Alexander Petersson fertugur í dag Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júlí 2020 12:00 Alexander Petersson lék einkar vel með íslenska landsliðinu á EM í upphafi þessa árs. epa/ANDREAS HILLERGREN Alexander Petersson, einn besti handboltamaður sem Ísland hefur átt, fagnar fertugsafmæli sínu í dag. Hann var lykilmaður í íslenska landsliðinu sem vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum 2008 og bronsverðlauna á Evrópumótinu 2010. Sama ár var Alexander valinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. 40 Jahre und noch immer top-fit: Hut ab, Lexi! Wir wünschen dir zu deinem heutigen runden Geburtstag Alles Gute!#1team1ziel pic.twitter.com/ohTbc4uFll— Rhein-Neckar Löwen (@RNLoewen) July 2, 2020 Alexander fæddist í Ríga, höfuðborg Lettlands, þann 2. júlí 1980. Hann kom til Íslands 1998 og gekk í raðir Gróttu/KR. Þar lék Alexander til 2003 þegar hann fór til þýska liðsins Düsseldorf. Hann var valinn besti sóknarmaður efstu deildar á sínu síðasta tímabili á Íslandi. Alexander hefur leikið samfleytt í Þýskalandi í sautján ár. Hann var hjá Düsseldorf í tvö ár en fór til Grosswallstadt 2005. Eftir tveggja ára dvöl þar hélt Alexander til Flensburg. Alexander samdi við Füchse Berlin 2009 og lék þar undir stjórn Dags Sigurðssonar í þrjú ár. Frá 2012 hefur hann leikið með Rhein-Neckar Löwen. Alexander fagnar þýska meistaratitlinum með Rhein-Neckar Löwen 2017.getty/Uwe Anspach Hjá Löwen hefur Alexander unnið nokkra titla. Liðið varð Þýskalandsmeistari 2016 og 2017, bikarmeistari 2018, vann þýska ofurbikarinn 2016, 2017 og 2018 og EHF-bikarinn 2013. Þá var Guðmundur Guðmundsson þjálfari Löwen. Alexander fékk íslenskan ríkisborgararétt í byrjun árs 2003 en þurfti að bíða til 2005 eftir að leika með íslenska landsliðinu. Hann lék sinn fyrsta landsleik 5. janúar 2005 í eins marks tapi fyrir Svíþjóð, 28-29, í Borås. Alexander skoraði þrjú mörk í leiknum. Fyrsta stórmót Alexanders með íslenska landsliðinu var HM í Túnis 2005. Hann lék á öllum stórmótum sem Ísland fór á til 2012. Alexander var í stóru hlutverki í silfurliðinu 2008 og bronsliðinu 2010. Alexander í leik gegn Argentínu á Ólympíuleikunum í London 2012.getty/Jeff Gross Hann var svo valinn í úrvalslið HM 2011. Þar var Alexander markahæstur Íslendinga og sjötti markahæstur í heildina með 53 mörk. Alexander kom aftur í íslenska landsliðið 2015 og lék með því á HM 2015 og EM 2016. Hann sneri enn og aftur í landsliðið fyrir EM í byrjun þessa árs þar sem hann var með bestu leikmönnum Íslands. Alexander skoraði 23 mörk á EM og var markahæstur Íslendinga á mótinu ásamt Aroni Pálmarssyni og Bjarka Má Elíssyni. Handbolti Íslenski handboltinn Þýski handboltinn Tímamót Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Alexander Petersson, einn besti handboltamaður sem Ísland hefur átt, fagnar fertugsafmæli sínu í dag. Hann var lykilmaður í íslenska landsliðinu sem vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum 2008 og bronsverðlauna á Evrópumótinu 2010. Sama ár var Alexander valinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. 40 Jahre und noch immer top-fit: Hut ab, Lexi! Wir wünschen dir zu deinem heutigen runden Geburtstag Alles Gute!#1team1ziel pic.twitter.com/ohTbc4uFll— Rhein-Neckar Löwen (@RNLoewen) July 2, 2020 Alexander fæddist í Ríga, höfuðborg Lettlands, þann 2. júlí 1980. Hann kom til Íslands 1998 og gekk í raðir Gróttu/KR. Þar lék Alexander til 2003 þegar hann fór til þýska liðsins Düsseldorf. Hann var valinn besti sóknarmaður efstu deildar á sínu síðasta tímabili á Íslandi. Alexander hefur leikið samfleytt í Þýskalandi í sautján ár. Hann var hjá Düsseldorf í tvö ár en fór til Grosswallstadt 2005. Eftir tveggja ára dvöl þar hélt Alexander til Flensburg. Alexander samdi við Füchse Berlin 2009 og lék þar undir stjórn Dags Sigurðssonar í þrjú ár. Frá 2012 hefur hann leikið með Rhein-Neckar Löwen. Alexander fagnar þýska meistaratitlinum með Rhein-Neckar Löwen 2017.getty/Uwe Anspach Hjá Löwen hefur Alexander unnið nokkra titla. Liðið varð Þýskalandsmeistari 2016 og 2017, bikarmeistari 2018, vann þýska ofurbikarinn 2016, 2017 og 2018 og EHF-bikarinn 2013. Þá var Guðmundur Guðmundsson þjálfari Löwen. Alexander fékk íslenskan ríkisborgararétt í byrjun árs 2003 en þurfti að bíða til 2005 eftir að leika með íslenska landsliðinu. Hann lék sinn fyrsta landsleik 5. janúar 2005 í eins marks tapi fyrir Svíþjóð, 28-29, í Borås. Alexander skoraði þrjú mörk í leiknum. Fyrsta stórmót Alexanders með íslenska landsliðinu var HM í Túnis 2005. Hann lék á öllum stórmótum sem Ísland fór á til 2012. Alexander var í stóru hlutverki í silfurliðinu 2008 og bronsliðinu 2010. Alexander í leik gegn Argentínu á Ólympíuleikunum í London 2012.getty/Jeff Gross Hann var svo valinn í úrvalslið HM 2011. Þar var Alexander markahæstur Íslendinga og sjötti markahæstur í heildina með 53 mörk. Alexander kom aftur í íslenska landsliðið 2015 og lék með því á HM 2015 og EM 2016. Hann sneri enn og aftur í landsliðið fyrir EM í byrjun þessa árs þar sem hann var með bestu leikmönnum Íslands. Alexander skoraði 23 mörk á EM og var markahæstur Íslendinga á mótinu ásamt Aroni Pálmarssyni og Bjarka Má Elíssyni.
Handbolti Íslenski handboltinn Þýski handboltinn Tímamót Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti