Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 27-29 | Óvæntur sigur gestanna Dagbjört Lena skrifar 27. maí 2021 21:00 Vísir Fram unnu tveggja marka sigur, 29-27 á Stjörnunni á útivelli í æsispennandi leik en Stjarnan þurfti sigur til þess að tryggja sér þriðja sætið í deildinni. Leikurinn byrjaði mjög jafn þar sem bæði lið skiptust á því að skora. Fram var með yfirhöndina til að byrja með en þegar um tíu mínútur voru liðnar af leiknum náðu Stjarnan tveggja marka forystu. Það liðu hins vegar ekki nema fimm mínútur þar til Framarar voru búnir að ná forystunni aftur og þá tekur Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, leikhlé. Fram nýtti leikhléið vel þar sem þeir tóku í kjölfar þess frábæran 6-2 kafla og náðu mest fjögurra marka forystu. Stjarnan náði hins vegar aftur í hælanna á þeim en Framarar héldu fyrri hálfleikinn út og fóru inn i hálfleik með tveggja marka forystu, 17-15. Framarar héldu forystunni í byrjun seinni hálfleiks og komust aftur fjórum mörkum yfir þegar tæpar fimm mínútur voru liðnar. Stjarnan gaf þó ekkert eftir og náðu að minnka forystuna niður í eitt mark. Síðan byrjaði eltingaleikur þar sem liðin skiptust á að skora en þegar rúmlega tíu mínútur voru til leiksloka nær Stjarnan loksins að jafna metin í 24-24. Það dugði þó ekki til en Framarar náðu forystunni upp á ný. Ekkert mark kom á síðustu sex mínútum leiksins fyrr en á síðustu sekúndunum en þá náði björgvin Hólmgeirsson að minnka niður í eitt mark en allt kom fyrir ekki og svaraði Andri Már Rúnarsson með marki fyrir Fram og tryggði þeim tveggja marka sigur, 29-27. Af hverju vann Fram? Framarar náðu strax forystunni í byrjun leiks og héldu henni vel mest allan tímann en þeir nýttu færin sín töluvert betur heldur en Stjarnan. Einnig voru Framararnir með mun þéttari vörn sem Stjarnan átti erfitt með að komast í gegnum. Hverjir stóðu upp úr? Í liði Fram átti Kristinn Hrannar Bjarkason stórleik en hann skoraði átta mörk, þar af voru fimm úr hraðaupphlaupi en hann var einnig markahæstur í leiknum. Andri Már Rúnarsson var á eftir honum með sjö mörk og stóð sig virkilega vel í dag. Valtýr Már Hákonason kom inná í mark Fram í seinni hálfleik og varði þrjú dauðafæri í röð frá Stjörnunni. Eiga Framarar honum mikið að þakka fyrir það. Björgvin Hólmgeirsson og Tandri Már Konráðsson voru markahæstir hjá Stjörnunni með sitthvor fimm mörkin en þeir áttu einnig margar virkilega góðar línusendingar sem því miður enduðu fæstar í markinu. Brynjar Darri Baldursson átti góðan leik í markinu í dag en hann var með tólf varða bolta sem skilar honum 44% markvörslu. Hvað gekk illa? Í fyrri hálfleik tókst Stjörnunni ekki að þétta vörnina nógu vel sem varð til þess að Framarar náðu því forskoti sem þeir höfðu í byrjun. Um leið og Stjarnan fór að laga vörnina byrjuðu þeir að missa boltann hættulega oft sem varð til þess að Framarar keyrðu hratt í bakið á þeim en Fram voru með sjö hraðaupphlaupsmörk í dag. Í seinni hálfleik fór Stjarnan að klúðra mörgum dauðafærum en flest þeirra komu af línunni. Hvað gerist næst? Umferðinni lauk í kvöld með leikjum hjá öllum liðum deildarinnar. Framarar eru komnir í sumarfrí þar sem þeir náðu ekki að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Fram enda í níunda sæti í deildinni með 22 stig. Stjarnan datt niður í fimmta sæti með 25 stig en þeir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum sem fer fram næstkomandi mánudag en Stjarnan mun mæta Selfossi. Langar að geta sagt að ég hafi startað þessu Sebastian Alexandersson, þjálfaði sinn síðasta leik hjá Fram í kvöld.Vísir/Vilhelm „Ég er bara ótrúlega stoltur af liðinu. Það er ekkert auðvelt að fá svona högg í andlitið að komast ekki í úrslitakeppni en koma samt hérna og sína alvöru leik á móti góðu liði. Það er mikill karakter í þessu liði hjá okkur og við erum í raun bara búnir að vera úr karakter í einum leik af 22 og við erum innbyrðis á fjögur af átta liðunum sem eru í úrslitakepninni til dæmis, Stjörnuna, Val, KA og Aftureldingu.“ „Það má alveg gera grín af því að við séum samt í níunda sæti og allt það en þeir sem vilja vita eitthvað um handbolta vilja vita að framliðið er bara á frábærum stað og miklar framfarir sem eru búnar að eiga sér stað. Þetta er geggjaður hópur og það er búið að vera alveg æðisleg forréttindi að fá að þjálfa þennan hóp og ég er mjög stoltur og þakklátur strákunum fyrir hvernig þeir eru búnir að taka mér og Guðfinni í vetur.“ „Við erum í dag að spila eingöngu á átta eða níu mönnum og það er nýtt fyrir okkur. Hérna uppi í stúku voru sjö meiddir leikmenn og við höfum ekki sagt orð um meiðsli í vetur. En staðreyndin er sú að ástandið er ekkert betra hjá okkur heldur en hjá öðrum liðum. Það var heilt byrjunarlið hérna með af olís liði hérna uppi í stúku og allt í lagi með það. Stjarnan er bara frábært lið, vel mannað og með góðar lausnir og það var alltaf vitað að það kæmi áhlaup en þetta sýnir bara karakterinn í okkur og ekki upp á neitt að spila. Ég er bara ógeðslega stoltur.“ „Ég vill enda á því að segja bara áfram Fram og ég vill sjá þá í topp baráttunni á næsta ári. Mig langar að geta sagt að ég hafi startað þessu. Takk.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Fram Stjarnan
Fram unnu tveggja marka sigur, 29-27 á Stjörnunni á útivelli í æsispennandi leik en Stjarnan þurfti sigur til þess að tryggja sér þriðja sætið í deildinni. Leikurinn byrjaði mjög jafn þar sem bæði lið skiptust á því að skora. Fram var með yfirhöndina til að byrja með en þegar um tíu mínútur voru liðnar af leiknum náðu Stjarnan tveggja marka forystu. Það liðu hins vegar ekki nema fimm mínútur þar til Framarar voru búnir að ná forystunni aftur og þá tekur Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, leikhlé. Fram nýtti leikhléið vel þar sem þeir tóku í kjölfar þess frábæran 6-2 kafla og náðu mest fjögurra marka forystu. Stjarnan náði hins vegar aftur í hælanna á þeim en Framarar héldu fyrri hálfleikinn út og fóru inn i hálfleik með tveggja marka forystu, 17-15. Framarar héldu forystunni í byrjun seinni hálfleiks og komust aftur fjórum mörkum yfir þegar tæpar fimm mínútur voru liðnar. Stjarnan gaf þó ekkert eftir og náðu að minnka forystuna niður í eitt mark. Síðan byrjaði eltingaleikur þar sem liðin skiptust á að skora en þegar rúmlega tíu mínútur voru til leiksloka nær Stjarnan loksins að jafna metin í 24-24. Það dugði þó ekki til en Framarar náðu forystunni upp á ný. Ekkert mark kom á síðustu sex mínútum leiksins fyrr en á síðustu sekúndunum en þá náði björgvin Hólmgeirsson að minnka niður í eitt mark en allt kom fyrir ekki og svaraði Andri Már Rúnarsson með marki fyrir Fram og tryggði þeim tveggja marka sigur, 29-27. Af hverju vann Fram? Framarar náðu strax forystunni í byrjun leiks og héldu henni vel mest allan tímann en þeir nýttu færin sín töluvert betur heldur en Stjarnan. Einnig voru Framararnir með mun þéttari vörn sem Stjarnan átti erfitt með að komast í gegnum. Hverjir stóðu upp úr? Í liði Fram átti Kristinn Hrannar Bjarkason stórleik en hann skoraði átta mörk, þar af voru fimm úr hraðaupphlaupi en hann var einnig markahæstur í leiknum. Andri Már Rúnarsson var á eftir honum með sjö mörk og stóð sig virkilega vel í dag. Valtýr Már Hákonason kom inná í mark Fram í seinni hálfleik og varði þrjú dauðafæri í röð frá Stjörnunni. Eiga Framarar honum mikið að þakka fyrir það. Björgvin Hólmgeirsson og Tandri Már Konráðsson voru markahæstir hjá Stjörnunni með sitthvor fimm mörkin en þeir áttu einnig margar virkilega góðar línusendingar sem því miður enduðu fæstar í markinu. Brynjar Darri Baldursson átti góðan leik í markinu í dag en hann var með tólf varða bolta sem skilar honum 44% markvörslu. Hvað gekk illa? Í fyrri hálfleik tókst Stjörnunni ekki að þétta vörnina nógu vel sem varð til þess að Framarar náðu því forskoti sem þeir höfðu í byrjun. Um leið og Stjarnan fór að laga vörnina byrjuðu þeir að missa boltann hættulega oft sem varð til þess að Framarar keyrðu hratt í bakið á þeim en Fram voru með sjö hraðaupphlaupsmörk í dag. Í seinni hálfleik fór Stjarnan að klúðra mörgum dauðafærum en flest þeirra komu af línunni. Hvað gerist næst? Umferðinni lauk í kvöld með leikjum hjá öllum liðum deildarinnar. Framarar eru komnir í sumarfrí þar sem þeir náðu ekki að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Fram enda í níunda sæti í deildinni með 22 stig. Stjarnan datt niður í fimmta sæti með 25 stig en þeir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum sem fer fram næstkomandi mánudag en Stjarnan mun mæta Selfossi. Langar að geta sagt að ég hafi startað þessu Sebastian Alexandersson, þjálfaði sinn síðasta leik hjá Fram í kvöld.Vísir/Vilhelm „Ég er bara ótrúlega stoltur af liðinu. Það er ekkert auðvelt að fá svona högg í andlitið að komast ekki í úrslitakeppni en koma samt hérna og sína alvöru leik á móti góðu liði. Það er mikill karakter í þessu liði hjá okkur og við erum í raun bara búnir að vera úr karakter í einum leik af 22 og við erum innbyrðis á fjögur af átta liðunum sem eru í úrslitakepninni til dæmis, Stjörnuna, Val, KA og Aftureldingu.“ „Það má alveg gera grín af því að við séum samt í níunda sæti og allt það en þeir sem vilja vita eitthvað um handbolta vilja vita að framliðið er bara á frábærum stað og miklar framfarir sem eru búnar að eiga sér stað. Þetta er geggjaður hópur og það er búið að vera alveg æðisleg forréttindi að fá að þjálfa þennan hóp og ég er mjög stoltur og þakklátur strákunum fyrir hvernig þeir eru búnir að taka mér og Guðfinni í vetur.“ „Við erum í dag að spila eingöngu á átta eða níu mönnum og það er nýtt fyrir okkur. Hérna uppi í stúku voru sjö meiddir leikmenn og við höfum ekki sagt orð um meiðsli í vetur. En staðreyndin er sú að ástandið er ekkert betra hjá okkur heldur en hjá öðrum liðum. Það var heilt byrjunarlið hérna með af olís liði hérna uppi í stúku og allt í lagi með það. Stjarnan er bara frábært lið, vel mannað og með góðar lausnir og það var alltaf vitað að það kæmi áhlaup en þetta sýnir bara karakterinn í okkur og ekki upp á neitt að spila. Ég er bara ógeðslega stoltur.“ „Ég vill enda á því að segja bara áfram Fram og ég vill sjá þá í topp baráttunni á næsta ári. Mig langar að geta sagt að ég hafi startað þessu. Takk.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti