna með. Það er betra að það sé að gerast í dag frekar en eftir einhverja daga. Þetta er bara staðan á okkur í dag,“ sagði Geir. „Við vorum að spila á móti feykisterku liði og á þeirra heimavelli. Engu að síður þá er þetta staðan og við verðum að vinna með hana næstu daga,“ sagði Geir. Íslenska liðið var 8-6 yfir í fyrri hálfleik en tapaði lokakafla fyrri hálfleiksins 13-4. „Við erum að byrja vel sóknarlega þar sem við spilum vel og skynsamlega. Við náðum þá að halda löngum sóknum og erum að búa okkur til færi og annað. Vorum bara skynsamir. Svo smátt og smátt fara þeir að herða tökin varnarlega og fá meiri markvörslu heldur en við,“ sagði Geir. „Tölurnar tala sínu máli. Við erum að fá á okkur 36 mörk og erum aldrei að ná dampi. Við náðum aldrei að sýna okkar andlit varnarlega og það þurfum við klárlega að skoða. Vörnin var engan veginn nógu góð,“ sagði Geir. „Nú eru tæpir tveir sólarhringar í hinn leikinn á móti þeim og við höfum því tíma. Við förum strax að skoða leikinn frá því í kvöld og munum fá heilmikið af upplýsingum út úr því. Síðan verðum við bara að nýta æfinguna vel á morgun. Við þurfum að fara vel yfir það sem við ætlum að laga og breyta varnarlega. Við þurfum að fá það á hreint. Vonandi skilar það sér á sunnudaginn, “ sagði Geir. „Við erum bara lagðir af stað í ferðalag og vissum að það yrði langt og strangt. Við erum að spila þessa leiki til að finna út hvað betur mætti fara. Það er verk að vinna,“ sagði Geir en hvað með sóknarleik liðsins? „Um leið og við fórum að stytta sóknirnar okkur og fórum að taka óskynsamleg ákvarðarnir þá kom það í bakið á okkur. Margt af því sem við vorum að gera gekk ágætlega upp eins og gengur og gerist en annað ekki,“ sagði Geir. „Lið Þjóðverjar er öflugt og með heimsklassamenn í öllum stöðum. Það breytir því þó ekki að við getum gert betur,“ sagði Geir og nú eru bara sjö dagar í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Króatíu. „Það er fáranlega stutt í þetta og við þurfum að nýta tímann vel. Það er gott að þetta var í þeim skilningi ekki alvöru leikur,“ sagði Geir. EM 2018 í handbolta Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Geir Sveinsson var ekki ánægður með sitt lið eftir sjö marka tap á móti Evrópumeisturum Þýskalands í kvöld. Hann segir að liðið þurfi að nýta vel dagana fram að Evrópumótinu í Króatíu og þá sérstaklega til að laga varnarleikinn sinn. „Þetta fór ekki nógu vel hjá okkur í kvöld en það jákvæða sem ég myndi taka út úr leiknum er það að við höfum núna fullt að skoða og fullt að vinna með. Það er betra að það sé að gerast í dag frekar en eftir einhverja daga. Þetta er bara staðan á okkur í dag,“ sagði Geir. „Við vorum að spila á móti feykisterku liði og á þeirra heimavelli. Engu að síður þá er þetta staðan og við verðum að vinna með hana næstu daga,“ sagði Geir. Íslenska liðið var 8-6 yfir í fyrri hálfleik en tapaði lokakafla fyrri hálfleiksins 13-4. „Við erum að byrja vel sóknarlega þar sem við spilum vel og skynsamlega. Við náðum þá að halda löngum sóknum og erum að búa okkur til færi og annað. Vorum bara skynsamir. Svo smátt og smátt fara þeir að herða tökin varnarlega og fá meiri markvörslu heldur en við,“ sagði Geir. „Tölurnar tala sínu máli. Við erum að fá á okkur 36 mörk og erum aldrei að ná dampi. Við náðum aldrei að sýna okkar andlit varnarlega og það þurfum við klárlega að skoða. Vörnin var engan veginn nógu góð,“ sagði Geir. „Nú eru tæpir tveir sólarhringar í hinn leikinn á móti þeim og við höfum því tíma. Við förum strax að skoða leikinn frá því í kvöld og munum fá heilmikið af upplýsingum út úr því. Síðan verðum við bara að nýta æfinguna vel á morgun. Við þurfum að fara vel yfir það sem við ætlum að laga og breyta varnarlega. Við þurfum að fá það á hreint. Vonandi skilar það sér á sunnudaginn, “ sagði Geir. „Við erum bara lagðir af stað í ferðalag og vissum að það yrði langt og strangt. Við erum að spila þessa leiki til að finna út hvað betur mætti fara. Það er verk að vinna,“ sagði Geir en hvað með sóknarleik liðsins? „Um leið og við fórum að stytta sóknirnar okkur og fórum að taka óskynsamleg ákvarðarnir þá kom það í bakið á okkur. Margt af því sem við vorum að gera gekk ágætlega upp eins og gengur og gerist en annað ekki,“ sagði Geir. „Lið Þjóðverjar er öflugt og með heimsklassamenn í öllum stöðum. Það breytir því þó ekki að við getum gert betur,“ sagði Geir og nú eru bara sjö dagar í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Króatíu. „Það er fáranlega stutt í þetta og við þurfum að nýta tímann vel. Það er gott að þetta var í þeim skilningi ekki alvöru leikur,“ sagði Geir.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti