Sluppu síðast með skrekkinn gegn Alsír eftir martraðarbyrjun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. janúar 2021 11:00 Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur gegn Alsír á HM 2005 og 2015. getty/Lars Baron Strákarnir í íslenska handboltalandsliðinu mæta Alsír í öðrum leik sínum í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Ísland verður að vinna leikinn til að taka með sér tvö stig inn í milliriðla, að því gefnu að íslenska liðið vinni Marokkó á mánudaginn sem yfirgnæfandi líkur eru á. Alsír vann Marokkó á fimmtudaginn, 24-23, eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik, 8-15. Ísland tapaði hins vegar fyrir Portúgal, 25-23. Ísland og Alsír hafa fimm sinnum áður mæst á stórmótum; þrisvar sinnum á heimsmeistaramótum og tvisvar sinnum á Ólympíuleikum. Ísland vann fjóra þessara leikja og einu sinni varð jafntefli. Þá hafa liðin þrisvar sinnum mæst í vináttulandsleikjum. Þess má geta að fyrsti sigur Íslands undir stjórn Bogdans Kowalczyk var gegn Alsír, 29-22, í desember 1983. Ísland 19-15 Alsír, ÓL 1984 Á fyrsta stórmóti Íslands undir stjórns Bogdans, Ólympíuleikunum 1984, var Ísland í riðli með Alsír. Íslenska liðið átti í vandræðum með óhefðbundinn maður á mann varnarleik Alsíringa og sigurinn var torsóttur. Staðan í hálfleik var jöfn, 7-7, en Ísland komst í fyrsta sinn yfir, 14-13, þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Á endanum hafðist fjögurra marka sigur, 19-15. Íslendingar fylgdu því eftir með því að vinna Sviss í næsta leik. Ísland endaði að lokum í 6. sæti Ólympíuleikanna. Mörk Íslands: Sigurður Gunnarsson 6/3, Guðmundur Guðmundsson 4, Jakob Sigurðsson 3, Atli Hilmarsson 3, Kristján Arason 2/1, Þorgils Óttar Mathiesen 1, Alfreð Gíslason 1. Ísland 22-16 Alsír, ÓL 1988 Miklar væntingar voru gerðar til íslenska liðsins á Ólympíuleikunum í Seúl 1988 og mótið byrjaði vel hjá okkar mönnum, allavega hvað úrslitin varðaði. Ísland vann Bandaríkin, 22-15, í fyrsta leik og sigraði svo Alsír í öðrum leik sínum, 22-16. Íslenska liðið byrjaði illa og lenti 1-5 undir en vann sig síðan inn í leikinn og leiddi með þremur mörkum í hálfleik, 11-8. Ísland vann seinni hálfleikinn með sömu markatölu og leikinn með sex marka mun, 22-16. Kristján Arason skoraði átta mörk í leiknum. Hann var fjórði markahæsti leikmaður Ólympíuleikanna með 33 mörk. Sigurinn á Alsír var síðasti sigur Íslands á Ólympíuleikunum 1988 og strákarnir enduðu að lokum í 8. sæti. Nokkrum mánuðum síðar unnu þeir svo B-keppnina í Frakklandi og bjuggu þar að stífum undirbúningi fyrir Ólympíuleikana. Mörk Íslands: Kristján Arason 8/5, Sigurður Gunnarsson 5, Atli Hilmarsson 3, Þorgils Óttar Mathiesen 3, Bjarki Sigurðsson 3. Ísland 27-27 Alsír, HM 1997 Íslendingar náðu sínum besta árangri á heimsmeistaramóti þegar þeir enduðu í 5. sæti á HM í Kumamoto í Japan 1997. Ísland lék níu leiki á mótinu, vann sjö, tapaði einum og gerði eitt jafntefli, við Alsír í 2. umferð riðlakeppninnar. Útlitið var dökkt þegar fimm mínútur voru eftir og Ísland þremur mörkum undir, 22-25. Íslendingar gáfust þó ekki upp og Valdimar Grímsson kom þeim yfir, 27-26, með sínu níunda marki. Alsíringar áttu hins vegar síðasta orðið og jöfnuðu í 27-27. Patrekur Jóhannesson skoraði reyndar af löngu færi í blálokin eftir það en leiktíminn reyndist runninn út og markið taldi því ekki. Mörk Íslands: Valdimar Grímsson 9/4, Gústaf Bjarnason 5, Patrekur Jóhannesson 5, Konráð Olavson 3, Ólafur Stefánsson 3, Júlíus Jónasson 2. Ísland 34-25 Alsír, HM 2005 Ísland mætti með mikið breytt lið til leiks á HM í Túnis 2005 og komst ekki áfram í millriðil. Niðurstaðan varð 15. sæti eftir tvo sigra, tvö töp og eitt jafntefli. Annar sigurinn kom gegn Alsír í lokaleik riðlakeppinnar, 34-25, en fyrir hann var ljóst að möguleikinn á að komast í milliriðil væri ekki lengur fyrir hendi. Íslenska liðið var mun sterkara í leiknum og var átta mörkum yfir í hálfleik, 14-11. Mestur varð munurinn tíu mörk en á endanum skildu níu mörk liðin að, 34-25. Birkir Ívar Guðmundsson varði átján skot og Íslendingar skoruðu fjölda marka úr hraðaupphlaupum þar sem Guðjón Valur Sigurðsson naut sín vel. Hann skoraði níu mörk og var markahæstur í íslenska liðinu. Ísland vann næstu fjóra leiki sína á HM en féll svo á grátlegan hátt út fyrir Ungverjalandi í átta liða úrslitum. Íslendingar unnu síðustu tvo leiki sína á mótinu og tryggði sér 5. sætið. Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 9, Róbert Gunnarsson 7/1, Ólafur Stefánsson 5/2, Alexander Petersson 3, Vilhjálmur Halldórsson 2, Arnór Atlason 2, Einar Hólmgeirsson 2, Logi Geirsson 1, Dagur Sigurðsson 1, Markús Máni Michaelsson 1, Vignir Svavarsson 1. Ísland 32-24 Alsír, HM 2015 Íslendingar steinlágu fyrir Svíum, 24-16, í fyrsta leik sínum á HM í Katar 2015 og næsti leikur, gegn Alsíringum, byrjaði eins illa og mögulegt var. Alsír komst í 0-6 og fjórum mörkum yfir, 8-12, þegar fjórar mínútur voru til hálfleiks. Ísland skoraði fjögur af síðustu fimm mörkum fyrri hálfleiks og því var munurinn bara eitt mark að honum loknum, 12-13. Í seinni hálfleik var allt að sjá til íslenska liðsins sem keyrði yfir það alsírska. Ísland vann seinni hálfleikinn, 20-11, og leikinn með átta marka mun, 32-24. „Við vorum bara að grínast með þessa byrjun. Hún var bara djók til að hlaða smá spennu í þetta," sagði markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson léttur í bragði í samtali við Vísi eftir sigurinn á Alsír. Ísland gerði jafntefli við Frakkland í næsta leik, 26-26, en fékk svo skell gegn Tékklandi, 36-25, í leiknum þar á eftir. Ísland tryggði sér svo sæti í sextán liða úrslitum með sigri á Egyptalandi, 28-25, í lokaleik riðlakeppninnar. Í sextán liða úrslitunum stöðvuðu Danirnir hans Guðmundar Guðmundssonar síðan frekari för Íslendinga með 30-25 sigri. Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 8, Aron Pálmarsson 7, Alexander Petersson 6, Róbert Gunnarsson 4, Arnór Þór Gunnarsson 2, Vignir Svavarsson 2, Snorri Steinn Guðjónsson 2, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1. HM 2021 í handbolta Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Ísland verður að vinna leikinn til að taka með sér tvö stig inn í milliriðla, að því gefnu að íslenska liðið vinni Marokkó á mánudaginn sem yfirgnæfandi líkur eru á. Alsír vann Marokkó á fimmtudaginn, 24-23, eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik, 8-15. Ísland tapaði hins vegar fyrir Portúgal, 25-23. Ísland og Alsír hafa fimm sinnum áður mæst á stórmótum; þrisvar sinnum á heimsmeistaramótum og tvisvar sinnum á Ólympíuleikum. Ísland vann fjóra þessara leikja og einu sinni varð jafntefli. Þá hafa liðin þrisvar sinnum mæst í vináttulandsleikjum. Þess má geta að fyrsti sigur Íslands undir stjórn Bogdans Kowalczyk var gegn Alsír, 29-22, í desember 1983. Ísland 19-15 Alsír, ÓL 1984 Á fyrsta stórmóti Íslands undir stjórns Bogdans, Ólympíuleikunum 1984, var Ísland í riðli með Alsír. Íslenska liðið átti í vandræðum með óhefðbundinn maður á mann varnarleik Alsíringa og sigurinn var torsóttur. Staðan í hálfleik var jöfn, 7-7, en Ísland komst í fyrsta sinn yfir, 14-13, þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Á endanum hafðist fjögurra marka sigur, 19-15. Íslendingar fylgdu því eftir með því að vinna Sviss í næsta leik. Ísland endaði að lokum í 6. sæti Ólympíuleikanna. Mörk Íslands: Sigurður Gunnarsson 6/3, Guðmundur Guðmundsson 4, Jakob Sigurðsson 3, Atli Hilmarsson 3, Kristján Arason 2/1, Þorgils Óttar Mathiesen 1, Alfreð Gíslason 1. Ísland 22-16 Alsír, ÓL 1988 Miklar væntingar voru gerðar til íslenska liðsins á Ólympíuleikunum í Seúl 1988 og mótið byrjaði vel hjá okkar mönnum, allavega hvað úrslitin varðaði. Ísland vann Bandaríkin, 22-15, í fyrsta leik og sigraði svo Alsír í öðrum leik sínum, 22-16. Íslenska liðið byrjaði illa og lenti 1-5 undir en vann sig síðan inn í leikinn og leiddi með þremur mörkum í hálfleik, 11-8. Ísland vann seinni hálfleikinn með sömu markatölu og leikinn með sex marka mun, 22-16. Kristján Arason skoraði átta mörk í leiknum. Hann var fjórði markahæsti leikmaður Ólympíuleikanna með 33 mörk. Sigurinn á Alsír var síðasti sigur Íslands á Ólympíuleikunum 1988 og strákarnir enduðu að lokum í 8. sæti. Nokkrum mánuðum síðar unnu þeir svo B-keppnina í Frakklandi og bjuggu þar að stífum undirbúningi fyrir Ólympíuleikana. Mörk Íslands: Kristján Arason 8/5, Sigurður Gunnarsson 5, Atli Hilmarsson 3, Þorgils Óttar Mathiesen 3, Bjarki Sigurðsson 3. Ísland 27-27 Alsír, HM 1997 Íslendingar náðu sínum besta árangri á heimsmeistaramóti þegar þeir enduðu í 5. sæti á HM í Kumamoto í Japan 1997. Ísland lék níu leiki á mótinu, vann sjö, tapaði einum og gerði eitt jafntefli, við Alsír í 2. umferð riðlakeppninnar. Útlitið var dökkt þegar fimm mínútur voru eftir og Ísland þremur mörkum undir, 22-25. Íslendingar gáfust þó ekki upp og Valdimar Grímsson kom þeim yfir, 27-26, með sínu níunda marki. Alsíringar áttu hins vegar síðasta orðið og jöfnuðu í 27-27. Patrekur Jóhannesson skoraði reyndar af löngu færi í blálokin eftir það en leiktíminn reyndist runninn út og markið taldi því ekki. Mörk Íslands: Valdimar Grímsson 9/4, Gústaf Bjarnason 5, Patrekur Jóhannesson 5, Konráð Olavson 3, Ólafur Stefánsson 3, Júlíus Jónasson 2. Ísland 34-25 Alsír, HM 2005 Ísland mætti með mikið breytt lið til leiks á HM í Túnis 2005 og komst ekki áfram í millriðil. Niðurstaðan varð 15. sæti eftir tvo sigra, tvö töp og eitt jafntefli. Annar sigurinn kom gegn Alsír í lokaleik riðlakeppinnar, 34-25, en fyrir hann var ljóst að möguleikinn á að komast í milliriðil væri ekki lengur fyrir hendi. Íslenska liðið var mun sterkara í leiknum og var átta mörkum yfir í hálfleik, 14-11. Mestur varð munurinn tíu mörk en á endanum skildu níu mörk liðin að, 34-25. Birkir Ívar Guðmundsson varði átján skot og Íslendingar skoruðu fjölda marka úr hraðaupphlaupum þar sem Guðjón Valur Sigurðsson naut sín vel. Hann skoraði níu mörk og var markahæstur í íslenska liðinu. Ísland vann næstu fjóra leiki sína á HM en féll svo á grátlegan hátt út fyrir Ungverjalandi í átta liða úrslitum. Íslendingar unnu síðustu tvo leiki sína á mótinu og tryggði sér 5. sætið. Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 9, Róbert Gunnarsson 7/1, Ólafur Stefánsson 5/2, Alexander Petersson 3, Vilhjálmur Halldórsson 2, Arnór Atlason 2, Einar Hólmgeirsson 2, Logi Geirsson 1, Dagur Sigurðsson 1, Markús Máni Michaelsson 1, Vignir Svavarsson 1. Ísland 32-24 Alsír, HM 2015 Íslendingar steinlágu fyrir Svíum, 24-16, í fyrsta leik sínum á HM í Katar 2015 og næsti leikur, gegn Alsíringum, byrjaði eins illa og mögulegt var. Alsír komst í 0-6 og fjórum mörkum yfir, 8-12, þegar fjórar mínútur voru til hálfleiks. Ísland skoraði fjögur af síðustu fimm mörkum fyrri hálfleiks og því var munurinn bara eitt mark að honum loknum, 12-13. Í seinni hálfleik var allt að sjá til íslenska liðsins sem keyrði yfir það alsírska. Ísland vann seinni hálfleikinn, 20-11, og leikinn með átta marka mun, 32-24. „Við vorum bara að grínast með þessa byrjun. Hún var bara djók til að hlaða smá spennu í þetta," sagði markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson léttur í bragði í samtali við Vísi eftir sigurinn á Alsír. Ísland gerði jafntefli við Frakkland í næsta leik, 26-26, en fékk svo skell gegn Tékklandi, 36-25, í leiknum þar á eftir. Ísland tryggði sér svo sæti í sextán liða úrslitum með sigri á Egyptalandi, 28-25, í lokaleik riðlakeppninnar. Í sextán liða úrslitunum stöðvuðu Danirnir hans Guðmundar Guðmundssonar síðan frekari för Íslendinga með 30-25 sigri. Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 8, Aron Pálmarsson 7, Alexander Petersson 6, Róbert Gunnarsson 4, Arnór Þór Gunnarsson 2, Vignir Svavarsson 2, Snorri Steinn Guðjónsson 2, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti