Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 35-31 | Engin vörn í tapi fyrir Svíum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2019 16:45 Haukur skoraði þrjú mörk. vísir/epa Ísland tapaði fyrir Svíþjóð, 35-31, í seinni vináttulandsleik liðanna ytra í dag. Staðan var jöfn að fyrri hálfleik loknum, 18-18, en í þeim seinni voru Svíar mun sterkari og sigu fram úr. Ísland vann fyrri leik liðanna í Kristianstad á föstudaginn, 26-27. Aron Pálmarsson var markahæstur í íslenska liðinu með sex mörk en hann lék aðeins fyrstu 20 mínútur leiksins. Ólafur Guðmundsson skoraði fjögur mörk. Íslensku markverðirnir, Viktor Gísli Hallgrímsson og Ágúst Elí Björgvinsson, vörðu aðeins samtals tíu skot. Albin Lagergren og Kim Ekdahl Du Rietz voru markahæstir Svía með sjö mörk hvor. Andreas Palicka varði 13 skot, flest þeirra í seinni hálfleik. Sóknarleikur Íslands var frábær í fyrri hálfleik. Íslenska liðið skoraði 18 mörk og var með 75% skotnýtingu. Svíar byrjuðu betur og skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins. Þá tók Aron leikinn yfir, skoraði sex mörk og dældi út stoðsendingum. Viktor Gísli byrjaði vel í íslenska markinu og þá skoruðu Íslendingar grimmt úr hraðaupphlaupum í upphafi leiks. Ísland náði tvisvar sinnum þriggja marka forskoti en um miðbik fyrri hálfleik náði Svíþjóð betri tökum á leiknum. Sóknarleikur Svía var góður og þeir skoruðu að vild. Þeir nýttu tíu sóknir í röð og náðu tveggja marka forskoti, 16-14. Gísli Þorgeir Kristjánsson kom þá inn á af miklum krafti og skoraði tvö góð mörk. Íslendingar jöfnuðu í 16-16 og staðan var einnig jöfn í hálfleik, 18-18. Ólafur skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks með frábæru undirhandarskoti. Svíar hertu vörnina í seinni hálfleik og Palicka byrjaði að verja. Íslenska vörnin var hins vegar alveg jafn slök og í fyrri hálfleik og Svíar áttu ekki í neinum vandræðum með að spila sig í góð færi. Guðmundur Guðmundsson tók leikhlé um miðbik seinni hálfleiks þegar Svíþjóð var komin fjórum mörkum yfir, 25-21, og aftur þegar munurinn var orðinn fimm mörk, 28-23. Íslenska sóknin varð betri eftir því sem leið á seinni hálfleikinn en vörnin skánaði ekkert. Íslendingar minnkuðu muninn nokkrum sinnum í þrjú mörk en nær komust þeir ekki og Svíar fögnuðu fjögurra marka sigri, 35-31.Af hverju vann Svíþjóð? Sóknarleikur Svía var frábær allan leikinn. Þeir galopnuðu íslensku vörnina hvað eftir annað og voru með lygilega 80% skotnýtingu. Sænska vörnin var góð fyrri hluta seinni hálfleik og þá náðu heimamenn heljartaki á leiknum sem þeir slepptu ekki. Íslenska vörnin var afleit allan tímann og markvarslan engin. Að skora 31 mark á að duga til að vinna leiki en gerði það ekki að þessu sinni.Hverjir stóðu upp úr? Aron var stórkostlegur þær 20 mínútur sem hann spilaði og gerði hreinlega grín að sænsku vörninni. Líkt og á föstudaginn lék Haukur Þrastarson einkar vel og Gísli Þorgeir átti kröftuga innkomu. Ólafur átti einnig góða spretti. Elvar Örn Jónsson kom sterkur inn seinni hluta seinni hálfleiks og Viggó Kristjánsson sýndi að hann tilbúinn til að spila með landsliðinu. Afar vel spilandi leikmaður sem gerir fá mistök.Hvað gekk illa? Vörnin var, eins og margoft hefur komið fram, slök í leiknum. Svíar fengu tíma og frið til að gera allt sem þeir vildu og skoruðu nánast í hverri einustu sókn. Sóknarleikur Íslendinga var frábær fyrir utan fyrstu 15 mínútur seinni hálfleiks þegar Svíar náðu undirtökunum.Hvað gerist næst?Íslenska liðið kemur ekki aftur saman fyrr en í lok desember þegar lokaundirbúningurinn fyrir Evrópumótið 2020 hefst. EM 2020 í handbolta
Ísland tapaði fyrir Svíþjóð, 35-31, í seinni vináttulandsleik liðanna ytra í dag. Staðan var jöfn að fyrri hálfleik loknum, 18-18, en í þeim seinni voru Svíar mun sterkari og sigu fram úr. Ísland vann fyrri leik liðanna í Kristianstad á föstudaginn, 26-27. Aron Pálmarsson var markahæstur í íslenska liðinu með sex mörk en hann lék aðeins fyrstu 20 mínútur leiksins. Ólafur Guðmundsson skoraði fjögur mörk. Íslensku markverðirnir, Viktor Gísli Hallgrímsson og Ágúst Elí Björgvinsson, vörðu aðeins samtals tíu skot. Albin Lagergren og Kim Ekdahl Du Rietz voru markahæstir Svía með sjö mörk hvor. Andreas Palicka varði 13 skot, flest þeirra í seinni hálfleik. Sóknarleikur Íslands var frábær í fyrri hálfleik. Íslenska liðið skoraði 18 mörk og var með 75% skotnýtingu. Svíar byrjuðu betur og skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins. Þá tók Aron leikinn yfir, skoraði sex mörk og dældi út stoðsendingum. Viktor Gísli byrjaði vel í íslenska markinu og þá skoruðu Íslendingar grimmt úr hraðaupphlaupum í upphafi leiks. Ísland náði tvisvar sinnum þriggja marka forskoti en um miðbik fyrri hálfleik náði Svíþjóð betri tökum á leiknum. Sóknarleikur Svía var góður og þeir skoruðu að vild. Þeir nýttu tíu sóknir í röð og náðu tveggja marka forskoti, 16-14. Gísli Þorgeir Kristjánsson kom þá inn á af miklum krafti og skoraði tvö góð mörk. Íslendingar jöfnuðu í 16-16 og staðan var einnig jöfn í hálfleik, 18-18. Ólafur skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks með frábæru undirhandarskoti. Svíar hertu vörnina í seinni hálfleik og Palicka byrjaði að verja. Íslenska vörnin var hins vegar alveg jafn slök og í fyrri hálfleik og Svíar áttu ekki í neinum vandræðum með að spila sig í góð færi. Guðmundur Guðmundsson tók leikhlé um miðbik seinni hálfleiks þegar Svíþjóð var komin fjórum mörkum yfir, 25-21, og aftur þegar munurinn var orðinn fimm mörk, 28-23. Íslenska sóknin varð betri eftir því sem leið á seinni hálfleikinn en vörnin skánaði ekkert. Íslendingar minnkuðu muninn nokkrum sinnum í þrjú mörk en nær komust þeir ekki og Svíar fögnuðu fjögurra marka sigri, 35-31.Af hverju vann Svíþjóð? Sóknarleikur Svía var frábær allan leikinn. Þeir galopnuðu íslensku vörnina hvað eftir annað og voru með lygilega 80% skotnýtingu. Sænska vörnin var góð fyrri hluta seinni hálfleik og þá náðu heimamenn heljartaki á leiknum sem þeir slepptu ekki. Íslenska vörnin var afleit allan tímann og markvarslan engin. Að skora 31 mark á að duga til að vinna leiki en gerði það ekki að þessu sinni.Hverjir stóðu upp úr? Aron var stórkostlegur þær 20 mínútur sem hann spilaði og gerði hreinlega grín að sænsku vörninni. Líkt og á föstudaginn lék Haukur Þrastarson einkar vel og Gísli Þorgeir átti kröftuga innkomu. Ólafur átti einnig góða spretti. Elvar Örn Jónsson kom sterkur inn seinni hluta seinni hálfleiks og Viggó Kristjánsson sýndi að hann tilbúinn til að spila með landsliðinu. Afar vel spilandi leikmaður sem gerir fá mistök.Hvað gekk illa? Vörnin var, eins og margoft hefur komið fram, slök í leiknum. Svíar fengu tíma og frið til að gera allt sem þeir vildu og skoruðu nánast í hverri einustu sókn. Sóknarleikur Íslendinga var frábær fyrir utan fyrstu 15 mínútur seinni hálfleiks þegar Svíar náðu undirtökunum.Hvað gerist næst?Íslenska liðið kemur ekki aftur saman fyrr en í lok desember þegar lokaundirbúningurinn fyrir Evrópumótið 2020 hefst.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti