Jón Daði: Þegar dómarinn flautaði missti ég mig algjörlega Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júlí 2020 13:30 Jón Daði í leik gegn Nígeríu á HM í Rússlandi sumarið 2018. Vísir/Vilhelm Selfyssingurinn og landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson var í mjög ítarlegu viðtali við vefsíðu Millwall – liði sínu í ensku B-deildinni – um sína sögu. Þar fer hann um víðan völl en byrjar auðvitað á að ræða leikinn sem Englendingar eru eflaust enn að klóra sér í höfðinu yfir. „Þegar dómarinn flautaði til leiksloka missti ég mig algjörlega eins og aðrir leikmenn liðsins, við fórum og fögnuðum með stuðningsmönnum Íslands. Þetta var brjálað en þegar við komum í búningsklefann eftir á þá sagði enginn neitt. Leikmenn störðu bara á gólfið og reyndu að átta sig á því hvað hafði gerst,“ svona byrjar Jón Daði sögu sína í viðtali sem hann var í á dögunum. Fyrir þau ykkar sem voru ekki búin að kveikja þér Jón Daði að ræða ótrúlegan 2-1 sigur Íslands á Englandi á Evrópumótinu í Frakklandi 2016 hér að ofan. Var það fyrsta stórmót íslenska karlalandsliðsins í fótbolta frá upphafi. From semi-professional football in Iceland, to taking on Cristiano Ronaldo's Portugal in EURO 2016... This, is 'My Story: @jondadi'#Millwall— Millwall FC (@MillwallFC) July 7, 2020 „Ég flutti á Selfoss og byrjaði að æfa fótbolta þar sjö ára gamall. Fór í gegnum alla yngri flokka liðsins og upp í meistaraflokk. Það var alltaf markmiðið að komst upp í meistaraflokk og mögulega verða atvinnumaður síðar meir,“ segir Jón Daði um sín fyrstu skref í boltanum. „Það er ekki í boði að vera atvinnumaður á Íslandi svo ég var einnig að vinna á vellinum fyrir æfingar. Svo þegar ég var um tvítugt fór ég til Noregs og gerðist atvinnumaður.“ „Það var draumi líkast, sérstaklega þar sem þetta var fyrsti mótsleikurinn minn fyrir A-landsliðið. Ég bjóst ekki við því að vera í byrjunarliðinu svo ég ákvað að stökkva á tækifærið, ég hafði engu að tapa og hef verið í liðinu síðan,“ sagði Jón Daði um 3-0 sigur Íslands á Tyrklandi á Laugardalsvelli þann 9. september 2014. Var þetta fyrsti leikurinn í undankeppni Evrópumótsins 2016 sem fram fór í Frakklandi og Jón Daði gerði sér lítið fyrir og skoraði fyrsta mark leiksins. „Við höfðum engu að tapa sem lið enda var þetta í fyrsta skipti sem við komumst á stórmót. Við vissum að við værum með gott lið og við vorum með okkar eigin væntingar. Þær voru nokkuð háar, við vildum komast upp úr riðlinum og sjá hversu langt við kæmumst,“ sagði framherjinn um væntingar íslenska liðsins fyrir Evrópumótið í Frakklandi. Jón var spurður út í fyrsta leik Íslands á EM þar sem liðið mætti Portúgal og Cristiano Ronaldo. „Venjulega er mér alveg sama við hverja ég er að spila en það er eitthvað við Ronaldo. Einhver ára í kringum hann, nánast guðlegur en maður pældi ekki of mikið í því á meðan leik stóð. Við einbeittum okkur að okkur sjálfum og stóðum okkur nokkuð vel.“ „Þegar maður er krakki þá þykist maður vera að skora á stórmóti þegar maður er út á velli að leika sér. Að gera það svo í alvörunni er ótrúleg tilfinning. Sigurmarkið í lokin þýddi svo að við myndum mæta Englandi sem var eitthvað sem allir Íslendingar vildu,“ sagði Jón um Austurríkis leikinn sem tryggði Íslendingum leik gegn Englandi í 16-liða úrslitum. Jón Daði í einum af fjölmörgum landsleikjum sínum gegn Tyrklandi.Vísir/Daniel Viðtalið í heild sinni má finna á vef Millwall en Jón fer yfir víðan völl þar og ræðir til að mynda ótrúlegan 2-1 sigur Íslands á Englandi á mótinu. Að sjálfsögðu var Víkingaklappið rætt sem og HM í Rússlandi. Þá ræðir Jón Daði einnig veru sína í Englandi en hann hefur leikið í ensku B-deildinni síðan um haustið 2016 með Wolverhampton Wanderers, Reading og nú Millwall. Milwall er í 11. sæti ensku B-deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir, fimm stigum frá 6. sæti sem gefur þátttökurétt í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Fótbolti Enski boltinn EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira
Selfyssingurinn og landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson var í mjög ítarlegu viðtali við vefsíðu Millwall – liði sínu í ensku B-deildinni – um sína sögu. Þar fer hann um víðan völl en byrjar auðvitað á að ræða leikinn sem Englendingar eru eflaust enn að klóra sér í höfðinu yfir. „Þegar dómarinn flautaði til leiksloka missti ég mig algjörlega eins og aðrir leikmenn liðsins, við fórum og fögnuðum með stuðningsmönnum Íslands. Þetta var brjálað en þegar við komum í búningsklefann eftir á þá sagði enginn neitt. Leikmenn störðu bara á gólfið og reyndu að átta sig á því hvað hafði gerst,“ svona byrjar Jón Daði sögu sína í viðtali sem hann var í á dögunum. Fyrir þau ykkar sem voru ekki búin að kveikja þér Jón Daði að ræða ótrúlegan 2-1 sigur Íslands á Englandi á Evrópumótinu í Frakklandi 2016 hér að ofan. Var það fyrsta stórmót íslenska karlalandsliðsins í fótbolta frá upphafi. From semi-professional football in Iceland, to taking on Cristiano Ronaldo's Portugal in EURO 2016... This, is 'My Story: @jondadi'#Millwall— Millwall FC (@MillwallFC) July 7, 2020 „Ég flutti á Selfoss og byrjaði að æfa fótbolta þar sjö ára gamall. Fór í gegnum alla yngri flokka liðsins og upp í meistaraflokk. Það var alltaf markmiðið að komst upp í meistaraflokk og mögulega verða atvinnumaður síðar meir,“ segir Jón Daði um sín fyrstu skref í boltanum. „Það er ekki í boði að vera atvinnumaður á Íslandi svo ég var einnig að vinna á vellinum fyrir æfingar. Svo þegar ég var um tvítugt fór ég til Noregs og gerðist atvinnumaður.“ „Það var draumi líkast, sérstaklega þar sem þetta var fyrsti mótsleikurinn minn fyrir A-landsliðið. Ég bjóst ekki við því að vera í byrjunarliðinu svo ég ákvað að stökkva á tækifærið, ég hafði engu að tapa og hef verið í liðinu síðan,“ sagði Jón Daði um 3-0 sigur Íslands á Tyrklandi á Laugardalsvelli þann 9. september 2014. Var þetta fyrsti leikurinn í undankeppni Evrópumótsins 2016 sem fram fór í Frakklandi og Jón Daði gerði sér lítið fyrir og skoraði fyrsta mark leiksins. „Við höfðum engu að tapa sem lið enda var þetta í fyrsta skipti sem við komumst á stórmót. Við vissum að við værum með gott lið og við vorum með okkar eigin væntingar. Þær voru nokkuð háar, við vildum komast upp úr riðlinum og sjá hversu langt við kæmumst,“ sagði framherjinn um væntingar íslenska liðsins fyrir Evrópumótið í Frakklandi. Jón var spurður út í fyrsta leik Íslands á EM þar sem liðið mætti Portúgal og Cristiano Ronaldo. „Venjulega er mér alveg sama við hverja ég er að spila en það er eitthvað við Ronaldo. Einhver ára í kringum hann, nánast guðlegur en maður pældi ekki of mikið í því á meðan leik stóð. Við einbeittum okkur að okkur sjálfum og stóðum okkur nokkuð vel.“ „Þegar maður er krakki þá þykist maður vera að skora á stórmóti þegar maður er út á velli að leika sér. Að gera það svo í alvörunni er ótrúleg tilfinning. Sigurmarkið í lokin þýddi svo að við myndum mæta Englandi sem var eitthvað sem allir Íslendingar vildu,“ sagði Jón um Austurríkis leikinn sem tryggði Íslendingum leik gegn Englandi í 16-liða úrslitum. Jón Daði í einum af fjölmörgum landsleikjum sínum gegn Tyrklandi.Vísir/Daniel Viðtalið í heild sinni má finna á vef Millwall en Jón fer yfir víðan völl þar og ræðir til að mynda ótrúlegan 2-1 sigur Íslands á Englandi á mótinu. Að sjálfsögðu var Víkingaklappið rætt sem og HM í Rússlandi. Þá ræðir Jón Daði einnig veru sína í Englandi en hann hefur leikið í ensku B-deildinni síðan um haustið 2016 með Wolverhampton Wanderers, Reading og nú Millwall. Milwall er í 11. sæti ensku B-deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir, fimm stigum frá 6. sæti sem gefur þátttökurétt í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Fótbolti Enski boltinn EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti