Sportpakkinn: FH gekk betur að hemja Hauk en önnur lið í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2019 16:00 Haukur Þrastarson í leik með Selfossi á móti FH. vísir/vilhelm Íslandsmeistarar FH eru komnir niður í sjötta sæti Olís deildar karla eftir að FH-ingum tókst að halda markahæsta leikmanni deildarinnar, Hauki Þrastarsyni, í fjórum mörkum í sannfærandi sigri sínum á Selfossi í gær. Arnar Björnsson skoðaði betur leikinn í Hleðsluhöllinnni í gær. Íslandsmeistarar Selfoss og bikarmeistarar FH áttust við í síðasta leik 12. umferðar Olísdeildar karla á Selfossi í handbolta í gærkvöldi. FH vann leik liðanna í meistarakeppninni í Hleðsluhöllinni eftir framlengdan leik en Selfoss vann nokkum dögum síðar í Kaplakrika þegar liðin mættust í 1. umferð Olísdeildarinnar. FH byrjaði betur og hélt forystunni í hröðum og skemmtilegum leik. Birgir Már Birgisson skoraði 6 mörk fyrir FH í fyrri hálfleik, Phil Döhler var traustur í markinu og Ásbjörn Friðriksson stýrði FH-liðinu eins og herforingi. Selfyssingar treystu á markahæsta mann Íslandsmótsins, Hauk Þrastarson sem var í góðri gæslu FH-inga, staðan 18-14 fyrir FH í hálfleik. FH hélt áfram að auka muninn, Ásbjörn stýrði sínum mönnum ákaflega fagmannlega og þegar höndin var kominn upp hjá dómurunum hjó hann á hnútinn, hann skoraði 9 mörk í leiknum, Einar Rafn Eiðsson, sem skoraði 14 mörk í meistarakeppninni í Hleðsluhöllinni, skoraði 6 mörk í gær líkt og Birgir Már Birgisson, öll hans mörk komu í fyrri hálfleik. Atli Ævar Ingólfsson átti mjög góðan leik á línunni hjá Selfyssingum, skoraði 10 mörk úr 11 skotum. Hergeir Grímsson kom næstur með 6 mörk, þar af fjögur af vítalínunni. Haukur Þrastarson hefur dregið vagninn fyrir Selfyssinga í vetur en hann skoraði aðeins 4 mörk en skilaði 8 stoðsendingum. FH gékk betur að hemja hann en önnur lið í vetur. FH náði 8 marka forystu en Selfyssingar minnkuðu muninn í sex mörk, úrslitin 37-31. FH komst með sigrinum í þriðja sætið er með 16 stig eins og ÍR. Haukar halda traustataki í 1. sætið, eru með 21 stig, tveimur meira en Afturelding. Valur og Selfoss eru jöfn í 5. sætinu með 15 stig. Valur og FH mætast í stórleik 13. umferðar á mánudaginn og Selfoss sækir ÍR heim í Breiðholtið daginn áður. Hér fyrir neðan fer Arnar Björnsson yfir leikinn í gærkvöldi og þar má einnig finna viðtöl við þjálfara liðanna og Ásbjörn Friðriksson, leikmann FH.Klippa: Sportpakkinn: FH gekk betur að hemja Hauk en önnur lið í vetur Olís-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Íslandsmeistarar FH eru komnir niður í sjötta sæti Olís deildar karla eftir að FH-ingum tókst að halda markahæsta leikmanni deildarinnar, Hauki Þrastarsyni, í fjórum mörkum í sannfærandi sigri sínum á Selfossi í gær. Arnar Björnsson skoðaði betur leikinn í Hleðsluhöllinnni í gær. Íslandsmeistarar Selfoss og bikarmeistarar FH áttust við í síðasta leik 12. umferðar Olísdeildar karla á Selfossi í handbolta í gærkvöldi. FH vann leik liðanna í meistarakeppninni í Hleðsluhöllinni eftir framlengdan leik en Selfoss vann nokkum dögum síðar í Kaplakrika þegar liðin mættust í 1. umferð Olísdeildarinnar. FH byrjaði betur og hélt forystunni í hröðum og skemmtilegum leik. Birgir Már Birgisson skoraði 6 mörk fyrir FH í fyrri hálfleik, Phil Döhler var traustur í markinu og Ásbjörn Friðriksson stýrði FH-liðinu eins og herforingi. Selfyssingar treystu á markahæsta mann Íslandsmótsins, Hauk Þrastarson sem var í góðri gæslu FH-inga, staðan 18-14 fyrir FH í hálfleik. FH hélt áfram að auka muninn, Ásbjörn stýrði sínum mönnum ákaflega fagmannlega og þegar höndin var kominn upp hjá dómurunum hjó hann á hnútinn, hann skoraði 9 mörk í leiknum, Einar Rafn Eiðsson, sem skoraði 14 mörk í meistarakeppninni í Hleðsluhöllinni, skoraði 6 mörk í gær líkt og Birgir Már Birgisson, öll hans mörk komu í fyrri hálfleik. Atli Ævar Ingólfsson átti mjög góðan leik á línunni hjá Selfyssingum, skoraði 10 mörk úr 11 skotum. Hergeir Grímsson kom næstur með 6 mörk, þar af fjögur af vítalínunni. Haukur Þrastarson hefur dregið vagninn fyrir Selfyssinga í vetur en hann skoraði aðeins 4 mörk en skilaði 8 stoðsendingum. FH gékk betur að hemja hann en önnur lið í vetur. FH náði 8 marka forystu en Selfyssingar minnkuðu muninn í sex mörk, úrslitin 37-31. FH komst með sigrinum í þriðja sætið er með 16 stig eins og ÍR. Haukar halda traustataki í 1. sætið, eru með 21 stig, tveimur meira en Afturelding. Valur og Selfoss eru jöfn í 5. sætinu með 15 stig. Valur og FH mætast í stórleik 13. umferðar á mánudaginn og Selfoss sækir ÍR heim í Breiðholtið daginn áður. Hér fyrir neðan fer Arnar Björnsson yfir leikinn í gærkvöldi og þar má einnig finna viðtöl við þjálfara liðanna og Ásbjörn Friðriksson, leikmann FH.Klippa: Sportpakkinn: FH gekk betur að hemja Hauk en önnur lið í vetur
Olís-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti