Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 31-28 | Stjarnan vann Val á heima og útivelli Andri Már Eggertsson skrifar 15. maí 2021 20:25 Stjörnumenn fara sáttir á koddan í kvöld Vísir/Hulda Stjarnan vann góðan sigur á Val 31-28 og jafnaði í leiðinni Val að stigum í deildinni. Leikurinn var kaflaskiptur en lengst af leik voru Stjörnumenn með yfirtökin á leiknum sem varð til þess að leikurinn endaði með sigri Stjörnunnar. Valur tóku frumkvæði leiksins til að byrja með þar sem þeir gerðu tvö fyrstu mörkin í leiknum. Stjörnumenn voru fljótir að kvitta fyrir það forskot, þeir unnu sig síðan betur og betur inn í leikinn sem setti Val í mikil vandræði. 4-1 kafli Stjörnunnar kom þeim þremur mörkum yfir þegar um korter var liðið af leiknum, Stjarnan fékk mörk úr mörgum áttum sem skilaði þeim góðum mörkum. Mikil hiti einkenndi fyrri hálfleik. Bæði lið tókust mikið á, það var úrslitakeppnis andi yfir þessum látum þar sem mönnum stóð ekki á sama sem er alltaf jákvætt. Pétur Árni Hauksson gerði loka mark fyrri hálfleiks alveg í blálokinn sem kom Stjörnunni 4 mörkum yfir þegar haldið var til hálfleiks 17-13. Besti kafli Vals kom strax í upphafi seinni hálfleiks. Valur gerði vel í að komast yfir þegar tæplega 7 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik og þá staðan 18-19. Stjarnan svaraði því með 4-0 kafla og þá var staðan 25-22 fyrir heimamönnum í vil sem var of stór biti fyrir Val að kyngja. Stjarnan gerði vel í að halda út leikinn sem varð til þess að sigurinn var í höfn og leik lauk með þriggja marka sigri 31-28. Af hverju vann Stjarnan? Það býr mikil karakter í liði Stjörnunnar. Þeir gerðu vel í að brotna ekki niður þegar Valur kom sér aftur inn í leikinn, heldur gáfu þeir í á báðum endum vallarins sem varð til þess að þeir unnu Val bæði á heima og útivelli. Hverjir stóðu upp úr? Brynjar Darri Baldursson átti frábæra innkomu í seinni hálfleik. Brynjar varði á mikilvægum tímapunktum í leiknum og endaði hann með 44% markvörslu. Dagur Gautason átti góðan leik í vinstra horni Stjörnunnar. Dagur endaði með 6 mörk úr 7 skotum. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Vals var ekki góður í fyrri hálfleik. Þeir skoruðu aðeins 13 mörk og fóru oft á tíðum illa að ráði sínu. Hvað gerist næst? Heil umferð fer fram klukkan 19:30 næsta mánudag. Í Origo höllinni mætast Valur og KA. Í TM höllinni mætast Stjarnan og Þór Akureyri. Létum hluti í dómgæslunni fara í taugarnar á okkur í fyrri hálfleik Snorri Steinn var ekki sáttur með sína menn í dag.Vísir/Vilhelm „Ég hef ekki fundið lausnina við því hvernig skal vinna Stjörnuna, við höfum tapað fyrir þeim tvisvar í vetur og hafa þeir átt sigurinn skilið í bæði skiptin," sagði Snorri Steinn þjálfari Vals. „Í fyrri hálfleik vorum við ekki góðir, við vorum pirraðir þar sem við létum hluti í dómgæslunni fara í taugarnar á okkur, við fengum á okkur 17 mörk í fyrri hálfleik og heilt yfir er ég ekki sáttur með leikinn, við áttum meira inni." Valur átti góðan kafla í upphafi seinni hálfleiks sem Snorri var ánægður með en sá kafli taldi lítið þegar úrslit leiksins voru tap. „Við gerðum vel í að jafna leikinn í seinni hálfleik, við lentum síðan aftur nokkrum mörkum undir þar skipti Stjarnan um markmann og við fórum að klikka á dauðafærum, þá gengu þeir á lagið og áttu góðan kafla sem við náðum aldrei að svara." „Við fengum ágætis vörn á þessum tímapunkti ásamt markvörslu en í kjölfarið héldum við ekki rétt á spilunum. Í heildina var þetta ekki nægilega gott og Stjarnan unnu verðskuldaðan sigur," sagði Snorri að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Íslenski handboltinn Handbolti Valur Stjarnan
Stjarnan vann góðan sigur á Val 31-28 og jafnaði í leiðinni Val að stigum í deildinni. Leikurinn var kaflaskiptur en lengst af leik voru Stjörnumenn með yfirtökin á leiknum sem varð til þess að leikurinn endaði með sigri Stjörnunnar. Valur tóku frumkvæði leiksins til að byrja með þar sem þeir gerðu tvö fyrstu mörkin í leiknum. Stjörnumenn voru fljótir að kvitta fyrir það forskot, þeir unnu sig síðan betur og betur inn í leikinn sem setti Val í mikil vandræði. 4-1 kafli Stjörnunnar kom þeim þremur mörkum yfir þegar um korter var liðið af leiknum, Stjarnan fékk mörk úr mörgum áttum sem skilaði þeim góðum mörkum. Mikil hiti einkenndi fyrri hálfleik. Bæði lið tókust mikið á, það var úrslitakeppnis andi yfir þessum látum þar sem mönnum stóð ekki á sama sem er alltaf jákvætt. Pétur Árni Hauksson gerði loka mark fyrri hálfleiks alveg í blálokinn sem kom Stjörnunni 4 mörkum yfir þegar haldið var til hálfleiks 17-13. Besti kafli Vals kom strax í upphafi seinni hálfleiks. Valur gerði vel í að komast yfir þegar tæplega 7 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik og þá staðan 18-19. Stjarnan svaraði því með 4-0 kafla og þá var staðan 25-22 fyrir heimamönnum í vil sem var of stór biti fyrir Val að kyngja. Stjarnan gerði vel í að halda út leikinn sem varð til þess að sigurinn var í höfn og leik lauk með þriggja marka sigri 31-28. Af hverju vann Stjarnan? Það býr mikil karakter í liði Stjörnunnar. Þeir gerðu vel í að brotna ekki niður þegar Valur kom sér aftur inn í leikinn, heldur gáfu þeir í á báðum endum vallarins sem varð til þess að þeir unnu Val bæði á heima og útivelli. Hverjir stóðu upp úr? Brynjar Darri Baldursson átti frábæra innkomu í seinni hálfleik. Brynjar varði á mikilvægum tímapunktum í leiknum og endaði hann með 44% markvörslu. Dagur Gautason átti góðan leik í vinstra horni Stjörnunnar. Dagur endaði með 6 mörk úr 7 skotum. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Vals var ekki góður í fyrri hálfleik. Þeir skoruðu aðeins 13 mörk og fóru oft á tíðum illa að ráði sínu. Hvað gerist næst? Heil umferð fer fram klukkan 19:30 næsta mánudag. Í Origo höllinni mætast Valur og KA. Í TM höllinni mætast Stjarnan og Þór Akureyri. Létum hluti í dómgæslunni fara í taugarnar á okkur í fyrri hálfleik Snorri Steinn var ekki sáttur með sína menn í dag.Vísir/Vilhelm „Ég hef ekki fundið lausnina við því hvernig skal vinna Stjörnuna, við höfum tapað fyrir þeim tvisvar í vetur og hafa þeir átt sigurinn skilið í bæði skiptin," sagði Snorri Steinn þjálfari Vals. „Í fyrri hálfleik vorum við ekki góðir, við vorum pirraðir þar sem við létum hluti í dómgæslunni fara í taugarnar á okkur, við fengum á okkur 17 mörk í fyrri hálfleik og heilt yfir er ég ekki sáttur með leikinn, við áttum meira inni." Valur átti góðan kafla í upphafi seinni hálfleiks sem Snorri var ánægður með en sá kafli taldi lítið þegar úrslit leiksins voru tap. „Við gerðum vel í að jafna leikinn í seinni hálfleik, við lentum síðan aftur nokkrum mörkum undir þar skipti Stjarnan um markmann og við fórum að klikka á dauðafærum, þá gengu þeir á lagið og áttu góðan kafla sem við náðum aldrei að svara." „Við fengum ágætis vörn á þessum tímapunkti ásamt markvörslu en í kjölfarið héldum við ekki rétt á spilunum. Í heildina var þetta ekki nægilega gott og Stjarnan unnu verðskuldaðan sigur," sagði Snorri að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti