Haukar munu fara varlega á leikmannamarkaðnum í sumar Anton Ingi Leifsson skrifar 29. mars 2020 19:00 Aron Kristjánsson tekur við Haukunum í sumar. vísir/s2s Aron Kristjánsson, sem tekur við Haukum í Olís-deild karla í sumar, segir að félagið muni ekki fara hamförum á leikmannamarkaðnum í sumar. Félagið muni þess í stað horfa inn á við. Aron tekur við Haukum á nýjan leik í sumar en Gunnar Magnússon lætur af störfum eftir fimm ára starf og færir sig í Mosfellsbæinn þar sem hann tekur við Aftureldingu. Aron ræddi komandi tíma við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í dag. „Það er hjá Haukum eins og öllum íþróttafélögum á landinu að það er gríðarleg óvissuástand hvenær maður getur byrjað að æfa og svo framvegis. Sem betur fer ætti þetta ástand að ganga yfir núna í vor fyrir sumarið og þá er að byrja aftur,“ sagði Aron og hélt áfram: „Það hefur sem betur fer verið ábyrgur rekstur á handknattleiksdeildinni þannig að við eigum að halda velli og eigum að geta komið með lið á næstu leiktíð sem er samkeppnishæft. Við erum með flest alla leikmenn á samningi áfram.“ „Við verðum með svipað lið á næsta ári og þó að einhverjir hætta vegna aldurs og fyrri starfa þá eigum við að geta teflt fram liði sem er mjög samkeppnishæft.“ Aron segir að það hafi verið meðvituð ákvörðun fyrir tveimur árum að félagið myndi byggja enn frekar á Haukamönnum og tók þar dæmi. „Við höfum viljað byggja þetta upp á Haukamönnum. Við tókum þá ákvörðun fyrir tveimur árum að virkilega horfa inn á við og byggja upp þjálfara og leikmenn. Í 22 manna hóp meistaraflokksins þá eru 19 uppaldir Haukamenn og í byrjun vetrar gerðist það að allir leikmenn byrjunarliðsins voru Haukamenn.“ Klippa: Sportpakkinn: Aron um Hauka „Það ýtti við Haukahjartanu hjá mér og mörgum öðrum en það segir ekkert um það að þeir sem við fáum frá öðrum félögum þeir eru jafn mikilvægir og mikilvægir félagsmenn. Það er samt sem áður að horfa inn á við og byggja upp eigin leikmenn. Þannig ertu að gera vel fyrir yngra flokka starfið og foreldrar sem skila börnum inn í 7. eða 8. flokk vita að við erum að byggja upp afreksíþróttamenn ef þau vilja þá leið. Við erum líka að reyna að byggja upp góða félagsmenn.“ Aron er þar af leiðandi að meina að félagið muni fara varlega í sumar hvað varðar leikmannamarkaðinn? „Já við munum fara varlega. Við viljum sjá hvernig við komum út úr þessu ástandi og hvernig byrjun næsta tímabils verður. Við erum ekki að horfa á það að bæta mörgum leikmönnum við liðið,“ sagði Aron. Olís-deild karla Sportpakkinn Haukar Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Aron Kristjánsson, sem tekur við Haukum í Olís-deild karla í sumar, segir að félagið muni ekki fara hamförum á leikmannamarkaðnum í sumar. Félagið muni þess í stað horfa inn á við. Aron tekur við Haukum á nýjan leik í sumar en Gunnar Magnússon lætur af störfum eftir fimm ára starf og færir sig í Mosfellsbæinn þar sem hann tekur við Aftureldingu. Aron ræddi komandi tíma við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í dag. „Það er hjá Haukum eins og öllum íþróttafélögum á landinu að það er gríðarleg óvissuástand hvenær maður getur byrjað að æfa og svo framvegis. Sem betur fer ætti þetta ástand að ganga yfir núna í vor fyrir sumarið og þá er að byrja aftur,“ sagði Aron og hélt áfram: „Það hefur sem betur fer verið ábyrgur rekstur á handknattleiksdeildinni þannig að við eigum að halda velli og eigum að geta komið með lið á næstu leiktíð sem er samkeppnishæft. Við erum með flest alla leikmenn á samningi áfram.“ „Við verðum með svipað lið á næsta ári og þó að einhverjir hætta vegna aldurs og fyrri starfa þá eigum við að geta teflt fram liði sem er mjög samkeppnishæft.“ Aron segir að það hafi verið meðvituð ákvörðun fyrir tveimur árum að félagið myndi byggja enn frekar á Haukamönnum og tók þar dæmi. „Við höfum viljað byggja þetta upp á Haukamönnum. Við tókum þá ákvörðun fyrir tveimur árum að virkilega horfa inn á við og byggja upp þjálfara og leikmenn. Í 22 manna hóp meistaraflokksins þá eru 19 uppaldir Haukamenn og í byrjun vetrar gerðist það að allir leikmenn byrjunarliðsins voru Haukamenn.“ Klippa: Sportpakkinn: Aron um Hauka „Það ýtti við Haukahjartanu hjá mér og mörgum öðrum en það segir ekkert um það að þeir sem við fáum frá öðrum félögum þeir eru jafn mikilvægir og mikilvægir félagsmenn. Það er samt sem áður að horfa inn á við og byggja upp eigin leikmenn. Þannig ertu að gera vel fyrir yngra flokka starfið og foreldrar sem skila börnum inn í 7. eða 8. flokk vita að við erum að byggja upp afreksíþróttamenn ef þau vilja þá leið. Við erum líka að reyna að byggja upp góða félagsmenn.“ Aron er þar af leiðandi að meina að félagið muni fara varlega í sumar hvað varðar leikmannamarkaðinn? „Já við munum fara varlega. Við viljum sjá hvernig við komum út úr þessu ástandi og hvernig byrjun næsta tímabils verður. Við erum ekki að horfa á það að bæta mörgum leikmönnum við liðið,“ sagði Aron.
Olís-deild karla Sportpakkinn Haukar Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti