Jóhann Berg: Þessir landsleikir komu ekki á góðum tíma fyrir mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. september 2020 10:00 Jóhann Berg Guðmundsson í leik með Burnley í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Rich Linley Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með íslenska landsliðinu í leikjunum á móti Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni. Jóhann Berg er að koma til baka eftir erfið meiðsli sem hafa strítt honum alveg síðan á HM í Rússlandi sumarið 2018. Nú vildi hann fá fullt undirbúningstímabil með Burnley og tók því þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér í landsleikina. Jóhann Berg Guðmundsson ræddi þess ákvörðun og komandi tímabil með Burnley við heimasíðu félagsins. Hann segist vonast til þess að ákvörðun sín að fórna þessum landsleikjum muni hjálpa honum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. „Ég ákvað að það væri betra fyrir mig að vera hérna og ná fullu undirbúningstímabili,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson. WINGING IT: Johann Berg Gudmundsson sees a bright future at Turf Moor.Read: https://t.co/BxGN5il1pc pic.twitter.com/ufDctQwwFi— Burnley FC (@BurnleyOfficial) September 1, 2020 „Þessir landsleikir komu ekki á góðum tíma, sérstaklega ekki fyrir mig þar sem ég hef verið í vandræðum með meiðsli,“ sagði Jóhann Berg. „Ég taldi það vera það besta í stöðunni fyrir mig að ná fullu undirbúningstímabili með Burnley, ná að spila nokkra leiki og komast í eins gott form og ég gat fyrir tímabilið,“ sagði Jóhann Berg. „Ég er að leggja mikið á mig. Auðvitað verður maður þreyttur inn á milli en þannig er það bara. Ég horfi til framtíðar og ég sé hana vera bjarta fyrir mig,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson. Jóhann Berg spilaði í síðustu fimm leikjum Burnley í sumarhluta síðasta tímabils og þá skoraði hann í leik á móti Tranmere um helgina en hann var spilaður fyrir luktum dyrum. „Ég er að reyna að komast í mitt besta form. Við fengum nokkrar vikur í frí en ég hélt áfram að æfa. Ég fór heim til Íslands enda hafði það verið langur tími síðan ég hitti fjölskyldu og vini. Það var gott að slökkva á sér aðeins um stund,“ sagði Jóhann Berg. „Núna er maður mættur aftur til vinnu. Það voru nokkrar mjög erfiðar hlaupaæfingar og svo fyrsti leikurinn. Það var gott að fá nokkrar mínútur á laugardaginn og það er alltaf gott að skora,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson. Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með íslenska landsliðinu í leikjunum á móti Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni. Jóhann Berg er að koma til baka eftir erfið meiðsli sem hafa strítt honum alveg síðan á HM í Rússlandi sumarið 2018. Nú vildi hann fá fullt undirbúningstímabil með Burnley og tók því þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér í landsleikina. Jóhann Berg Guðmundsson ræddi þess ákvörðun og komandi tímabil með Burnley við heimasíðu félagsins. Hann segist vonast til þess að ákvörðun sín að fórna þessum landsleikjum muni hjálpa honum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. „Ég ákvað að það væri betra fyrir mig að vera hérna og ná fullu undirbúningstímabili,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson. WINGING IT: Johann Berg Gudmundsson sees a bright future at Turf Moor.Read: https://t.co/BxGN5il1pc pic.twitter.com/ufDctQwwFi— Burnley FC (@BurnleyOfficial) September 1, 2020 „Þessir landsleikir komu ekki á góðum tíma, sérstaklega ekki fyrir mig þar sem ég hef verið í vandræðum með meiðsli,“ sagði Jóhann Berg. „Ég taldi það vera það besta í stöðunni fyrir mig að ná fullu undirbúningstímabili með Burnley, ná að spila nokkra leiki og komast í eins gott form og ég gat fyrir tímabilið,“ sagði Jóhann Berg. „Ég er að leggja mikið á mig. Auðvitað verður maður þreyttur inn á milli en þannig er það bara. Ég horfi til framtíðar og ég sé hana vera bjarta fyrir mig,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson. Jóhann Berg spilaði í síðustu fimm leikjum Burnley í sumarhluta síðasta tímabils og þá skoraði hann í leik á móti Tranmere um helgina en hann var spilaður fyrir luktum dyrum. „Ég er að reyna að komast í mitt besta form. Við fengum nokkrar vikur í frí en ég hélt áfram að æfa. Ég fór heim til Íslands enda hafði það verið langur tími síðan ég hitti fjölskyldu og vini. Það var gott að slökkva á sér aðeins um stund,“ sagði Jóhann Berg. „Núna er maður mættur aftur til vinnu. Það voru nokkrar mjög erfiðar hlaupaæfingar og svo fyrsti leikurinn. Það var gott að fá nokkrar mínútur á laugardaginn og það er alltaf gott að skora,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson.
Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Sjá meira