Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 26-27 | Frábær sigur á Svíum Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 25. október 2019 18:45 Aron skoraði sigurmark Íslands. vísir/andri marinó Ísland vann eins marks sigur á Svíþjóð í vináttuleik í Kristianstad í dag, 27-26. Eftir erfiða byrjun var Ísland aðeins tveimur mörkum undir í hálfleik, 11-13. Íslandi byrjaði vel varnarlega en átti erfitt uppdráttar sóknarlega. Eftir 10 mínútna leik, tók Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Íslenska liðsins leikhlé, Ísland hafði en ekki tekist að skora. Sóknarlega fór að ganga betur og munurinn ekki nema eitt mark um miðbik fyrri hálfleiks, 4-5. Svíþjóð hafði yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn en liðið náði aldrei meira en þriggja marka forystu. Daniel Pettersson, hægri hornamaðurinn, reyndist Íslendingum erfiður, hann skoraði 6 mörk í fyrri hálfleik og endaði í 9 mörkum. Það voru svo lærisveinar Kristjáns Andréssonar, sem leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 11-13. Það voru svo Íslendingar sem byrjuðu síðari hálfleikinn betur og leiddu leikinn eftir 3-0 kafla, 14-13. Leikurinn var í járnum í kjölfarið þar sem liðin skiptust á að leiða leikinn. Þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum náði Svíþjóð yfirhöndinni og komst í þriggja marka forystu, 18-21. Ísland fékk alls 6 brottvísanir og var því mikið manni færri, en Guðmundur stöðvaði þetta áhlaup Svía með leikhléi. Sigvaldi Guðjónsson kom sterkur inn á þessum kafla, hann skoraði þrjú mörk á skömmum tíma og náði tveimur hraðaupphlaupum þegar hann jafnaði leikinn og kom síðan Íslandi í forystu, 24-23. Íslensku strákarnir spiluðu vel á lokakaflanum og unnu að lokum eins marks sigur, 27-26. Af hverju vann Ísland? Eftir kaflaskiptann leik þá höfðu íslensku strákarnir betur á loka kaflanum. Einstaka leikmenn stigu upp á góðum tíma, innkoma Hauks Þrastarsonar var frábær í síðari hálfleik sem og Viggós Kristjánssonar. 3-0 kafli Íslands um miðbik síðari hálfleiks kom þeim í góða stöðu og gaf þeim sjálfstraust fyrir lokakaflannHverjir stóðu upp úr?Kári Kristján Kristjánsson var frábær sóknarlega í dag, hann fékk kallið fyrir þetta verkefni og það var gaman að sjá hann aftur inná línunni eftir þónokkurt hlé frá landsliðinu. Ásamt honum þá var Sigvaldi Guðjónsson virkilega góður í dag, var markahæstur í liði Íslands, með 5 mörk en innkoma Hauks Þrastarsonar og Ólafs Guðmundssonar voru einnig góðar.Hvað gekk illa? Varnarlega voru íslensku strákarnir ekki nógu góðir, þeim vantaði leiðtoga í vörnina og mátti sjá að þeir söknuðu í dag Ólafs Gústafssonar sem hefur verið frábær í íslensku vörninni síðustu misseri. Vörnin í dag einkenndist af skipulagsleysi og alltof mikið af opnunum. Þeir áttu þó góða kafla inná milli en það hélt ekki heilt yfir leikinn og markvarslan var lítil í kjölfarið. Hvað er framundan? Þessi sömu lið spila annan vináttuleik á sunnudaginn í Svíþjóð, klukkan 15:00 að íslenskum tíma. EM 2020 í handbolta
Ísland vann eins marks sigur á Svíþjóð í vináttuleik í Kristianstad í dag, 27-26. Eftir erfiða byrjun var Ísland aðeins tveimur mörkum undir í hálfleik, 11-13. Íslandi byrjaði vel varnarlega en átti erfitt uppdráttar sóknarlega. Eftir 10 mínútna leik, tók Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Íslenska liðsins leikhlé, Ísland hafði en ekki tekist að skora. Sóknarlega fór að ganga betur og munurinn ekki nema eitt mark um miðbik fyrri hálfleiks, 4-5. Svíþjóð hafði yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn en liðið náði aldrei meira en þriggja marka forystu. Daniel Pettersson, hægri hornamaðurinn, reyndist Íslendingum erfiður, hann skoraði 6 mörk í fyrri hálfleik og endaði í 9 mörkum. Það voru svo lærisveinar Kristjáns Andréssonar, sem leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 11-13. Það voru svo Íslendingar sem byrjuðu síðari hálfleikinn betur og leiddu leikinn eftir 3-0 kafla, 14-13. Leikurinn var í járnum í kjölfarið þar sem liðin skiptust á að leiða leikinn. Þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum náði Svíþjóð yfirhöndinni og komst í þriggja marka forystu, 18-21. Ísland fékk alls 6 brottvísanir og var því mikið manni færri, en Guðmundur stöðvaði þetta áhlaup Svía með leikhléi. Sigvaldi Guðjónsson kom sterkur inn á þessum kafla, hann skoraði þrjú mörk á skömmum tíma og náði tveimur hraðaupphlaupum þegar hann jafnaði leikinn og kom síðan Íslandi í forystu, 24-23. Íslensku strákarnir spiluðu vel á lokakaflanum og unnu að lokum eins marks sigur, 27-26. Af hverju vann Ísland? Eftir kaflaskiptann leik þá höfðu íslensku strákarnir betur á loka kaflanum. Einstaka leikmenn stigu upp á góðum tíma, innkoma Hauks Þrastarsonar var frábær í síðari hálfleik sem og Viggós Kristjánssonar. 3-0 kafli Íslands um miðbik síðari hálfleiks kom þeim í góða stöðu og gaf þeim sjálfstraust fyrir lokakaflannHverjir stóðu upp úr?Kári Kristján Kristjánsson var frábær sóknarlega í dag, hann fékk kallið fyrir þetta verkefni og það var gaman að sjá hann aftur inná línunni eftir þónokkurt hlé frá landsliðinu. Ásamt honum þá var Sigvaldi Guðjónsson virkilega góður í dag, var markahæstur í liði Íslands, með 5 mörk en innkoma Hauks Þrastarsonar og Ólafs Guðmundssonar voru einnig góðar.Hvað gekk illa? Varnarlega voru íslensku strákarnir ekki nógu góðir, þeim vantaði leiðtoga í vörnina og mátti sjá að þeir söknuðu í dag Ólafs Gústafssonar sem hefur verið frábær í íslensku vörninni síðustu misseri. Vörnin í dag einkenndist af skipulagsleysi og alltof mikið af opnunum. Þeir áttu þó góða kafla inná milli en það hélt ekki heilt yfir leikinn og markvarslan var lítil í kjölfarið. Hvað er framundan? Þessi sömu lið spila annan vináttuleik á sunnudaginn í Svíþjóð, klukkan 15:00 að íslenskum tíma.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti