Kári missti bragð- og lyktarskyn en heldur í húmorinn í einangrun Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2020 23:00 Kári Kristján Kristjánsson og sonur hans ræddu við Henry Birgi Gunnarsson. MYND/STÖÐ 2 SPORT Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, er engum líkur og hann lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir að hafa nú verið í rúma viku í einangrun ásamt konu sinni og syni vegna COVID-19 sýkingar. Kári var með húmorinn í lagi þegar hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag og sagðist blessunarlega hafa farið ágætlega út úr veikindunum til þessa: „Ég fékk þetta eiginlega bara í skömmtum. Ég byrjaði á að fá beinverki, svo tékkast það út. Ég fyllist allur af hori og drasli og er svona flensuslappur, svo dettur það út. Svo missi ég bragð- og lyktarskyn en það kemur svo aftur til baka. Ég fæ því ekki einhverja eina sleggju, heldur tikka ég í þessi box nokkuð þægilega og er bara orðinn helvíti brattur,“ segir Kári en viðtalið má sjá hér að neðan. Kári segir að eins merkilegt og það sé þá hafi dóttir þeirra hjóna ekki smitast heldur aðeins sonurinn, sem var með pabba sínum í viðtalinu. Aðspurður hvað hægt sé að gera til að drepa tímann svona innilokaður segir Kári: „Ég er að þjálfa tvo flokka og maður er að reyna að sinna þeim í fjaræfingaáætlun. Svo er ég með brýn verkefni sem eru náttúrulega skáparnir. Ég tók skúrinn, sem er spikk og span. Svo er ég búinn að renna yfir fataskápana og gerði það mjög fagmannlega. Rauði krossinn fer mjög vel út úr því verkefni,“ segir Kári léttur í bragði. Eyjamaðurinn er farinn að sakna handboltans en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort, hvernig eða hvenær Íslandsmótið verður klárað: „Maður finnur það núna hvað þetta blessaða handkast heldur þétt í mann. Ég myndi drepa fyrir það að fá að negla mér á parketið, eina djúpa, vinstri, hægri og setja boltann upp í fjærhornið,“ sagði Kári léttur en viðtalið við hann má sjá í heild hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Kári Kristján um COVID-veikindin Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Tengdar fréttir Kári með kórónuveiruna Landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson er smitaður af kórónuveirunni. 25. mars 2020 15:40 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, er engum líkur og hann lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir að hafa nú verið í rúma viku í einangrun ásamt konu sinni og syni vegna COVID-19 sýkingar. Kári var með húmorinn í lagi þegar hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag og sagðist blessunarlega hafa farið ágætlega út úr veikindunum til þessa: „Ég fékk þetta eiginlega bara í skömmtum. Ég byrjaði á að fá beinverki, svo tékkast það út. Ég fyllist allur af hori og drasli og er svona flensuslappur, svo dettur það út. Svo missi ég bragð- og lyktarskyn en það kemur svo aftur til baka. Ég fæ því ekki einhverja eina sleggju, heldur tikka ég í þessi box nokkuð þægilega og er bara orðinn helvíti brattur,“ segir Kári en viðtalið má sjá hér að neðan. Kári segir að eins merkilegt og það sé þá hafi dóttir þeirra hjóna ekki smitast heldur aðeins sonurinn, sem var með pabba sínum í viðtalinu. Aðspurður hvað hægt sé að gera til að drepa tímann svona innilokaður segir Kári: „Ég er að þjálfa tvo flokka og maður er að reyna að sinna þeim í fjaræfingaáætlun. Svo er ég með brýn verkefni sem eru náttúrulega skáparnir. Ég tók skúrinn, sem er spikk og span. Svo er ég búinn að renna yfir fataskápana og gerði það mjög fagmannlega. Rauði krossinn fer mjög vel út úr því verkefni,“ segir Kári léttur í bragði. Eyjamaðurinn er farinn að sakna handboltans en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort, hvernig eða hvenær Íslandsmótið verður klárað: „Maður finnur það núna hvað þetta blessaða handkast heldur þétt í mann. Ég myndi drepa fyrir það að fá að negla mér á parketið, eina djúpa, vinstri, hægri og setja boltann upp í fjærhornið,“ sagði Kári léttur en viðtalið við hann má sjá í heild hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Kári Kristján um COVID-veikindin Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Tengdar fréttir Kári með kórónuveiruna Landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson er smitaður af kórónuveirunni. 25. mars 2020 15:40 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Kári með kórónuveiruna Landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson er smitaður af kórónuveirunni. 25. mars 2020 15:40
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti