Guðmundur: Við megum ekki mála allt svart Anton Ingi Leifsson skrifar 17. janúar 2020 16:46 Gummi brúnaþungur í dag. vísir/getty Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, segir að Ísland hafi einfaldlega tapað fyrir betri lið í dag er liðið tapaði fyrir Slóvenum. „Við töpuðum fyrir betra liði en við erum í dag. Þeir eru með meiri reynslu og leikmenn sem spila í stærstu liðum Evrópu,“ sagði Guðmundur eftir leikinn. „Mér fannst byrjunin arfaslök. Það er ekkert að grín að lenda 7-2 undir en liðið sýndi svakalegan karakter að vinna sig til baka. Ég var mjög sáttur með það.“ „Við komumst yfir en missum tvisvar boltann illa á klaufalegan hátt. Það var dýrt. Þarna vantaði rútínu og aga. Síðan var ekki einfalt að gera mörk í sóknarleiknum. Það vantaði mörk frá Aroni og skyttunum til að létta á þessu.“ „Við komum skotunum ekki almennilega á markið. Við fáum færi en við misnotum of mikið af færum. Þetta eru bara þrjú mörk í lokin og það má engu muna.“ „Varnarlega þá erum við að mæta besta sóknarliði heims maður á móti manni. Það var stefnan í hálfleik að þétta aðeins varnarleikinn í hálfleik og það tókst á köflum ágætlega en svo kom eitthvað upp úr engu hjá þeim.“ Guðmundur segir að menn þurfi að vera hreinskilnir; Slóvenarnir séu einfaldlega með betra lið en við erum núna. „Við verðum að líta þannig á það að þeir voru betri en við í dag. Við getum ekki farið fram úr okkur. Reynsluboltarnir styðja við yngri drengina og við þurfum að halda áfram gegn Portúgal. Við fengum þetta tækifæri í milliriðli og þurfum að nýta þessa fyrir ungu drengina.“ Aron Pálmarsson hefur ekki náð sér á strik eftir góða byrjun en hefði Guðmundur átt að hvíla hann meira í keppninni? „Það að komast hingað þurfti ofboðslega mikið til. Þetta voru erfiðir andstæðingar í riðlinum og það gafst ekki tími. Við vorum að berjast fyrir tveimur stigum gegn Ungverjum og við höfum ekki sömu breidd og hin liðin. Heldur ekki sömu rútínu. Ef við skiptum mikið hefur það áhrif á leik okkar. Við megum ekki mála allt svart. Ég var ánægður með nokkuð í okkar leik.“ EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Twitter eftir tapið: „Mætti halda að Íslendingar hafi dottið í það en ekki Svíar“ Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði sínum öðrum leik í röð er liðið tapaði sínum fyrsta leik í milliriðli gegn Slóveníu í dag, 30-27. 17. janúar 2020 16:35 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, segir að Ísland hafi einfaldlega tapað fyrir betri lið í dag er liðið tapaði fyrir Slóvenum. „Við töpuðum fyrir betra liði en við erum í dag. Þeir eru með meiri reynslu og leikmenn sem spila í stærstu liðum Evrópu,“ sagði Guðmundur eftir leikinn. „Mér fannst byrjunin arfaslök. Það er ekkert að grín að lenda 7-2 undir en liðið sýndi svakalegan karakter að vinna sig til baka. Ég var mjög sáttur með það.“ „Við komumst yfir en missum tvisvar boltann illa á klaufalegan hátt. Það var dýrt. Þarna vantaði rútínu og aga. Síðan var ekki einfalt að gera mörk í sóknarleiknum. Það vantaði mörk frá Aroni og skyttunum til að létta á þessu.“ „Við komum skotunum ekki almennilega á markið. Við fáum færi en við misnotum of mikið af færum. Þetta eru bara þrjú mörk í lokin og það má engu muna.“ „Varnarlega þá erum við að mæta besta sóknarliði heims maður á móti manni. Það var stefnan í hálfleik að þétta aðeins varnarleikinn í hálfleik og það tókst á köflum ágætlega en svo kom eitthvað upp úr engu hjá þeim.“ Guðmundur segir að menn þurfi að vera hreinskilnir; Slóvenarnir séu einfaldlega með betra lið en við erum núna. „Við verðum að líta þannig á það að þeir voru betri en við í dag. Við getum ekki farið fram úr okkur. Reynsluboltarnir styðja við yngri drengina og við þurfum að halda áfram gegn Portúgal. Við fengum þetta tækifæri í milliriðli og þurfum að nýta þessa fyrir ungu drengina.“ Aron Pálmarsson hefur ekki náð sér á strik eftir góða byrjun en hefði Guðmundur átt að hvíla hann meira í keppninni? „Það að komast hingað þurfti ofboðslega mikið til. Þetta voru erfiðir andstæðingar í riðlinum og það gafst ekki tími. Við vorum að berjast fyrir tveimur stigum gegn Ungverjum og við höfum ekki sömu breidd og hin liðin. Heldur ekki sömu rútínu. Ef við skiptum mikið hefur það áhrif á leik okkar. Við megum ekki mála allt svart. Ég var ánægður með nokkuð í okkar leik.“
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Twitter eftir tapið: „Mætti halda að Íslendingar hafi dottið í það en ekki Svíar“ Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði sínum öðrum leik í röð er liðið tapaði sínum fyrsta leik í milliriðli gegn Slóveníu í dag, 30-27. 17. janúar 2020 16:35 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Twitter eftir tapið: „Mætti halda að Íslendingar hafi dottið í það en ekki Svíar“ Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði sínum öðrum leik í röð er liðið tapaði sínum fyrsta leik í milliriðli gegn Slóveníu í dag, 30-27. 17. janúar 2020 16:35
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti