Ólafur Stefánsson um íslenska handboltalandsliðið: Mér finnst að við séum komnir eiginlega með allt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2020 08:30 Ólafur Stefánsson í leik með íslenska landsliðnu og skorar hér eitt af 1579 mörkum sínum fyrir A-landsliðið að þessu sinn á ÓL í London 2012. Getty/Jeff Gross Ólafur Stefánsson hefur mikla trú á bjartri framtíð íslenska handboltalandsliðsins þrátt fyrir að liðið hafi gefið mikið eftir í seinni hluta Evrópumótsins í handbolta. Ólafur gerði upp Evrópumótið í viðtali við Ríkisútvarpið en hann sjálfur spilaði með landsliðinu í tvo áratugi og var um tíma markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. Íslenska liðið sýndi styrk sinn með því að vinna Dani og Rússa í fyrstu tveimur leikjunum og Ólafur segist þá hafa verið að vonast eftir leikjum um verðlaun. „Sérstaklega eftir Danaleikinn og líka fyrir mótið þá var ég svona að vona og hélt að við myndum bara fara í undanúrslit jafnvel, eða fimmta, sjötta sæti - eitthvað svoleiðis. Það var svona mín tilfinning, án þess að ég væri að gefa það mikið út,“ sagði Ólafur í viðtali við Rúv. Íslenska landsliðið er að hans mati til alls líklegt í framhaldinu enda að mati Ólafs með allt sem þarf í gott handboltalið. „Mér finnst að við séum komnir eiginlega með allt, við erum komnir með rosalega flotta karaktera af strákum og það sem ég segi í raun og veru við þá er: Þið eruð allir góðir, jafnvel betri. Ég meina Haukur Þrastarson er bara vel betri heldur en ég var á hans aldri. Sama með Aron, Janus og Viktor,“ sagði Ólafur. Hann er á því að aðeins strákarnir sjálfir geti stoppað sig næstu árin. Ólafur fagnar líka innkomu markvarðarins Viktors Gísla Hallgrímssonar og sparar ekki yfirlýsingarnar þar. „Hann [Viktor] verður líklega besti markvörður sem við höfum átt, með allri virðingu fyrir Einari Þorvarðarsyni eða fleirum. Þetta verður líklega besti markvörður sem við höfum átt ef hann helst heill og karakterinn. Það er líka svona smá refur í honum og ef hann kemst út fyrir óttann sinn. Hann er að gera allt og hann er að vaxa. Það að hafa svona markmann með okkur næstu tíu, fimmtán ár - það á að gefa öllum hinum byr yndir báða vængi,“ sagði Ólafur en það smá sjá allt viðtalið við hann hér. EM 2020 í handbolta Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Ólafur Stefánsson hefur mikla trú á bjartri framtíð íslenska handboltalandsliðsins þrátt fyrir að liðið hafi gefið mikið eftir í seinni hluta Evrópumótsins í handbolta. Ólafur gerði upp Evrópumótið í viðtali við Ríkisútvarpið en hann sjálfur spilaði með landsliðinu í tvo áratugi og var um tíma markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. Íslenska liðið sýndi styrk sinn með því að vinna Dani og Rússa í fyrstu tveimur leikjunum og Ólafur segist þá hafa verið að vonast eftir leikjum um verðlaun. „Sérstaklega eftir Danaleikinn og líka fyrir mótið þá var ég svona að vona og hélt að við myndum bara fara í undanúrslit jafnvel, eða fimmta, sjötta sæti - eitthvað svoleiðis. Það var svona mín tilfinning, án þess að ég væri að gefa það mikið út,“ sagði Ólafur í viðtali við Rúv. Íslenska landsliðið er að hans mati til alls líklegt í framhaldinu enda að mati Ólafs með allt sem þarf í gott handboltalið. „Mér finnst að við séum komnir eiginlega með allt, við erum komnir með rosalega flotta karaktera af strákum og það sem ég segi í raun og veru við þá er: Þið eruð allir góðir, jafnvel betri. Ég meina Haukur Þrastarson er bara vel betri heldur en ég var á hans aldri. Sama með Aron, Janus og Viktor,“ sagði Ólafur. Hann er á því að aðeins strákarnir sjálfir geti stoppað sig næstu árin. Ólafur fagnar líka innkomu markvarðarins Viktors Gísla Hallgrímssonar og sparar ekki yfirlýsingarnar þar. „Hann [Viktor] verður líklega besti markvörður sem við höfum átt, með allri virðingu fyrir Einari Þorvarðarsyni eða fleirum. Þetta verður líklega besti markvörður sem við höfum átt ef hann helst heill og karakterinn. Það er líka svona smá refur í honum og ef hann kemst út fyrir óttann sinn. Hann er að gera allt og hann er að vaxa. Það að hafa svona markmann með okkur næstu tíu, fimmtán ár - það á að gefa öllum hinum byr yndir báða vængi,“ sagði Ólafur en það smá sjá allt viðtalið við hann hér.
EM 2020 í handbolta Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti