KR-ingar með átta sigra í Ljónagryfjunni á síðustu tíu tímabilum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2021 14:00 Björn Kristjánsson og Logi Gunarsson í leik KR og Njarðvíkur. Vísir/Bára Fornir fjendur mætast í Njarðtaks-gryfjunni í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld en þetta hefur verið einn uppáhalds útivöllur Íslandsmeistaranna síðasta áratuginn. Njarðvíkingar taka á móti erkifjendum sínum í KR í kvöld í stórleik kvöldsins í tólftu umferð Domino´s deild karla í körfubolta en KR-ingar hafa kunnað afar vel við sig í Njarðvík undanfarin ár. Leikur Njarðvíkur og KR hefst klukkan 20.15 en útsendingin á Stöð 2 Sport hefst klukkan 20.10. Dominos Tilþrifin eru síðan strax á eftir leiknum. KR-ingar hafa unnið átta deildarleiki í Ljónagryfjunni á síðustu tíu árum eða fjórum sinnum fleiri en heimamenn í Njarðvík. Frá og með 2010-11 tímabilinu þá er KR-liðið með 80 prósent sigurhlutfall í Njarðvík en er á sama tíma aðeins með örlítið hærra sigurhlutfall á heimavelli sínum í Frostaskjóli eða 80,9 prósent. 9. nóvember 2018 er sérstakur dagur fyrir Njarðvíkinga en þá vann liðið sinn eina heimasigur á KR í deildinni frá því að sigurganga KR-liðsins hófst á 2013-14 tímabilinu. Njarðvík vann leikinn með átján stigum, 85-67, en þrír síðustu sigrar KR á Njarðvík suður með sjó hafa aðeins verið samtals ellefu stigum. Í þessum umrædda og sjaldgæfa heimasigri Njarðvíkingar á KR-ingum þá var Njarðvíkurliðið komið 25 stigum yfir í hálfleik, 52-27. Mario Matasovic með 24 stig, Maciek Baginski skoraði 17 stig og Jeb Ivey bætti við 16 stigum. Julian Boyd skoraði 25 stig fyrir KR í leiknum og Jón Arnór Stefánsson var með 10 stig. Njarðvík vann tólf stiga sigur á KR í Vesturbænum í haust og Njarðvíkingar þekkja það mun betur að vinna KR í DHL-höllinni en í Njarðvík síðustu tímabil. Sigurinn á heimavelli KR í október síðastliðnum var þannig fjórði deildarsigur Njarðvíkur í DHL-höllinni frá árinu 2016. Njarðvík hefur því unnið KR fimm sinnum í deildarkeppninni frá árinu 2016 en aðeins einn af þessum sigrum landaði liðið í Ljónagryfjunni. Zvonko Buljan var stigahæstur Njarðvíkina í október með 25 stig en hann er nú leikmaður ÍR. Maciek Baginski var líka mjög flottur með 22 stig en Njarðvíkingar endurheimtu hann úr meiðslum í síðasta leik. Matthías Orri Sigurðarson og Roberts Stumbris skoruðu báðir 21 stig en sá síðarnefndi yfirgaf Vesturbæinn í langa COVID-hlénu. Fyrir utan þessa tíu deildarleiki í Ljónagryfjunni undanfarin áratug þá hafa liðin einnig mæst sex sinnum í úrslitakeppninni á sama stað. Njarðvík hefur unnið fjóra af þeim sex leikjum og hafa því staðið sig mun betur á móti KR í úrslitakeppninni. Liðin hafa líka unnið sitthvoran bikarleikinn í Njarðvík á þessum tíma. Síðustu deildarleikir NJarðvíkur og KR í Ljónagryjunni: 2019-20: KR vann 6 stiga sigur (87-81) 2018-19: Njarðvík vann 18 stiga sigur (85-67) 2017-18: KR vann 4 stiga sigur (73-69) 2016-17: KR vann 1 stigs sigur (81-80) 2015-16: KR vann 11 stiga sigur (100-89) 2014-15: KR vann 10 stiga sigur (86-76) 2013-14: KR vann 9 stiga sigur (83-74) 2012-13: Njarðvík vann 11 stiga sigur (88-77) 2011-12: KR vann 10 stiga sigur (98-88) 2010-11: KR vann 20 stiga sigur (91-71) Dominos-deild karla KR Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Fleiri fréttir Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Sjá meira
Njarðvíkingar taka á móti erkifjendum sínum í KR í kvöld í stórleik kvöldsins í tólftu umferð Domino´s deild karla í körfubolta en KR-ingar hafa kunnað afar vel við sig í Njarðvík undanfarin ár. Leikur Njarðvíkur og KR hefst klukkan 20.15 en útsendingin á Stöð 2 Sport hefst klukkan 20.10. Dominos Tilþrifin eru síðan strax á eftir leiknum. KR-ingar hafa unnið átta deildarleiki í Ljónagryfjunni á síðustu tíu árum eða fjórum sinnum fleiri en heimamenn í Njarðvík. Frá og með 2010-11 tímabilinu þá er KR-liðið með 80 prósent sigurhlutfall í Njarðvík en er á sama tíma aðeins með örlítið hærra sigurhlutfall á heimavelli sínum í Frostaskjóli eða 80,9 prósent. 9. nóvember 2018 er sérstakur dagur fyrir Njarðvíkinga en þá vann liðið sinn eina heimasigur á KR í deildinni frá því að sigurganga KR-liðsins hófst á 2013-14 tímabilinu. Njarðvík vann leikinn með átján stigum, 85-67, en þrír síðustu sigrar KR á Njarðvík suður með sjó hafa aðeins verið samtals ellefu stigum. Í þessum umrædda og sjaldgæfa heimasigri Njarðvíkingar á KR-ingum þá var Njarðvíkurliðið komið 25 stigum yfir í hálfleik, 52-27. Mario Matasovic með 24 stig, Maciek Baginski skoraði 17 stig og Jeb Ivey bætti við 16 stigum. Julian Boyd skoraði 25 stig fyrir KR í leiknum og Jón Arnór Stefánsson var með 10 stig. Njarðvík vann tólf stiga sigur á KR í Vesturbænum í haust og Njarðvíkingar þekkja það mun betur að vinna KR í DHL-höllinni en í Njarðvík síðustu tímabil. Sigurinn á heimavelli KR í október síðastliðnum var þannig fjórði deildarsigur Njarðvíkur í DHL-höllinni frá árinu 2016. Njarðvík hefur því unnið KR fimm sinnum í deildarkeppninni frá árinu 2016 en aðeins einn af þessum sigrum landaði liðið í Ljónagryfjunni. Zvonko Buljan var stigahæstur Njarðvíkina í október með 25 stig en hann er nú leikmaður ÍR. Maciek Baginski var líka mjög flottur með 22 stig en Njarðvíkingar endurheimtu hann úr meiðslum í síðasta leik. Matthías Orri Sigurðarson og Roberts Stumbris skoruðu báðir 21 stig en sá síðarnefndi yfirgaf Vesturbæinn í langa COVID-hlénu. Fyrir utan þessa tíu deildarleiki í Ljónagryfjunni undanfarin áratug þá hafa liðin einnig mæst sex sinnum í úrslitakeppninni á sama stað. Njarðvík hefur unnið fjóra af þeim sex leikjum og hafa því staðið sig mun betur á móti KR í úrslitakeppninni. Liðin hafa líka unnið sitthvoran bikarleikinn í Njarðvík á þessum tíma. Síðustu deildarleikir NJarðvíkur og KR í Ljónagryjunni: 2019-20: KR vann 6 stiga sigur (87-81) 2018-19: Njarðvík vann 18 stiga sigur (85-67) 2017-18: KR vann 4 stiga sigur (73-69) 2016-17: KR vann 1 stigs sigur (81-80) 2015-16: KR vann 11 stiga sigur (100-89) 2014-15: KR vann 10 stiga sigur (86-76) 2013-14: KR vann 9 stiga sigur (83-74) 2012-13: Njarðvík vann 11 stiga sigur (88-77) 2011-12: KR vann 10 stiga sigur (98-88) 2010-11: KR vann 20 stiga sigur (91-71)
Síðustu deildarleikir NJarðvíkur og KR í Ljónagryjunni: 2019-20: KR vann 6 stiga sigur (87-81) 2018-19: Njarðvík vann 18 stiga sigur (85-67) 2017-18: KR vann 4 stiga sigur (73-69) 2016-17: KR vann 1 stigs sigur (81-80) 2015-16: KR vann 11 stiga sigur (100-89) 2014-15: KR vann 10 stiga sigur (86-76) 2013-14: KR vann 9 stiga sigur (83-74) 2012-13: Njarðvík vann 11 stiga sigur (88-77) 2011-12: KR vann 10 stiga sigur (98-88) 2010-11: KR vann 20 stiga sigur (91-71)
Dominos-deild karla KR Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Fleiri fréttir Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Sjá meira