Aron tók á sig högg en liðsstjórinn æðislegi slapp Sindri Sverrisson skrifar 14. maí 2020 22:00 Aron Pálmarsson er spænskur meistari í handbolta með Barcelona. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Auðvitað er þetta högg en það eru allir að þessu,“ segir Aron Pálmarsson sem þurfti að taka á sig 70% launaskerðingu, tímabundið, líkt og aðrir leikmenn Barcelona vegna kórónuveirukrísunnar. Aron og félagar í handboltaliði Barcelona fá aðeins 30% launa sinna á meðan að útgöngubann er í borginni en það hefur verið framlengt til 25. maí. Aron segir leikmenn hafa litlu ráðið um það en það hafi vakið ólgu þegar fjölmiðlar sögðu leikmenn knattspyrnuliðsins fá 50% sinna launa. Sú var þó ekki raunin. „Þetta var sett upp fyrir okkur eins og að þetta væri eitthvað val en það var það í raun ekki. Það var annað hvort þetta eða að fara á bætur. Meðallaunin í landinu þarna eru 2.000 evrur þannig að það tóku allir hina leiðina. Þetta var sett á alla leikmenn klúbbsins, og ég fékk einmitt mikið af spurningum með fótboltamennina því þeir voru að semja lengur, eða það kom í fjölmiðlum alla vega. Það var einmitt fyrsta spurning okkar þegar við lásum það; „Bíddu eigum við að taka 70% lækkun en þeir ekki?“,“ sagði Aron í Sportinu í dag. Gildir á meðan það er útgöngubann Aron segir að það hafi hins vegar komið í ljós að Lionel Messi og félagar væru að berjast gegn því að starfsfólk Barcelona, annað en leikmenn, þyrfti að lækka í launum. „Klúbburinn byrjaði á því að ætla að lækka alla starfsmenn félagsins um 70%. Þá erum við að tala um leikmenn, þjálfara, sjúkraþjálfara, lækna, öryggisverði og bara alla. Þeir voru að berjast fyrir því að aðeins leikmenn myndu taka á sig þessa lækkun, og það endaði með því að bara leikmenn og þjálfarar lækkuðu,“ sagði Aron og nefndi dæmi um starfsmann sem honum hefði fundist ótækt að þyrfti að lækka um 70% í launum: „Liðsstjórinn okkar er æðislegasti gaur sem að þú finnur. Kemur frá Kúbu og læknirinn okkar reddaði honum einhvern veginn í þessa vinnu. Liðsstjórar eru „já og amen“-gæjar en þessi er bara besti maður sem að þú finnur. Hann átti að lækka um 70% en fótboltinn græjaði það að svo yrði ekki. Það var því ekki rétt að þeir [fótboltamenn Barcelona] hefðu ekki viljað taka á sig launaskerðingu. Það endaði bara þannig. Auðvitað er þetta högg en það eru allir að þessu. Þetta er bara tímabundið, á meðan að það er útgöngubann í landinu, á meðan að önnur lið eru kannski búin að semja um 30-40% lækkun í hálft ár eða eitthvað. Á endanum kemur þetta þá kannski út á það sama,“ sagði Aron. Klippa: Sportið í dag - Aron um launalækkanir hjá Barcelona Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Spænski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Aron og samherjar lækka um 70% í launum Barcelona bregst við tekjutapi vegna kórónuveirufaraldursins. 26. mars 2020 14:30 Aron hefur verið meistari samfellt í 2927 daga Aron Pálmarsson varð landsmeistari níunda árið í röð í gærkvöldi þegar Barcelona liðið var krýndur spænskur meistari í handbolta. 6. maí 2020 14:00 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
„Auðvitað er þetta högg en það eru allir að þessu,“ segir Aron Pálmarsson sem þurfti að taka á sig 70% launaskerðingu, tímabundið, líkt og aðrir leikmenn Barcelona vegna kórónuveirukrísunnar. Aron og félagar í handboltaliði Barcelona fá aðeins 30% launa sinna á meðan að útgöngubann er í borginni en það hefur verið framlengt til 25. maí. Aron segir leikmenn hafa litlu ráðið um það en það hafi vakið ólgu þegar fjölmiðlar sögðu leikmenn knattspyrnuliðsins fá 50% sinna launa. Sú var þó ekki raunin. „Þetta var sett upp fyrir okkur eins og að þetta væri eitthvað val en það var það í raun ekki. Það var annað hvort þetta eða að fara á bætur. Meðallaunin í landinu þarna eru 2.000 evrur þannig að það tóku allir hina leiðina. Þetta var sett á alla leikmenn klúbbsins, og ég fékk einmitt mikið af spurningum með fótboltamennina því þeir voru að semja lengur, eða það kom í fjölmiðlum alla vega. Það var einmitt fyrsta spurning okkar þegar við lásum það; „Bíddu eigum við að taka 70% lækkun en þeir ekki?“,“ sagði Aron í Sportinu í dag. Gildir á meðan það er útgöngubann Aron segir að það hafi hins vegar komið í ljós að Lionel Messi og félagar væru að berjast gegn því að starfsfólk Barcelona, annað en leikmenn, þyrfti að lækka í launum. „Klúbburinn byrjaði á því að ætla að lækka alla starfsmenn félagsins um 70%. Þá erum við að tala um leikmenn, þjálfara, sjúkraþjálfara, lækna, öryggisverði og bara alla. Þeir voru að berjast fyrir því að aðeins leikmenn myndu taka á sig þessa lækkun, og það endaði með því að bara leikmenn og þjálfarar lækkuðu,“ sagði Aron og nefndi dæmi um starfsmann sem honum hefði fundist ótækt að þyrfti að lækka um 70% í launum: „Liðsstjórinn okkar er æðislegasti gaur sem að þú finnur. Kemur frá Kúbu og læknirinn okkar reddaði honum einhvern veginn í þessa vinnu. Liðsstjórar eru „já og amen“-gæjar en þessi er bara besti maður sem að þú finnur. Hann átti að lækka um 70% en fótboltinn græjaði það að svo yrði ekki. Það var því ekki rétt að þeir [fótboltamenn Barcelona] hefðu ekki viljað taka á sig launaskerðingu. Það endaði bara þannig. Auðvitað er þetta högg en það eru allir að þessu. Þetta er bara tímabundið, á meðan að það er útgöngubann í landinu, á meðan að önnur lið eru kannski búin að semja um 30-40% lækkun í hálft ár eða eitthvað. Á endanum kemur þetta þá kannski út á það sama,“ sagði Aron. Klippa: Sportið í dag - Aron um launalækkanir hjá Barcelona Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Spænski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Aron og samherjar lækka um 70% í launum Barcelona bregst við tekjutapi vegna kórónuveirufaraldursins. 26. mars 2020 14:30 Aron hefur verið meistari samfellt í 2927 daga Aron Pálmarsson varð landsmeistari níunda árið í röð í gærkvöldi þegar Barcelona liðið var krýndur spænskur meistari í handbolta. 6. maí 2020 14:00 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Aron og samherjar lækka um 70% í launum Barcelona bregst við tekjutapi vegna kórónuveirufaraldursins. 26. mars 2020 14:30
Aron hefur verið meistari samfellt í 2927 daga Aron Pálmarsson varð landsmeistari níunda árið í röð í gærkvöldi þegar Barcelona liðið var krýndur spænskur meistari í handbolta. 6. maí 2020 14:00
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti