Skýrsla Henrys: Sturtuðu EM ofan í klósettið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. janúar 2018 22:00 Strákarnir okkar voru lamdir niður í kvöld og það sveið verulega. vísir/epa Strákarnir okkar eru á heimleið eftir hörmungarkvöld í Split. Okkar menn töpuðu fyrir Serbíu, 29-26. Þriggja marka tapið hefði komið Íslandi áfram ef Króatía hefði unnið Svíþjóð. Af því varð ekki því Svíarnir voru frábærir í kvöld og pökkuðu heimamönnum saman. Ég var ekki með sérstaka tilfinningu fyrir leikinn. Drullustressaður og nagaði neglurnar síðasta klukkutímann fram að leik. Óttaðist að þetta yrði erfitt sem varð raunin. Strákarnir komust yfir 1-0 en síðan tók Serbía frumkvæðið. Leiddi en íslenska liðið var aldrei langt undan. Sóknarleikurinn var samt allt of passífur og hægur taktur í spilinu. Það var ekki sá kraftur í liðinu sem maður var að vonast eftir. Aron var samt loksins að finna línuna og mörk þaðan sem og úr horni. Rúnar og Óli aftur á móti ragir.Aron náði ekki að leiða liðið upp úr riðlinum.vísir/epaVið komumst yfir í 9-8 en það var 12-12 í hálfleik. Ef ekki hefði verið fyrir frábæra markvörslu Björgvins, hann varði tíu skot í hálfleiknum, þá hefði liðið verið vel undir í hálfleik. Guðjón Valur skoraði sex mörk en aðrir áttu miklu meira inni. Það voru strax batamerki í upphafi síðari hálfleiks. Rúnar vaknaði til lífsins og strákarnir fóru að keyra upp hraðann. Meiri kraftur í liðinu sem maður saknaði í fyrri hálfleik. Smám saman náðu strákarnir tökum á leiknum og er 18 mínútur lifðu leiks komst liðið í 20-16 og fékk tækifæri til þess að ganga frá leiknum. Tvö hraðaupphlaup fóru í súginn er liðið hefði getað verið að klára leikinn. Í kjölfarið lögðu strákarnir niður vopnin. Hættu að spila sinn bolta. Fóru að verja forskotið og allt fór í baklás. Síðustu 18 mínútur leiksins tapast 13-6 og Serbía vann þriggja marka sigur. Ævintýralegt hrun á öllum sviðum leiksins.Janus Daði fann sig engan veginn.vísir/epaEf ekki hefði verið fyrir vörslu Bjögga á lokasekúndunni þá hefði liðið farið heim strax eftir leik. Réttast hefði verið að Serbarnir hefðu skorað því strákarnir áttu ekki skilið að fara áfram eftir frammistöðu kvöldsins Þessi lokakafli var í einu orði sagt ömurlegur hjá íslenska liðinu. Algjört gjaldþrot. Menn urðu ragir. Fóru á taugum. Höfðu ekki hugrekki til þess að klára leikinn. Köstuðu boltanum frá sér og vörnin eitt stórt gatasigti. Serbarnir höfðu ekkert fyrir því að skora. Strákarnir voru eins og lafhræddir kettlingar. Köstuðu boltanum á milli sín og biðu eftir því að einhver gerði hlutina í stað þess að gera þá sjálfir. Algjörlega kjarklausir. Það var ömurlegt að horfa upp á þetta. Eftir að hafa byrjað þetta mót glæsilega þá köstuðu strákarnir EM ofan í klósettið. Þeir geta engum nema sjálfum sér kennt um það. Það sem átti að vera för í milliriðil með tvö stig varð að sneypuför á endanum. Liðið hafði ekki karakter þegar upp var staðið til þess að fara lengra. Alvöru lið klára lið eins og laskaða Serba. Þetta er nákvæmlega sama formúla og á EM fyrir tveimur árum síðan. Framfaraskref voru tekin á síðasta móti en liðið tók tvö skref til baka í Split. Það er miður og spurning hvort Geir Sveinsson fái að halda áfram með liðið? EM 2018 í handbolta Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Strákarnir okkar eru á heimleið eftir hörmungarkvöld í Split. Okkar menn töpuðu fyrir Serbíu, 29-26. Þriggja marka tapið hefði komið Íslandi áfram ef Króatía hefði unnið Svíþjóð. Af því varð ekki því Svíarnir voru frábærir í kvöld og pökkuðu heimamönnum saman. Ég var ekki með sérstaka tilfinningu fyrir leikinn. Drullustressaður og nagaði neglurnar síðasta klukkutímann fram að leik. Óttaðist að þetta yrði erfitt sem varð raunin. Strákarnir komust yfir 1-0 en síðan tók Serbía frumkvæðið. Leiddi en íslenska liðið var aldrei langt undan. Sóknarleikurinn var samt allt of passífur og hægur taktur í spilinu. Það var ekki sá kraftur í liðinu sem maður var að vonast eftir. Aron var samt loksins að finna línuna og mörk þaðan sem og úr horni. Rúnar og Óli aftur á móti ragir.Aron náði ekki að leiða liðið upp úr riðlinum.vísir/epaVið komumst yfir í 9-8 en það var 12-12 í hálfleik. Ef ekki hefði verið fyrir frábæra markvörslu Björgvins, hann varði tíu skot í hálfleiknum, þá hefði liðið verið vel undir í hálfleik. Guðjón Valur skoraði sex mörk en aðrir áttu miklu meira inni. Það voru strax batamerki í upphafi síðari hálfleiks. Rúnar vaknaði til lífsins og strákarnir fóru að keyra upp hraðann. Meiri kraftur í liðinu sem maður saknaði í fyrri hálfleik. Smám saman náðu strákarnir tökum á leiknum og er 18 mínútur lifðu leiks komst liðið í 20-16 og fékk tækifæri til þess að ganga frá leiknum. Tvö hraðaupphlaup fóru í súginn er liðið hefði getað verið að klára leikinn. Í kjölfarið lögðu strákarnir niður vopnin. Hættu að spila sinn bolta. Fóru að verja forskotið og allt fór í baklás. Síðustu 18 mínútur leiksins tapast 13-6 og Serbía vann þriggja marka sigur. Ævintýralegt hrun á öllum sviðum leiksins.Janus Daði fann sig engan veginn.vísir/epaEf ekki hefði verið fyrir vörslu Bjögga á lokasekúndunni þá hefði liðið farið heim strax eftir leik. Réttast hefði verið að Serbarnir hefðu skorað því strákarnir áttu ekki skilið að fara áfram eftir frammistöðu kvöldsins Þessi lokakafli var í einu orði sagt ömurlegur hjá íslenska liðinu. Algjört gjaldþrot. Menn urðu ragir. Fóru á taugum. Höfðu ekki hugrekki til þess að klára leikinn. Köstuðu boltanum frá sér og vörnin eitt stórt gatasigti. Serbarnir höfðu ekkert fyrir því að skora. Strákarnir voru eins og lafhræddir kettlingar. Köstuðu boltanum á milli sín og biðu eftir því að einhver gerði hlutina í stað þess að gera þá sjálfir. Algjörlega kjarklausir. Það var ömurlegt að horfa upp á þetta. Eftir að hafa byrjað þetta mót glæsilega þá köstuðu strákarnir EM ofan í klósettið. Þeir geta engum nema sjálfum sér kennt um það. Það sem átti að vera för í milliriðil með tvö stig varð að sneypuför á endanum. Liðið hafði ekki karakter þegar upp var staðið til þess að fara lengra. Alvöru lið klára lið eins og laskaða Serba. Þetta er nákvæmlega sama formúla og á EM fyrir tveimur árum síðan. Framfaraskref voru tekin á síðasta móti en liðið tók tvö skref til baka í Split. Það er miður og spurning hvort Geir Sveinsson fái að halda áfram með liðið?
EM 2018 í handbolta Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti