Leikmenn ÍR ósáttir við að kvennaliðið hafi verið lagt niður: „Ógeðslega sárar og reiðar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. mars 2020 15:57 Margrét Valdimarsdóttir, leikmaður ÍR, er ekki ánægð með vinnubrögð handknattleiksdeildar félagsins. mynd/stöð 2 sport Leikmenn kvennaliðs ÍR í handbolta eru ósáttir við þá ákvörðun handknattleiksdeildar félagsins að draga liðið úr keppni fyrir næsta tímabil. Leikmenn ÍR voru ekki hafðir með í ráðum þegar komist var að þessari niðurstöðu. Þeir halda í vonina um að kvennaliðið fái að keppa áfram á Íslandsmótinu. „Við fengum póst á Facebook. Kiddi [þjálfari ÍR] var búinn að hringja í nokkra leikmenn kvöldið áður og láta þá vita. En stór hluti hópsins fékk ekki að vita þetta fyrr en það kom tilkynning frá formanninum á Facebook,“ sagði Margrét Valdimarsdóttir, leikmaður ÍR, í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportinu í dag. „Því miður lét enginn vita og okkar tilfinning er að ekki hafi verið búið að reyna allt sem hægt var að reyna. Það var ekki búið að tala við okkur, ekki búið að fá okkur til að koma í fjáröflun af fullum krafti eða láta vita að fjárhagsvandræðin væru af þessari stærðargráðu.“ Hún er vægast sagt ósátt með þessa ákvörðun handknattleiksdeildar ÍR, að leggja kvennaliðið niður. ÍR er í 6. sæti Grill 66 deildar kvenna.mynd/ír „Ég var ógeðslega sár og reið. Ég hef þjálfað ungu stelpurnar og verið í liðinu síðan það var sett upp síðast. Þetta er stanslaus barátta fyrir kvennahandbolta. Við erum ógeðslega sárar og reiðar og verst er að við höfum ekki fengið að gera neitt í þessu; ekki að berjast fyrir því kvennaliðinu verði haldið uppi,“ sagði Margrét. Hún efast um að rekstur kvennaliðsins sé að sliga handknattleiksdeild ÍR. „Þetta er ekki dýrt lið að reka. Þetta er ekki sambærilegt við karlaliðið. Ég held að með smá baráttu og fá fólkið með hefði þetta ekki þurft að fara svona. Við erum að reyna að koma í veg fyrir að þetta fari svona. Við erum að sjá hvort við getum ekki nýtt meðbyrinn. Það er fullt af fólki sem er reitt og fullt af fólki sem er tilbúið að leggja þessu lið.“ Margrét segir að það hafi neikvæð áhrif á allt starf ÍR að vera ekki með kvennalið. „Ég myndi halda að yngri flokkarnir brotni að einhverju leyti við að missa meistaraflokkinn. Mér finnst skipta máli að það sé meistaraflokkur í ÍR, að ÍR sé bæði með karla- og kvennalið. Það á að vera rekstur á báðu, ekki bara karlaliði og svo kvennaliði til viðbótar. Ég trúi ekki að það séu engin fyrirtæki eða aðilar þarna úti sem vilja styrkja kvennahandbolta,“ sagði Margrét sem er ekki á launum og segir að það sama eigi væntanlega við um flesta leikmenn kvennaliðsins. Margrét segist vera þakklát fyrir stuðninginn sem ÍR hefur fengið undanfarna daga. Bikarmeistarar Fram buðust m.a. til að spila fjáröflunarleik við ÍR í Austurberginu. „Vonandi getum við haldið þessu liði úti og að sjálfsögðu þökkum við alla hjálp. Handboltasamfélagið er ekki tilbúið að samþykkja að kvennaliði sé hent út. Það er geggjað og stuðningurinn er frábær,“ sagði Margrét. Viðtalið við Margréti má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í dag - Ekki rætt við leikmenn ÍR áður en kvennaliðið var lagt niður Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild kvenna Sportið í dag Reykjavík Tengdar fréttir Seinni bylgjan: „Finnst þetta algjörlega fáránleg ákvörðun og verið að gefa skít í kvennaboltann“ Einar Jónsson, þjálfari norska liðsins Bergøy, skilur ekkert í handknattleiksdeild ÍR að leggja niður meistaraflokk kvenna hjá félaginu og segir ákvörðunina asnalega. Hann segir að hún skjóti skökku við. 31. mars 2020 09:00 Berglind segir ÍR-ingum að skoða jafnréttisstefnu sína Berglind Hrund Jónasdóttir, markvörður Stjörnunnar í fótbolta og uppalinn ÍR-ingur, harmar þá ákvörðun síns gamla félags að leggja niður kvennalið ÍR í handbolta. 30. mars 2020 20:00 Framkonur vilja hjálpa ÍR að halda úti kvennaliði Fram hefur boðist til að leika fjáröflunarleik við ÍR svo félagið geti haldið úti kvennaliði. 30. mars 2020 14:13 ÍR dregur kvenna- og U-liðið úr keppni Handknattleiksdeild ÍR hefur ákveðið að draga kvenna- og U-lið félagsins úr keppni á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í Sportinu í dag. 25. mars 2020 19:30 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Leikmenn kvennaliðs ÍR í handbolta eru ósáttir við þá ákvörðun handknattleiksdeildar félagsins að draga liðið úr keppni fyrir næsta tímabil. Leikmenn ÍR voru ekki hafðir með í ráðum þegar komist var að þessari niðurstöðu. Þeir halda í vonina um að kvennaliðið fái að keppa áfram á Íslandsmótinu. „Við fengum póst á Facebook. Kiddi [þjálfari ÍR] var búinn að hringja í nokkra leikmenn kvöldið áður og láta þá vita. En stór hluti hópsins fékk ekki að vita þetta fyrr en það kom tilkynning frá formanninum á Facebook,“ sagði Margrét Valdimarsdóttir, leikmaður ÍR, í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportinu í dag. „Því miður lét enginn vita og okkar tilfinning er að ekki hafi verið búið að reyna allt sem hægt var að reyna. Það var ekki búið að tala við okkur, ekki búið að fá okkur til að koma í fjáröflun af fullum krafti eða láta vita að fjárhagsvandræðin væru af þessari stærðargráðu.“ Hún er vægast sagt ósátt með þessa ákvörðun handknattleiksdeildar ÍR, að leggja kvennaliðið niður. ÍR er í 6. sæti Grill 66 deildar kvenna.mynd/ír „Ég var ógeðslega sár og reið. Ég hef þjálfað ungu stelpurnar og verið í liðinu síðan það var sett upp síðast. Þetta er stanslaus barátta fyrir kvennahandbolta. Við erum ógeðslega sárar og reiðar og verst er að við höfum ekki fengið að gera neitt í þessu; ekki að berjast fyrir því kvennaliðinu verði haldið uppi,“ sagði Margrét. Hún efast um að rekstur kvennaliðsins sé að sliga handknattleiksdeild ÍR. „Þetta er ekki dýrt lið að reka. Þetta er ekki sambærilegt við karlaliðið. Ég held að með smá baráttu og fá fólkið með hefði þetta ekki þurft að fara svona. Við erum að reyna að koma í veg fyrir að þetta fari svona. Við erum að sjá hvort við getum ekki nýtt meðbyrinn. Það er fullt af fólki sem er reitt og fullt af fólki sem er tilbúið að leggja þessu lið.“ Margrét segir að það hafi neikvæð áhrif á allt starf ÍR að vera ekki með kvennalið. „Ég myndi halda að yngri flokkarnir brotni að einhverju leyti við að missa meistaraflokkinn. Mér finnst skipta máli að það sé meistaraflokkur í ÍR, að ÍR sé bæði með karla- og kvennalið. Það á að vera rekstur á báðu, ekki bara karlaliði og svo kvennaliði til viðbótar. Ég trúi ekki að það séu engin fyrirtæki eða aðilar þarna úti sem vilja styrkja kvennahandbolta,“ sagði Margrét sem er ekki á launum og segir að það sama eigi væntanlega við um flesta leikmenn kvennaliðsins. Margrét segist vera þakklát fyrir stuðninginn sem ÍR hefur fengið undanfarna daga. Bikarmeistarar Fram buðust m.a. til að spila fjáröflunarleik við ÍR í Austurberginu. „Vonandi getum við haldið þessu liði úti og að sjálfsögðu þökkum við alla hjálp. Handboltasamfélagið er ekki tilbúið að samþykkja að kvennaliði sé hent út. Það er geggjað og stuðningurinn er frábær,“ sagði Margrét. Viðtalið við Margréti má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í dag - Ekki rætt við leikmenn ÍR áður en kvennaliðið var lagt niður Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild kvenna Sportið í dag Reykjavík Tengdar fréttir Seinni bylgjan: „Finnst þetta algjörlega fáránleg ákvörðun og verið að gefa skít í kvennaboltann“ Einar Jónsson, þjálfari norska liðsins Bergøy, skilur ekkert í handknattleiksdeild ÍR að leggja niður meistaraflokk kvenna hjá félaginu og segir ákvörðunina asnalega. Hann segir að hún skjóti skökku við. 31. mars 2020 09:00 Berglind segir ÍR-ingum að skoða jafnréttisstefnu sína Berglind Hrund Jónasdóttir, markvörður Stjörnunnar í fótbolta og uppalinn ÍR-ingur, harmar þá ákvörðun síns gamla félags að leggja niður kvennalið ÍR í handbolta. 30. mars 2020 20:00 Framkonur vilja hjálpa ÍR að halda úti kvennaliði Fram hefur boðist til að leika fjáröflunarleik við ÍR svo félagið geti haldið úti kvennaliði. 30. mars 2020 14:13 ÍR dregur kvenna- og U-liðið úr keppni Handknattleiksdeild ÍR hefur ákveðið að draga kvenna- og U-lið félagsins úr keppni á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í Sportinu í dag. 25. mars 2020 19:30 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Seinni bylgjan: „Finnst þetta algjörlega fáránleg ákvörðun og verið að gefa skít í kvennaboltann“ Einar Jónsson, þjálfari norska liðsins Bergøy, skilur ekkert í handknattleiksdeild ÍR að leggja niður meistaraflokk kvenna hjá félaginu og segir ákvörðunina asnalega. Hann segir að hún skjóti skökku við. 31. mars 2020 09:00
Berglind segir ÍR-ingum að skoða jafnréttisstefnu sína Berglind Hrund Jónasdóttir, markvörður Stjörnunnar í fótbolta og uppalinn ÍR-ingur, harmar þá ákvörðun síns gamla félags að leggja niður kvennalið ÍR í handbolta. 30. mars 2020 20:00
Framkonur vilja hjálpa ÍR að halda úti kvennaliði Fram hefur boðist til að leika fjáröflunarleik við ÍR svo félagið geti haldið úti kvennaliði. 30. mars 2020 14:13
ÍR dregur kvenna- og U-liðið úr keppni Handknattleiksdeild ÍR hefur ákveðið að draga kvenna- og U-lið félagsins úr keppni á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í Sportinu í dag. 25. mars 2020 19:30
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti