Foreldrarnir héldu að hann væri að segja þeim frá því að konan væri ólétt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. september 2020 12:30 Conor Coady var ekki nógu góður fyrir Liverpool liðið fyrir sex árum en nú er hann kominn í enska landsliðið. Getty/Sam Bagnall Conor Coady er á leiðinni til Íslands með enska landsliðinu á föstudaginn og hann var mjög spenntur þegar hann sagði mömmu sinni og pabba fréttirnar. Conor Coady, miðvörður Úlfanna, hefur unnið sig aftur upp efir að Liverpool lét hann fara fyrir sex árum og landsliðsþjálfarinn Gareth Soutgate er nú búinn að taka hann inn í enska landsliðshópinn sinn. Conor Coady er nú 27 ára gamall og að fá sitt fyrsta tækifæri með A-landsliðinu. Hann var í unglingalandsliðum Englands frá sextán til tuttugu ára aldri. Coady kom upp hjá Liverpool en yfirgaf félagið árið 2014 þegar hann samdi við Huddersfield í ensku b-deildinni. Conor Coady kom til Wolverhampton Wanderers árið 2015 og hjálpaði liðinu aftur upp í ensku úrvalsdeildina. Hann er nú fyrirliði liðsins sem hefur verið að gera flotta hluti í ensku úrvalsdeildinni undanfarnar leiktíðir. Conor Coady sagði BBC skemmtilega sögu af því þegar hann sagði foreldrum sínum frá því að hann væri kominn í enska landsliðið. "Me and my wife said to my parents: 'We've got news for you."Conor Coady says his parents thought news of his England call-up was he telling them his wife was pregnant https://t.co/ldhpj5rGdn #wwfc pic.twitter.com/ho4SB3g8MH— BBC Sport (@BBCSport) September 2, 2020 „Ég og konan mín sögðu við foreldra mína: Við höfum fréttir fyrir ykkur,“ sagði Conor Coady. „Ég hafði tekið utan um konuna mína og mamma og pabbi sögðu: Ó, Amie er ekki ófrísk aftur er það?,“ sagði Conor Coady. Conor og Amie Coady eiga þrjá stráka saman en það var ekki von á fjölgun í fjölskyldunni. „Ég sagði: Nei, ég á þegar þrjá stráka,“ sagði Conor Coady og sagði foreldrum gleðifréttirnar. Hann sagðist líka verið skjálfandi eftir símtalið frá landsliðsþjálfaranum. Gareth Southgate hafði verið að reyna að ná í hann og Coady hringdi til baka. „Þetta var símtal sem ég mun aldrei gleyma svo lengi sem ég lifi,“ sagði Conor Coady. „Ég hugsa aldrei of langt fram í tímann og einbeiti mér bara að nútíðinni. Ég vil bara halda áfram að spila fótbolta. Ég er í frábæru félagi og ég vissi það að ef ég myndi leggja mikið á mig þá gæti hlutir gerst og ég hafði heppnina með mér,“ sagði Conor Coady. Coady var fyrirliði enska sautján ára landsliðsins á EM 2010 og hann var líka fyrirliði tuttugu ára landsliðsins á HM 2013. Harry Kane, Eric Dier og John Stones voru allir í þessum liðum og þeir hafa síðan komist í enska landsliðið en ekki Coady. "My phone was going off in my pocket, I thought 'Ah I'll ring them back when I get home' I had a text saying Gareth Southgate's trying to ring you. I picked the boys up and ran back home"Conor Coady explains how he nearly missed Gareth Southgate's phone call pic.twitter.com/zcOSekOqEN— Football Daily (@footballdaily) September 2, 2020 Þegar Nuno Espirito Santo tók við Úlfunum þá notaði hann Coady í þriggja manna vörn sem er kerfi sem Gareth Southgate notar hjá enska landsliðinu. „Ég horfi á alla leiki enska landsliðsins svo ég veit vel hversu erfitt er að komast í þetta lið. Þetta hefur verið draumur hjá mér undanfarin tvö ár. Núna þegar ég er kominn í liðið þá vil ég njóta þess og reyna að hjálpa liðinu eins mikið og ég get hvort sem það er á æfingum eða í leikjum,“ sagði Conor Coady. Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Fleiri fréttir Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Sjá meira
Conor Coady er á leiðinni til Íslands með enska landsliðinu á föstudaginn og hann var mjög spenntur þegar hann sagði mömmu sinni og pabba fréttirnar. Conor Coady, miðvörður Úlfanna, hefur unnið sig aftur upp efir að Liverpool lét hann fara fyrir sex árum og landsliðsþjálfarinn Gareth Soutgate er nú búinn að taka hann inn í enska landsliðshópinn sinn. Conor Coady er nú 27 ára gamall og að fá sitt fyrsta tækifæri með A-landsliðinu. Hann var í unglingalandsliðum Englands frá sextán til tuttugu ára aldri. Coady kom upp hjá Liverpool en yfirgaf félagið árið 2014 þegar hann samdi við Huddersfield í ensku b-deildinni. Conor Coady kom til Wolverhampton Wanderers árið 2015 og hjálpaði liðinu aftur upp í ensku úrvalsdeildina. Hann er nú fyrirliði liðsins sem hefur verið að gera flotta hluti í ensku úrvalsdeildinni undanfarnar leiktíðir. Conor Coady sagði BBC skemmtilega sögu af því þegar hann sagði foreldrum sínum frá því að hann væri kominn í enska landsliðið. "Me and my wife said to my parents: 'We've got news for you."Conor Coady says his parents thought news of his England call-up was he telling them his wife was pregnant https://t.co/ldhpj5rGdn #wwfc pic.twitter.com/ho4SB3g8MH— BBC Sport (@BBCSport) September 2, 2020 „Ég og konan mín sögðu við foreldra mína: Við höfum fréttir fyrir ykkur,“ sagði Conor Coady. „Ég hafði tekið utan um konuna mína og mamma og pabbi sögðu: Ó, Amie er ekki ófrísk aftur er það?,“ sagði Conor Coady. Conor og Amie Coady eiga þrjá stráka saman en það var ekki von á fjölgun í fjölskyldunni. „Ég sagði: Nei, ég á þegar þrjá stráka,“ sagði Conor Coady og sagði foreldrum gleðifréttirnar. Hann sagðist líka verið skjálfandi eftir símtalið frá landsliðsþjálfaranum. Gareth Southgate hafði verið að reyna að ná í hann og Coady hringdi til baka. „Þetta var símtal sem ég mun aldrei gleyma svo lengi sem ég lifi,“ sagði Conor Coady. „Ég hugsa aldrei of langt fram í tímann og einbeiti mér bara að nútíðinni. Ég vil bara halda áfram að spila fótbolta. Ég er í frábæru félagi og ég vissi það að ef ég myndi leggja mikið á mig þá gæti hlutir gerst og ég hafði heppnina með mér,“ sagði Conor Coady. Coady var fyrirliði enska sautján ára landsliðsins á EM 2010 og hann var líka fyrirliði tuttugu ára landsliðsins á HM 2013. Harry Kane, Eric Dier og John Stones voru allir í þessum liðum og þeir hafa síðan komist í enska landsliðið en ekki Coady. "My phone was going off in my pocket, I thought 'Ah I'll ring them back when I get home' I had a text saying Gareth Southgate's trying to ring you. I picked the boys up and ran back home"Conor Coady explains how he nearly missed Gareth Southgate's phone call pic.twitter.com/zcOSekOqEN— Football Daily (@footballdaily) September 2, 2020 Þegar Nuno Espirito Santo tók við Úlfunum þá notaði hann Coady í þriggja manna vörn sem er kerfi sem Gareth Southgate notar hjá enska landsliðinu. „Ég horfi á alla leiki enska landsliðsins svo ég veit vel hversu erfitt er að komast í þetta lið. Þetta hefur verið draumur hjá mér undanfarin tvö ár. Núna þegar ég er kominn í liðið þá vil ég njóta þess og reyna að hjálpa liðinu eins mikið og ég get hvort sem það er á æfingum eða í leikjum,“ sagði Conor Coady.
Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Fleiri fréttir Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Sjá meira